fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Hillú...
Um síðustu helgi fórum við á "kvöld-vökuna" í skólanum hans Kristófers og skemmtum okkur vel. Þar var dansað, sungið, föndrað og étið. Kristófer bjó til Íslenska fánann og gekk stoltur með á hann milli borðanna og tilkynnti manni og öðrum að þetta væri Íslenski fáninn og að hann væri frá Íslandi. Þá kom það í ljós að nokkrir áttu vin eða ættingja í hernum, og þeir hefðu einhverntíman verið staðsettir á vellinum í Keflavík. Og auðvitað fengum við að heyra allt um það, hvað Ísland væri frábært, lopapeysurnar hlýjar og þar fram eftir götunum.

Á laugardeginum skruppum við í þotu/sleðaleit, eftir mikla leit fundum við þessa fínu þotu og ákváðum að reynslukeyra hana í næstu brekku....hmmm...hljómar einfalt...en ekki hér, ó nei. Við keyrðum Lawrenceville þvert og endilangt og komumst að því að hér eru engar brekkur...ekki svo mikið sem aflíðandi halli :o(

Svekkt ákváðum við að gefast bara upp og koma okkur heim. En viti menn, á leiðinni inní hverfið tökum við eftir þessari fínu brekku hérna rétt hjá okkur. Ok...ok...þetta er enginn Arnahóll eða laut, en nokkuð góð buna svona til að prófa nýju fínu þotuna. Þetta var alveg til að toppa daginn fyrir Kristófer, hann skemmti sér konunglega:

"...eina ferð enn...bara eina í viðbót...kommon síðasta ferðin núna..."

Í gær var svo karate próf hjá Kristófer, í Kata æfingum. Sensei sagði að hann hefði staðið sig mjög vel og að í næstu viku ætti hann að fá appelsínugult belti.
Næsta föstudag byrjar hann svo á sundæfingum með sundfélagi sem heitir 'Stingrays' og eru æfingarnar tvisvar í viku, og í apríl byrjar hann líka á sundnámskeiði sem við skráðum hann í fyrir nokkru. Það er eins gott að halda sundkunnáttunni við því hér er ekkert skólasund.

Í gær fengum við svo miða heim um að það væri verið að endurskipuleggja skiptingu hverfa á hvern skóla hérna í Lawrenceville og kom það í ljós að Kristófer lendir því miður í því að þurfa skipta um skóla næsta vetur. Hann á því að færast yfir í skóla sem heitir Benjamin Franklin Elementary School sem er í næstu götu við Eldridge Park. Ég veit nú ekki mikið um þann skóla en við fáum að skoða hann í næstu viku á kynningarkvöldi sem haldið verður þar.

Að endingu langar mig að minna á gestabókina góðu og comment eru líka vel þegin...Essý takk fyrir að vera dugleg að commenta hjá okkur ;o)

Engin ummæli: