mánudagur, apríl 11, 2005

Þetta er helst í fréttum

Við áttum mjög skemmtilega helgi síðast. Fóurm á UNO sem er veitingastaður hérna í nágrenninu og er við hliðina á bíóinu okkar. Okkur til mikillar gleði sáum við Íslenskan fisk á matseðlinum, Ýsu af öllum fiskum. Ég og Kristófer, báðir miklir aðdáendur íslensku ýsunar, fengum okkur báðir sælgætið. Andrea fékk sér eitthvað annað sem ég man ekki lengur hvað er. En a.m.k. þá var ýsan svolítil vonbrigði, þarna var á ferðinni greinilega frosin ýsa, ekki fersk eins og maður er vanur, og Kristófer neitaði að trúa því að þetta væri Ýsa, en eftir að Andrea var búinn að stappa fiskinn með tómatsósu, kannaðast minn aftur við réttinn. Andrea býr alltaf til Ísland úr stöppunni og kenni honum landafræði um Ísland í hvert sinn sem hann borðar ýsuna og þetta var ekki ýsa fyrr en mamma var búin að gera það á UNO líka.

Ella, Baltasar og Maggi eru á leiðinni til okkar, koma 27. Maí og verða til 18. Júní. Verða s.s. yfir afmælin okkar beggja, mitt og Kristófer. Okkur hlakkar öllum til þegar þau koma. Við ætlum að bjóða Baltasar að fara með Kristóferi í Karate, fara í sund á hverjum degi, versla, heimsækja NY og Philadelphia og fl. og fl.

Andrea er búinn að missa ökuskýrteinið sitt, hennar rann út 09/04/05 og fórum við daginn áður að endurnýja. Við vorum búinn að redda pössun fyrir Kristófer, en mamma hans Andrew ætlaði að ná í hann eftir skólann og leyfa honum að fara í heimsókn á meðan við værum þarna, en svona heimsókn til DMV (staðurinn þar sem maður sinni ökuskýrteinisþörfum sínum). Þegar við komum þangað harðneituðu þeir að gefa Andreu nýtt skýrteini þar sem hana vantaði einhvern blaðasnefil í vegabréfið sitt, og þar við sat. Núna, eftir að hafa haft samband við Lögfræðinga BMI, og Íslenska sendiráðið, þá lítur út fyrir að við þurfum að fara til Kanada og til baka til að fá þennan bréfsnefil. Planið er að fara núna um helgina.

Meira seinna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Okkur hlakkar ekkert lítið til að koma. P.s ekki bara afmælin ykkar því Maggi á afmæli á milli ykkar Krissa. Þ.e.a.s. 16 jún... Svaka party!!! :)