Hér eru allir við hestaheilsu og allt gott að frétta. Það er búið að vera svoooo gott veður undanfarna daga að við höfum lítið haft tíma til að hanga yfir blogginu okkar. Ísland hefur mikið komið við sögu hérna hjá okkur í jú-ess-ei-inu...jú þetta virðist koma í bylgjum alltaf hreint. Oprah var með ansi góða kynningu á landi og þjóð í vikunni og mesti tíminn fór í Íslandskynninguna af öllum þjóðunum sem voru í þættinum. Hún reyndi m.a. að hringja í Halldór Ásgrímsson en hann var víst farinn heim kallinn. Svo tók hún skot af brennivíni en þvertók fyrir það að smakka á súrsuðum hrútspungum og úldnum hákarli...ég skil hana vel. Ég hefði nú heldur mætt með eitthvað sem fær ekki hálfan sal af áhorfendum til að kúgast...má ég þá nefna íslenskt skyr og vatn sem dæmi...eitthvað sem vekur áhuga ekki óhug. Svanhildur Valsdottir var hjá henni í sófanum og svaraði spurningum eins og t.d. finnst íslenskum konum amerískar konur feitar? Uhhh...ég held að hún þyrfti að leita ansi vel og lengi til að finna þjóð sem myndi svara því neitandi. Æjj ég ætla ekki að blaðra meira frá kannski að þessi þáttur verði sýndur heima...var samt að heyra það að einn gestanna hafi ekki samþykkt að þátturinn yrði sýndur utan Bandaríkjanna.
Við höfum líka verið obbosslega heppin og fundið íslenska ýsu með reglulegu millibili en síðast ákváðum við að kaupa fram í tímann og frystum nokkur flök...ekki slæmt að eiga íslenska ýsu í frystinum. Svo er búð sem við vorum að uppgötva hérna rétt hjá sem selur íslenskt vatn, það rennur víst út eins og heitar lummur hjá þeim.
Það var nú eitthvað fleira sem kom um Ísland hérna í fjölmiðlunum en ég barasta er búin að gleyma hvað það var...það liggur við að maður sé hætt að kippa sér upp við að heyra Ísland nefnt á nafn hérna.
Meira síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli