Jæja þá er komið að mér að "Blogga", ég er búinn að sleppa of vel uppá síðkastið og hefur Andrea algjörlega séð um þetta. Takk fyrir það elskan.
Það er allt á kafi núna hérna í New Jersey og nágrenni, bæði er mikill snjór og mjög kalt. Á sama tíma á síðasta ári var um 25-30 stiga hiti 2. mars, núna... -1. Þetta er alveg hræðilegt fyrir manninn sem flutti til bandaríkjana til að sleppa undan frostinu og að skafa bílinn og keyra um í köldum bíl, og allt annað skemmtilegt sem fylgir vetrinum. En mér líður stundum eins og ég sé kominn aftur til Bolungarvíkur, smábær með vinalegu fólki og hjálpsömum nágrönnum, kalt á veturnar og heitt á sumrin, nema það er hægt að komast til Reykjavíkur (New York) á klukkustund, og Akureyrar (Philadelphia) á 45 mín. Þessu veðri er spáð eitthvað fram á miðjan mars, en maður verður bara að vona að veðurguðirnir brosi til manns á næstu dögum og fari að koma með vorið sem við erum meira en lítið tilbúin fyrir. En við nýtum okkur nú að snjórinn sé hérna, ég og Kristófer bjuggum til, þó ég segi sjálfur frá, flottasta snjókarl í New Jersey í gær og var ekki hægt að draga Kristófer aftur inn eftir að við vorum komnir út. Hann er ánægðastur í snjókasti eða að byggja snjókalla.
Þeir sem þekkja Sopranos vita að þar er fjallaðu um mafíuan í New Jersey, or er Tony Soprano aðalmaðurinn á ferðinni þar. Ég minnist á Sopranos til að setja upp það sem kemur á eftir.... fyrir viku síðan gerði FBI innrás og handtók 11 manns fyrir stórvægilegt spillingarmál, fjárkúgun og mútur. Var rannsókn málsins ekki lokið en 1 saksóknari "missti" of mikið út úr sér við "vini" sína og varð að handtaka skarann of fljótt. Mér skilst að hver aðili í málinu eigi yfir höfði sér miklar fjársektir og einhvern tíma í fangelsi, lítil refsing fyrir svona glæpi finnst mér, en það er aðalatriðið... innárásin sem var gerð, var ekki á nektarstað hérna í New Jersey til að handtaka einhverja mafíósa... nei nei, heldur var ráðist inná heimili hvers aðila fyrir sig og handteknir um miðja nótt eftirfarnir aðilar, 3 bæjarstjórar og 8 meðlimir í bæjar- og sýslustjórnum. Allt pólitíkusar!!! Hm.... kannski að þessi Bolungarvíkur samlíking er ekki svo góð ???
Mér skilst það á fréttaflutningi hérna í útvarpi New Jerey-inga að á síðustu 2 árum hafa 77, takið eftir, 77!!! pólitíkusar hafa verið handteknir á síðustu 2 árum fyrir ýmsar syndir, þar á meðal fjárkúgun, mútuþægni og aðrar álíka skemmtileg áhugamál.
Aðrar fréttir að léttari toga, við erum að fara út að borða næsta laugardag með nýjum vinum okkar, þeim John, Lisu, Andrew og litla bróður hanns. Andrew er besti vinur Kristófers úr skólanum og höfum við farið í heimsókn til þeirra einu sinni áður og okkur kom öllum vel saman og ákváðum að fara að borða saman núna á laugardaginn. Það verður örugglega mjög gaman, veit bara ekkert hvert við erum að fara, en John og Lisa hafa búið á þessu svæði alla sína ævi og þekkja staði sem eru víst alveg mjög góðir. þetta verður spennandi og verður myndavélin með í för til að dyggir lesendur geti séð nýju vini okkar.
já... ég var síðan að búa til nýtt safn, myndasafn það er að segja, fyrir Mars og eru komnar nokkrar myndir þar inn, endilega kíkið þangað inn.
Ps. Til að reyna að lífga gestabókina okkar og Commenta kerfið við, höfum við ákveðið að efna til smá keppnis, sá aðili sem skilur eftir flottustu skilaboð í öðru hvoru kerfinu fær glæsileg verðlaun. ÓKEYPIS GISTING HJÁ OKKUR !!!! (nema í Ágúst, en þá verður allt fullt hérna) Dómarar eru ég, Andrea og Kristófer.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli