Loks þori ég að lýsa því yfir að langþráð vor sé komið :)
"jæja nú er sumarið að koma!"...."jæja það er búið að vera svo hlýtt að það fer ekkert að snjóa héðan af!". Ó mæ, hvað ég hef fengið að kenna á því þegar ég hef gloprað svona yfirlýsingum útúr mér. Daginn eftir er eitt og oftast meira en eitt af eftirfarandi komið...snjór, slydda, kuldi eða geðveikt rok. Svo að ég ákvað það að þegja bara og hætta þessari yfirlýsinga gleði minni og segja ekkert fyrr en ég er orðin nokkuð örugg, og ég er það núna. Það yrði nú undarlegt ef ég fengi snjóstorm í hausinn á morgun fyrir þessa yfirlýsingu :o/ Þá hætti alveg að tala um veðrið...punktur og basta!
Annars er bara massíf spenna í loftinu hérna á heimilinu þessa dagana. Kristófer er orðinn svo spenntur fyrir páskunum að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Það er búið að bjóða okkur í veislu á laugardaginn með tilheyrandi eggjatýnslu og páskakanínu. Ég get nú ekki sagt að spennan sé síðri hjá okkur hjónunum, okkur hlakkar voða mikið til að upplifa "ameríska" páska stemmingu.
Veislan verður hjá fjölskyldu vinafólks okkar og verður hún haldin uppí Pensylvaniu. Þetta verður heilsdagsprógramm og endað með hlaðborði...jömmí! Ég bauð mig auðvitað fram til að koma með eitthvað og leggja af mörkum, en ég er ekki enn búin að ákveða hvað það ætti að vera. Ég á bara að koma með það sem ég vil, hefði nú viljað fá aðeins skýrari línur... en ég hlýt að geta hrist eitthvað sniðugt fram úr erminni.
Á sunnudaginn verður svo íslenska lambalærið dregið úr frystinum og græjað uppá íslenskan hátt og auðvitað með tilheyrandi meðlæti. Við eigum meira að segja Malt og Apelsín! Og auðvitað verður íslenskt Nóa egg í eftirrétt. En einhver spurði mig hvort ég ætlaði ekki að taka bara páskaeggið með í páskaboðið og bjóða uppá það...ég held nú síður...My precious :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli