föstudagur, febrúar 11, 2005

Vúhúú...Kristófer er komin með appelsínugula beltið í karate! Hann stóð sig mjög vel í kata prófinu og náði því að fá nýtt belti, sem hann svo fékk á miðvikudag. Talandi um það...við bættum inn linknum á karate skólann hans Kristófers en þar er hægt að sjá honum bregða fyrir á einhverjum myndum.

Síðasta laugardag kom Brynjar við hérna og var hjá okkur fram á miðvikudag, en hann kom við hérna á leiðinni heim frá Seattle. En Brynjar er, eins og Gummi, æskufélagi Elmars frá því í Bolungarvík. Það er alltaf gaman að fá gesti svo að við vonum að fleiri vinir og ættingjar fari nú að reka inn nefið hérna hjá okkur.

Á mánudag er svo Valentínusardagurinn. Kristófer verður sennilega á kafi í korta-skrifum alla helgina en það þarf að skrifa kort til allra bekkjarfélaganna og kennaranna, svo verðum við að finna eitthvað sætt handa kennurunum líka...konfekt eða bangsa eða eitthvað á þá leið.

Um helgina er svo búið að panta "play-date" með Andrew bekkjarfélaga Kristófers en þeir eru eins og samlokur alltaf hreint, bestu vinir. Við ætlum að hitta hann og foreldrana á einhverjum leikvelli hérna og leyfa þeim að leika sér saman. Maður er nú algjör gúrka í þessu, veit ekkert hvernig þetta virkar hérna og hvenær þeir fá svo að koma í heimsókn til hvors annars. En þetta er náttúrulega alls ekki eins og gengur og gerist á Íslandi þar sem krakkar hlaupa bara á milli húsa og spyrja eftir vinum sínum. Hérna hringjast foreldrarnir á og panta "play-date".

Engin ummæli: