þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Kristófer er bara orðin hress, þeas. sjálfstraustið er að komast í samt horf eftir tannmissinn en sýnist nú að hin framtönnin sé eitthvað orðin tæp svo að það er vonandi að hann taki því betur en síðast.
Annars er Thanksgiving núna á fimmtudaginn og mikið um að vera hérna í henni Ameríku af þeim sökum. Veit ekki hvað við gerum, er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara að standa í því að elda kalkún fyrir okkur þrjú...svo kalkúnasamlokur á föstudaginn, kalkúnapasta á laugardaginn, kalkúnapottrétt á sunnudaginn....svo henda restinni á mánudaginn hahahaha. Stærsta verslunarhelgi Ameríku er svo um helgina, þá er stappað í öllum mollum og útsölur í hámarki. Emmi og Kristófer verða í fríi á fimmtudag og föstudag, það verður æðislegt, enda lítið um frí hérna, bæði í vinnu og skóla.
Svo eru kennarafundir í skólanum hans Kristófers þessa dagana og í dag erum við að fara í viðtal. Það verður gaman að sjá hvað Mrs. Annese hefur að segja um Kristófer og námsárangurinn hans.
Ég er annars á fullu að reyna að finna mér einhver námskeið eða eitthvað sniðugt að gera eftir áramót, ætla amk ekki að sitja heima aðgerðarlaus á nýja árinu...það verður s.s. mitt áramótaheit þessi áramótin :)

Engin ummæli: