þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Það er búin að vera svona líka bongó blíða hérna í dag...14 stig! Sól og meira að segja það heitt að yfirhöfnum var gefið frí...jasso! Vona bara að þetta sé smjörþefur af því sem koma skal á næstu vikum, nenni ekki að fá meiri snjó.

Jæja, þá erum við hjónin loks búin að koma okkur af stað í ræktina aftur...mikið var! Ég var nú ekkert á leiðinni að fara í morgun, hélt að ef ég hunsaði það myndi ég komast upp með enn eitt skrópið... en sá draumur entist nú ekki lengi...Fannsa hringdi í mig og messaði yfir mér með fögur fyrirheit um glæstan bíkíní kropp og mini-pilsa glatt sumar...hahaha! Ég lofaði henni því að ég myndi drífa mig um leið og ég leggði á... Auðvitað gat Emmi ekkert gefið mér eftir, svo að hann skelli sér með. Gúddness hvað fyrstu 10 mínúturnar voru lengi að líða á brettinu...en svo fór þetta að lagast og á endanum langaði mig bara ekkert að hætta. Auðvitað velti maður sér uppúr því eftir á afhverju maður var ekki fyrir löngu búin að koma sér af stað aftur. Svo að nú, eins og svo oft áður, heitir maður sjálfum sér því að taka sér ekki svona hlé aftur...það verður fróðlegt að sjá hvað það loforð endist lengi í þetta skiptið? Svo að nú er ískápurinn alveg strípaður af öllu sem inniheldur sykur, fitu eða einhverju fitubolluvænu....nú er hann troðinn af hlutum sem innihalda eitthvað af eftirfarandi orðum í heiti þess, light...diet...0 carbs... fit...-free...!
S.s. engar freistingar að finna á þessu heimili.

"Deitið" okkur um helgina gekk bara vel og þeim vinunum kom mjög vel saman. Lisa og John (foreldrar Andrew) eru mjög fín og við vorum hjá þeim að spjalla um heima og geima í tæpa 3 tíma. Þau vilja endilega hittast aftur, fara út að borða saman eða eitthvað skemmtilegt. Ætli við bjóðum þeim ekki öllum í kaffi fljótlega svona til að sýna þeim "aðstæður", þá gætu þeir jafnvel farið að hittast meira eftir skóla.

Engin ummæli: