Helgarsportið...
Kristófer fór á sínu fyrstu og jafnframt síðustu æfingu með sundfélaginu 'Stingrays' í gær...hmm. Já, fyrir utan að þetta voru allt mikið eldri krakkar, stóð okkur ekki alveg á sama að sjá hann svamla þarna innan um 50 krakka og einn þjálfari að reyna að hafa hemil á hersingunni.
En við erum búin að komast að því að það sé mun betri sundnámskeið hjá YMCA (du-ruddu-du...fer ósjálfrátt að humma lagið í hvert skipti sem þetta félag er nefnt) en þar eru mun minni hópar og þeir eru aldursskiptir.
Annars er allt að verða vitlaust hérna, Philadelphia Eagles (lið í Ameríska fótboltanum,NFL) mætir New England Patriots í Superbowl á morgun, en það er, að ég best veit, stærsti íþróttaviðburður ársins hérna og það lið sem vinnur verður "heimsmeistari" Bandaríkjanna. Þó svo að liðið sé frá Philadelphia, halda allir hérna í Jersey með því, því að það er ekkert lið í NFL héðan...
mjög hentugt því þá eru líkurnar meiri, því við getur líka haldið með NY Giants...ég tek það fram að núna er ég bara að tala fyrir mig :)
Patriots unnu superbowl í fyrra, en mér skilst að Eagles hafi aldrei unnið þessa keppni en einu sinni áður komist í Superbowl og þá tapað.
Ella systir var svo indæl að minna mig á að á mánudaginn er bolludagur og að ég gæti nálgast bollu-uppskriftir í Fréttablaðinu á netinu (föstud. 4 feb, bls. 18, fyrir þá sem vantar uppskrift). Eins gott að hún gerði það því að ég var ekkert að spá í því frekar en fyrri daginn. Ég mundi eftir honum tveim dögum of seint á síðasta ári og var ansi skúffuð yfir því, það er ekkert gaman að borða bollur á venjulegum miðvikudegi !
Góða helgi og GO EAGLES!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli