laugardagur, mars 19, 2005

Jæjajú og hananú...
það er víst kominn tími á smá pistil frá okkur...ahhh geisp! Ég var nú reyndar búin að segja ritara starfinu lausu hér um daginn...en svo ákvað ég nú að reyna að fá yfir mig "blogg-andann" og komast í gírinn á ný...eitthvað er hann nú af skornum skammti sá andi svo að þetta verður ákaflega andlaust blogg. En nóg af baulinu í henni búkollunni...

Um síðustu helgi fórum við í smá "ród tripp" yfir til Pennsylvaniu með John, Lisu og Andrew. Stefnan var tekin á lítinn skemmtilegan bæ sem ég man ekki hvað heitir. Þessi bær er nú bara með þeim fallegustu sem ég hef séð hérna í Bandaríkjunum. Þar var voru engar risa-ameríku-keðju-verslanir, bara litlar huggulegar handverksbúðir og fataverslanir með evrópsk föt...leið bara eins og ég væri komin í lítinn smábæ á Ítalíu. Svo var bara tekið á móti manni í fyrstu búðinni (lítil ítölsk matvöruverslun) með hvítvínsglasi og pasta og skálað við okkur.

Eftir að hafa labbað um bæinn dáleidd í nokkra tíma settumst við að snæðingi inná stað sem hét 'The Spotted Hog'. Eftir það var svo teknin buna í einni flottustu og stærstu hringekju sem ég hef séð...finnst reyndar spiladósa-hringekju-tónlist alveg hrikalega "creepy". En var nú ekkert á því að auglýsa það hvað ég er skrítin svo að ég skellti mér með í þá ferð.

En þetta var alveg frábær dagur og ekki hægt að segja annað en að allir hafi verið sáttir og þreyttir eftir langan og skemmtilegan dag í "ég man ekki hvað hann heitir" bænum.

Jidúddamía hvað við fengur alveg æðislega sendingu í vikunni...fullur kassi af "íslenskum" gersemum...páskaegg, bland í poka, séð og heyrt, augnbrúnalit, almennilegan ostaskera, eggjaskera...og ýmislegt fleira sem við söknum að heiman.
Innilegar þakkir fyrir okkur elsku Víðir og Bíbí þið eruð yndisleg!

Dagurinn í dag er að mestu búinn að fara í búðaráp...það þurfti að græja heimilisföðurinn fyrir fyrstu fótboltaæfinguna á morgun. Já, Elmar er að fara að spila fótbolta á ný eftir nokkurra ára(tuga?) frí, hann var nú ekki lengi að slá til þegar honum var boðið að koma og spila með "ðe óld bojs". Auðvitað komum við heim með miklu meira en bara fótbolta útbúnað fyrir manninn, en það vill nú oftast fylgja svona búðarápi.

Alltaf tekst mér nú að koma með einhverjar ægilegar langlokur fyrir ykkur að lesa...andi eða ekki andi... greinilegt að það skiptir engu máli þegar kemur að lengd blogganna :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara alltaf í boltanum ;)
Frábært hjá þér Emmi að skella þér í boltann Það eru ýmsar leiðir til að halda andanum ungum haha :)