fimmtudagur, apríl 21, 2005

Seint skrifa sumir... en skrifa þó :)

Síðasta föstudagskvöld héldum við hjónin uppá afmælið mitt. Við fórum á svona líka æðislegan ítalskan veitingastað í Princeton, La Mezzaluna. Þar dönsuðu þjónarnir hreinlega í kringum okkur og maturinn var með þeim betri sem ég hef smakkað held ég bara. Eftir að hafa setið þar í rúmlega tvo tíma ákváðum við að skella okkur í bíó á mynd sem heitir Fever Pitch...mæli reyndar ekki með bíói eftir hálfa hvítvínsflösku :/

Við vorum svo heppin að verða okkur úti um pössun hjá framhaldsskólanum hérna í Lawrenceville, en þar var íþróttafélag skólans með kvöld sem þeir kalla "parents night out". Auðvitað nýttum við okkur það en það er orðið ansi sjaldgjæft sem við fáum tækifæri til þess að fara tvö út. En það fer nú að öllum líkindum að taka breytingum þar sem við erum nú loksins komin með númer hjá tveimur barnapíum sem vilja passa fyrir okkur...SCORE!

Á laugardaginn var svo vaknað fyrir allar aldir og lagt í hann til Kanada. Ferðin gekk vonum framar og tók "ekki nema" 7 tíma að rúnta þangað. Við vorum nú öll ansi þreytt eftir ferðina svo að við tókum þvi bara rólega... tókum labbitúr um bæinn, kíktum örstutt á Niagara fossana, fengum okkur að borða og fórum svo snemma að sofa.
Við vorum alveg fantalega heppin með hótel, ákváðum að vera á Radison og það var alveg ofaní fossunum svo að við vöknuðum daginn eftir við fossanið...alveg æðislegt!
Sunnudagurinn var svo tekinn snemma og auðvitað byrjað á því að kanna þessa stórfenglegu fossa. Við fórum lyftu niður að botni fossins og svo í ferð á bakvið þá. Kristófer fannst þetta alveg stórmerkilegt og er strax farinn að spyrja hvenær við förum aftur að skoða "Nígra"
fossana. Svo þegar við vorum búin að mynda fossana bókstaflega í bak og fyrir ákváðum við að rúnta yfir í nálægan bæ sem heitir St. Catharines sem er mjög fallegur staður, og þar "tjilluðum" fram á miðjan dag, enda þvílíka bongóblíðan.

Veðrið hjá okkur er búið að vera alveg meiriháttar s.l. viku...í gær fór hitinn í 28 stig!! Þetta þykir nú ekki eðlilegt m.v. árstíma en meðalhiti á þessum árstíma er í kringum 20 stigin. Ég held að ég geti nú með fullri vissu sagt það að það er komið sumar...loksins!

Engin ummæli: