fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Jæja þá erum við komin heim!
Flugið gekk ágætlega, ég svaf ekkert frekar en fyrridaginn en Kristófer náði að leggja sig í 2-3 klst. Lentum í smá veseni hjá "Immigration", við áttum að vera með eitthvað bréf með okkur til að sýna fram á hversu lengi Emmi má vinna hérna. En það var eitthvað sem við höfðum ekki hugmynd um að þyrfti, að lokum kom maður sem sagðist ætla "sleppa okkur í gegn" í þetta skiptið en næst þyrftum við að hafa þetta bréf meðferðis. Því næst var tekin mynd af mér og fingraförin tekin, verð nú að segja að þeir láta manni nú líða eins og glæpamanni þegar maður kemur inn í landið. En til að bæta þetta vesen upp gekk mér bara vel að ná beljunum(töskunum) af færibændinu og yfir á trillu og valsaði bara í gegn hjá tollavörðunum eins og ekkert væri. Einn varðanna spurði mig "dú jú hav ení grænmeti, brennivin or kjot?". Fann litlu svitaperlurnar spretta fram á enninu vitandi af risa hamborgarhrygg, hangikjöti og pylsum í töskunni, fattaði það bara eftir á að hann var þvílíkt að monta sig af því að kunna nokkur orð á íslensku. Ég svaraði honum neitandi þá sagði vörðurinn mér til léttis... "vell mem, hav a næs dei !"
Í gær horfðum við á fyrsta þáttinn af Amazing Race sem var tveir tímar að lengd, en þessi fyrsti þáttur var tekin upp á Ísland. Þetta var svakaleg landkynning og eflaust eiga margir kanar eftir að leggja leið sína til Íslands eftir að hafa séð þennan þátt. Fyrst lá leiðin að Seljalandsfoss "seldjalendsfúss", svo uppá Vatnajökul þar sem þátttakendur gistu í tjöldum yfir nóttina og svo endað í Bláa Lóninu. Ég hafði augum opin því þegar Rúna systir fór frá okkur í sumar lenti hún í Keflavík á sama tíma og keppendurnir, hún og Ella systir lentu í miðju havarínu þegar þær hittust á vellinum í Keflavík. Myndavélar útum allt og leikstjórar að skipa keppendum fyrir verkum. En því miður stelpur, þið eruð ekki orðnar frægar því það sást ekkert í ykkur...eigum samt eftir að skoða þetta í sló mósjon..svo að það er enn von :) Ég fékk síðan póst frá Icelandair í morgun þar sem þeir eru farnir að bjóða uppá ferðir sem heita "Trace the Race" en þá er farið á alla staðina sem liðin fóru á. Sniðugir hjá Icelandair!


Engin ummæli: