Jæja þá er tími kominn á smá blogg frá mér :)
Af okkur Kristófer er allt gott að frétta. Við erum búin að hafa það ofur gott hérna afmæli, veislur, partý, út að borða, heimsóknir og bara eintóm huggulegheit. Aðhald hvað?! Mmmm hvað íslenska nammið er nú gott, sit hérna með möndlur og malt (mont-mont). Finnst alveg ótrúlegt að þetta sé næst síðasta nóttin hérna, tíminn er gjörsamlega búinn að fljúga frá okkur hérna...hef nú samt grun um að hann Emmi okkar geti ekki sagt það sama...hang in there honey! Kristófer hefur tekið alveg svakalegum framförum í íslenskunni hérna enda ekki vantað félagsskapinn sökum kennaraverkfallsins. Hann er loks farin að tala í heilum íslenskum setningum en í fyrstu var annað hvert orð á ensku eða ísl-ensku :) Systursonur minn, Baltasar, og Kristófer hafa verið eins og samlokur frá fyrsta degi svo að það verður sjokk fyrir Kristófer að vakna á fimmtudagsmorgun og enginn Baltasar til að leika við. En við erum staðráðin í því að láta ekki svona langan tíma líða á milli heimsókna aftur.
Hvað er málið með þetta sér íslenska fyrirbæri sem kallast rok...og það úr öllum áttum. Var alveg búin að gleyma þessu og er ekkert að venjast því aftur :o/ Annars er allt á "kafi" í snjó hérna núna og fljúgandi hálka, fyrstu 10 dagana rigndi stanslaust hérna en snjórinn er nú skemmtilegri. Kristófer og Baltasar hafa verið mikið úti að leika sér síðan snjórinn kom, búa til "mini" snjókalla og renna sér á snjóþotum. En við megum nú búast við miklum snjó, kulda og hálku hjá okkur í New Jersey á komandi mánuðum...brrr!
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili því að ég ætla að reyna að koma einhverju niður í töskur því að morgundagurinn á eftir að vera ansi erilsamur hjá okkur.
Kveðja from ðe Kleik...
Adda nammigrís og Kristófer "æslander".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli