Halló halló....
þið eruð nú alveg ótrúleg...að láta okkur gabba ykkur svona! Þorir svo enginn að viðurkenna að hafa fallið fyrir gabbinu okkar í kommentakerfinu eða gestarullunni? Við vitum nú um nokkuð marga sem gleyptu alveg við þessu...við nefnum engin nöfn en við vitum hver þið eruð ;) Og svo gleymdu sumir að taka með í reikninginn að hér er ekki sama klukka og á Íslandi, héldu því fram að við værum að gjamma við þau í símann á tilteknum tíma :)
En svona fyrst ég er að minnast á tímamismuninn, þá var "daylight savings" um helgina sem gerir það að verkum að nú er "bara" fjögurra klst. mismunur á okkur í stað fimm.
En svo að ég gefi ykkur nú smá útskýringu á þessum fjallatrukk sem situr í bílastæðinu okkar hérna fyrir utan, þá er þetta bílaleigubíll sem við fengum á meðan kagginn okkar er í "Extreme makeover". Já, Emmi var nú heldur betur lukkulegur að fá svona "kalla trukk" á sama verði og lummulegan fjölskyldubíl. Ég á nú ennþá eftir að fá að takí´ann en ég er nú ekkert voða spennt fyrir að keyra þetta flykki...tekur 1 og 1/2 bílastæði og er alveg ótrúleg bensín bytta. Við erum búin að vera á honum í viku núna...en kallinn á verkstæðinu er búin að lofa okkur bílnum á morgun...á morgun...á morgun í 4 daga núna.
Annars er bara allt ágætt að frétta...skruppum til NYC í gær að hitta Svenna(bróðir pabba) og Stellu, en þau eru búin að vera á flakki um Bandaríkin s.l. 2 vikur eða svo og enduðu ferðina í New York. Við vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega 22 í gærkvöldi...en við þurftum heldur betur að spretta úr spori til að sleppa inní "níu-núll-þrjú" lestina. Svo að sumir voru ansi þreyttir á því í morgun þegar átti að vakna snemma í skólann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli