laugardagur, apríl 30, 2005

Nýjar myndir

Nýjar myndir komnar í Apríl almbúmið okkar. Endilega skoðið þær.

föstudagur, apríl 29, 2005

Hillú alle sammen...

Hér eru allir við hestaheilsu og allt gott að frétta. Það er búið að vera svoooo gott veður undanfarna daga að við höfum lítið haft tíma til að hanga yfir blogginu okkar. Ísland hefur mikið komið við sögu hérna hjá okkur í jú-ess-ei-inu...jú þetta virðist koma í bylgjum alltaf hreint. Oprah var með ansi góða kynningu á landi og þjóð í vikunni og mesti tíminn fór í Íslandskynninguna af öllum þjóðunum sem voru í þættinum. Hún reyndi m.a. að hringja í Halldór Ásgrímsson en hann var víst farinn heim kallinn. Svo tók hún skot af brennivíni en þvertók fyrir það að smakka á súrsuðum hrútspungum og úldnum hákarli...ég skil hana vel. Ég hefði nú heldur mætt með eitthvað sem fær ekki hálfan sal af áhorfendum til að kúgast...má ég þá nefna íslenskt skyr og vatn sem dæmi...eitthvað sem vekur áhuga ekki óhug. Svanhildur Valsdottir var hjá henni í sófanum og svaraði spurningum eins og t.d. finnst íslenskum konum amerískar konur feitar? Uhhh...ég held að hún þyrfti að leita ansi vel og lengi til að finna þjóð sem myndi svara því neitandi. Æjj ég ætla ekki að blaðra meira frá kannski að þessi þáttur verði sýndur heima...var samt að heyra það að einn gestanna hafi ekki samþykkt að þátturinn yrði sýndur utan Bandaríkjanna.
Við höfum líka verið obbosslega heppin og fundið íslenska ýsu með reglulegu millibili en síðast ákváðum við að kaupa fram í tímann og frystum nokkur flök...ekki slæmt að eiga íslenska ýsu í frystinum. Svo er búð sem við vorum að uppgötva hérna rétt hjá sem selur íslenskt vatn, það rennur víst út eins og heitar lummur hjá þeim.
Það var nú eitthvað fleira sem kom um Ísland hérna í fjölmiðlunum en ég barasta er búin að gleyma hvað það var...það liggur við að maður sé hætt að kippa sér upp við að heyra Ísland nefnt á nafn hérna.

Meira síðar.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Hann er 7 ára í dag!

Í dag er svo afmæli hjá annari rúsínurjómabollu...

Elsku Baltasar Leví okkar,
hjartanlegar hamingjuóskir með sjö ára afmælið! Vildum óska þess að við gætum verið á klakanum og fagnað með þér...en við höldum bara síðbúið partý hérna í sumar þegar þið komið ;)
Hlökkum rosalega mikið til að fá ykkur í heimsókn og þá verður þú sko knúsaður í bak og fyrir í tilefni dagsins elsku frændi.
Afmæliskveðja...milljón kossar og knús,
Kristófer Leó, Andrea og Elmar.

föstudagur, apríl 22, 2005

Hún á afmæli í dag!

Elsku rúsínurjómabollan okkar hún Fanney er tuttugu og tíu ára í dag!
Innilegar hamingjuóskir með daginn skvís, og mundu (og þá hef ég það eftir þér :) að þetta er kaloríu frír dagur...það allt leyfilegt! Ég hugsa að ég hafi minn dag svoleiðis líka, þér til samlætis ;)

Þúsund kossar og knús,
Andrea, Elmar og Kristófer.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Nýjar myndir, nýtt albúm

Endilega kíkið á myndirnar frá Niagara Falls

Seint skrifa sumir... en skrifa þó :)

Síðasta föstudagskvöld héldum við hjónin uppá afmælið mitt. Við fórum á svona líka æðislegan ítalskan veitingastað í Princeton, La Mezzaluna. Þar dönsuðu þjónarnir hreinlega í kringum okkur og maturinn var með þeim betri sem ég hef smakkað held ég bara. Eftir að hafa setið þar í rúmlega tvo tíma ákváðum við að skella okkur í bíó á mynd sem heitir Fever Pitch...mæli reyndar ekki með bíói eftir hálfa hvítvínsflösku :/

Við vorum svo heppin að verða okkur úti um pössun hjá framhaldsskólanum hérna í Lawrenceville, en þar var íþróttafélag skólans með kvöld sem þeir kalla "parents night out". Auðvitað nýttum við okkur það en það er orðið ansi sjaldgjæft sem við fáum tækifæri til þess að fara tvö út. En það fer nú að öllum líkindum að taka breytingum þar sem við erum nú loksins komin með númer hjá tveimur barnapíum sem vilja passa fyrir okkur...SCORE!

Á laugardaginn var svo vaknað fyrir allar aldir og lagt í hann til Kanada. Ferðin gekk vonum framar og tók "ekki nema" 7 tíma að rúnta þangað. Við vorum nú öll ansi þreytt eftir ferðina svo að við tókum þvi bara rólega... tókum labbitúr um bæinn, kíktum örstutt á Niagara fossana, fengum okkur að borða og fórum svo snemma að sofa.
Við vorum alveg fantalega heppin með hótel, ákváðum að vera á Radison og það var alveg ofaní fossunum svo að við vöknuðum daginn eftir við fossanið...alveg æðislegt!
Sunnudagurinn var svo tekinn snemma og auðvitað byrjað á því að kanna þessa stórfenglegu fossa. Við fórum lyftu niður að botni fossins og svo í ferð á bakvið þá. Kristófer fannst þetta alveg stórmerkilegt og er strax farinn að spyrja hvenær við förum aftur að skoða "Nígra"
fossana. Svo þegar við vorum búin að mynda fossana bókstaflega í bak og fyrir ákváðum við að rúnta yfir í nálægan bæ sem heitir St. Catharines sem er mjög fallegur staður, og þar "tjilluðum" fram á miðjan dag, enda þvílíka bongóblíðan.

Veðrið hjá okkur er búið að vera alveg meiriháttar s.l. viku...í gær fór hitinn í 28 stig!! Þetta þykir nú ekki eðlilegt m.v. árstíma en meðalhiti á þessum árstíma er í kringum 20 stigin. Ég held að ég geti nú með fullri vissu sagt það að það er komið sumar...loksins!

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Nýji nágranninn okkar :)

Kæru vinir og ættingjar, nær og fjær!

Kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar, e-kortin,e-mailin, símtölin og gjafirnar sem gjörsamlega ringdu yfir mig á afmælisdaginn. Það er yndislegt til þess að hugsa að ég á ykkur öll að.
Takk fyrir mig :)
Kossar og knús,
Andrea.

mánudagur, apríl 11, 2005

Þetta er helst í fréttum

Við áttum mjög skemmtilega helgi síðast. Fóurm á UNO sem er veitingastaður hérna í nágrenninu og er við hliðina á bíóinu okkar. Okkur til mikillar gleði sáum við Íslenskan fisk á matseðlinum, Ýsu af öllum fiskum. Ég og Kristófer, báðir miklir aðdáendur íslensku ýsunar, fengum okkur báðir sælgætið. Andrea fékk sér eitthvað annað sem ég man ekki lengur hvað er. En a.m.k. þá var ýsan svolítil vonbrigði, þarna var á ferðinni greinilega frosin ýsa, ekki fersk eins og maður er vanur, og Kristófer neitaði að trúa því að þetta væri Ýsa, en eftir að Andrea var búinn að stappa fiskinn með tómatsósu, kannaðast minn aftur við réttinn. Andrea býr alltaf til Ísland úr stöppunni og kenni honum landafræði um Ísland í hvert sinn sem hann borðar ýsuna og þetta var ekki ýsa fyrr en mamma var búin að gera það á UNO líka.

Ella, Baltasar og Maggi eru á leiðinni til okkar, koma 27. Maí og verða til 18. Júní. Verða s.s. yfir afmælin okkar beggja, mitt og Kristófer. Okkur hlakkar öllum til þegar þau koma. Við ætlum að bjóða Baltasar að fara með Kristóferi í Karate, fara í sund á hverjum degi, versla, heimsækja NY og Philadelphia og fl. og fl.

Andrea er búinn að missa ökuskýrteinið sitt, hennar rann út 09/04/05 og fórum við daginn áður að endurnýja. Við vorum búinn að redda pössun fyrir Kristófer, en mamma hans Andrew ætlaði að ná í hann eftir skólann og leyfa honum að fara í heimsókn á meðan við værum þarna, en svona heimsókn til DMV (staðurinn þar sem maður sinni ökuskýrteinisþörfum sínum). Þegar við komum þangað harðneituðu þeir að gefa Andreu nýtt skýrteini þar sem hana vantaði einhvern blaðasnefil í vegabréfið sitt, og þar við sat. Núna, eftir að hafa haft samband við Lögfræðinga BMI, og Íslenska sendiráðið, þá lítur út fyrir að við þurfum að fara til Kanada og til baka til að fá þennan bréfsnefil. Planið er að fara núna um helgina.

Meira seinna.

Nýjar myndir, nýtt albúm

Það eru komnar nýjar myndir í nýja albúmið okkar.

Elsku Andrea okkar á afmæli í dag. Við Kristófer viljum óska henni innilega til hamingju með daginn. Mér skilst að hún sé 23 ára í dag... mér sýnist hún nú frekar vera 20, alltaf jafn falleg og hress. Posted by Hello

mánudagur, apríl 04, 2005

Halló halló....
þið eruð nú alveg ótrúleg...að láta okkur gabba ykkur svona! Þorir svo enginn að viðurkenna að hafa fallið fyrir gabbinu okkar í kommentakerfinu eða gestarullunni? Við vitum nú um nokkuð marga sem gleyptu alveg við þessu...við nefnum engin nöfn en við vitum hver þið eruð ;) Og svo gleymdu sumir að taka með í reikninginn að hér er ekki sama klukka og á Íslandi, héldu því fram að við værum að gjamma við þau í símann á tilteknum tíma :)
En svona fyrst ég er að minnast á tímamismuninn, þá var "daylight savings" um helgina sem gerir það að verkum að nú er "bara" fjögurra klst. mismunur á okkur í stað fimm.

En svo að ég gefi ykkur nú smá útskýringu á þessum fjallatrukk sem situr í bílastæðinu okkar hérna fyrir utan, þá er þetta bílaleigubíll sem við fengum á meðan kagginn okkar er í "Extreme makeover". Já, Emmi var nú heldur betur lukkulegur að fá svona "kalla trukk" á sama verði og lummulegan fjölskyldubíl. Ég á nú ennþá eftir að fá að takí´ann en ég er nú ekkert voða spennt fyrir að keyra þetta flykki...tekur 1 og 1/2 bílastæði og er alveg ótrúleg bensín bytta. Við erum búin að vera á honum í viku núna...en kallinn á verkstæðinu er búin að lofa okkur bílnum á morgun...á morgun...á morgun í 4 daga núna.

Annars er bara allt ágætt að frétta...skruppum til NYC í gær að hitta Svenna(bróðir pabba) og Stellu, en þau eru búin að vera á flakki um Bandaríkin s.l. 2 vikur eða svo og enduðu ferðina í New York. Við vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega 22 í gærkvöldi...en við þurftum heldur betur að spretta úr spori til að sleppa inní "níu-núll-þrjú" lestina. Svo að sumir voru ansi þreyttir á því í morgun þegar átti að vakna snemma í skólann.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Elsku besti bróðir minn, Helgi Ársæll, var að fermast í dag!
Að því tilefni langar okkur að senda honum innilegar hamingjuóskir með daginn og bjóðum hann velkomin í fullorðinna manna tölu! Vonum að allt hafi gengið að óskum uppáhalds bróðir ;) Sjáumst svo vonandi í sumar.
Kossar og knús frá okkur öllum :o*

föstudagur, apríl 01, 2005


Elmar og vinningurinn. Posted by Hello
Fyrr má nú rota en dauðrota!
Við fengum nú heldur betur óvænta heimsókn í gær... um kl 20 í gærkvöldi var bankað uppá hjá okkur og þar stóð formaður Ford umboðssins í Princeton ásamt fjölda manns frá 101.5 útvarpsstöðinni hérna í NJ. Þá hafði Emmi fyrir lifandi löngu skráð sig í einhvern pott á heimasíðunni þeirra og hafði svo verið dreginn út í beinni útsendingu í gær...sem við reyndar misstum af...hefði verið gaman að heyra hvernig þeir báru nafnið hans fram :/ Svo að Elmar er nú stoltur eigandi af glænýjum Ford F-150 pallbíl. Eins og sjá má á myndunum er þetta svaðalegur monster truck...s.s. bíll sem ég þori ekki fyrir mitt litla líf að keyra! Við erum í svo miklu sjokki hérna...við sem höfum aldrei unnið neitt...ALDREI!! Fleiri myndir af skrímslinu er í nýrri möppu í albúminu okkar.