Síðasta vika...
var eitthvað á þessa leið, síðastliðinn laugardag veikist Kristófer svo mikið og fær svo háan hita að við þurftum að fara með hann á neyðarmóttökuna til að láta skoða hann, eftir að hafa beðið þar í hátt í 5 tíma, kemur í ljós að hann er með streptakokka sýkingu og fylgdi því svona hár hiti, yfir 40 gráður. Hann fékk lyfseðil fyrir pensílini og verkjalyfjum sem átti að lækka hitann. Verkjalyfinn virkuðu svona rosalega vel að hann varð hitalaus ef hann tók þau. Mjög góð lyf hérna í USA.
Kristófer þurfti að vera heima alla vikuna, nema föstudaginn, en þá fór hann frá 8 til 10, en hann átti tíma hjá lækninum kl 10:45. Við erum samt búin að skipta um lækni þar sem að hinn læknirinn okkar talaði varla ensku og ekki var hægt að borga með korti þegar maður fór í heimsókn. Þessi læknastofa samt, sem við fórum á á fóstudaginn var allt annað líf. Mjög snyrtileg og flott stofa, og læknir sem talar virkilega ensku, Dr. Jeffrey Rednor er nýji læknirinn hans. Hinn læknirinn minnti mig allt of mikið á Abu í Simpsons, "Thank you, come again" með miklum indverskum hreim.
Ég fór tvisvar til NY í síðustu viku sem er óvenjulegt þar sem ég hef venjulega bara farið 2 í mánuði hingað til. Síðan er för minni heitið til Conneticut í næstu viku og gæti ég þurft að gista eina nótt þar. Ætla samt að reyna að sleppa við það. Það er a.m.k. mikið að gera í vinnunni hjá mér þessa dagana og gengur mjög vel á þeim endanum.
Við erum loksins að fara með John og Lizu og strákunum þeirra, þeim Andrew (besti vinur Kristófers úr skólanum) og Gregory, út að borða í kvöld. Við æltum að hittast heima hjá þeim kl 3 í dag, eða eftir 2 tíma núna þegar þetta er skrifað. Förinni er heitið... hm.... ég er ekki viss. Þau sögðu okkur bara að mæta til þeirra og síðan myndum við keyra í 45 mín til að fara á einhvern veitingarstað, fá okkur að borða og skoða okkur síðan um eitthvað. Þetta verður spennandi og hlakkar okkur mikið til.
Það leit nú samt út fyrir að við þyrftum að hætta við í annað skiptið þar sem að þegar Andrea var að ná í Kristófer í skólanum á föstudaginn, þá var Liza, mamma Andrews, að ná í hann líka, þar sem hann hafði ælt eitthvað mikið. Eða eins og hann orðaði það "I barfed".
Læt þetta duga í bili og hafið það sem allra best.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli