þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Dottinn í það...

Þar kom að því... ég er dottinn í það.

Ég féll !!!

Ég er farinn að vinna alltof mikla yfirvinnu !!! Þetta er farið að minna mig alltof mikið á Ísland. Ég vil ekki vera að þessu, þetta er hræðilega leiðinlegt. Ég ætla að bara að gefa þessu mánuð í viðbót, annars gefur sig eitthvað... ég eða vinnan.

En við erum ekki byrjuð að reykja aftur :) Það gengur a.mk. vel.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Hrein snilld

Vá,þetta er mjög fyndið...



Fyrir þá sem vita ekki, þá er Sarah Silverman búinn að vera með Jimmy Kimmel í 5 ár.

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Liverpool selur Sisoko

Liverpool í dag seldi Momo Sissoko. Ég er mjög ánægður með það. Hann var mjög duglegur að hlaupa og tækla og ná boltanum af andstæðingunum, og að stoppa sóknirnar hjá þeim... en síðan snéri hann sér við og sendi boltann á næst mann, og það var bara tilviljun ef það var Liverpool maður. Juventus, gangi ykkur vel að ala hann upp.
Ég veit að hann meiddist á auganu fyrir 2 árum, hann er kannski orðinn litblindur síðan þá og getur ómögulega sagt til um hver er í hvaða liði, ég veit ekki. En ég man frekar eftir því hvað hann var hræðilega lélegur með sendingarnar sínar (svo ég tali nú ekki um skotin "að" marki) og er ég bara feginn að fá eitthvað fyrir hann.

Annars gengur bara vel með að hætta að reykja er maður bara að berjast við ávanann frekar en nikótín fíknina núna. Það er ennþá í manni að vilja toppa augnablikið með því að fá sér eina sígó (þeir sem hafa reykt vita hvað ég er að tala um). En ég á ennþá eftir að fá mér í glas, ég vona bara að ég eigi eftir að geta það án þess að fá mér smók... það yrði hræðilegt að þurfa að hætta að drekka líka !!!

laugardagur, janúar 26, 2008

VIKA !!!

Búinn að ná vikunni!!! Hætti á laugardegi síðustu viku og þetta er búið að vera rosalegur rússibani. Ég var ekki viss um að ég myndi ná að halda þetta út í viku, en núna í dag líður mér rosalega vel. Selma sendi mér kveðju í gær og óskaði mér til hamingju með þetta, og það er alltaf gott að heyra svona baráttukveðjur :) Takk fyrir það Selma.

Fyrir þá sem eru að spá í því, þá er Andrea hætt líka. Hún hætti á sama tíma og ég og er ekki að nota neitt. Hún reyndi að nota nikótín tyggjó, en henni fannst það svo vont að hún er ekki að nota neitt. Hún stendur sig glæsilega stelpan :)

Sjáum til svo þegar ég fæ mér í glas... hvort maður nái að standast rettuna þá.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Dagur 6

Aðeins auðveldara núna, líður aðeins betur.

Fór í ræktina til að hlaupa og ná smá pirringi og róa taugarnar, það hjálpaði mikið. Ég sá fyrir mér alla tjöruna sem ég var búinn að safna mér í lungunum, byrja að fara út úr líkamanum, í gegnum svitann og þá leið mér betur.

Ég veit ekki hvort að tjarann muni hverfa að lokum eða ekki, ég verð nú bara að viðurkenna það. En að halda það á meðan ég er að æfa, hjálpar bara. Þannig að ef það er ekki rétt hjá mér, þá er mér alveg sama :)

Hef ekki langað eins mikið í sígó í dag og aðra daga, en þessi dagur er ekki búinn... eins og EM 2008 hjá íslenska landsliðinu. Það voru nú meiri vonbrigðin. Það er orðið meira pirrandi að horfa á landsliðið í handbolta en fótbolta, af því að maður býst við meiru frá þeim. Jæja... þá verð ég að fara að einbeita mér að Liverpool aftur. Mest spennandi að vita hver kemur til með að eiga þá þessa dagana heldur en niðurstöður í leikjum, þeir eru eins og "strákarnir okkar", gera fáránleg jafntefli eða tapa þegar þeir eiga ekki að þurfa þess, bara af því að þeir geta ekki einbeitt sér... algjört bull.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Dagur 5

DJÖ... HVAÐ MIG LANGAR Í SÍGÓ !!!!

Ég er að deyja núna, drekk vatn eins og ég sé nýkominn úr tveggja daga ferð yfir eyðimörk, með ekkert að drekka (hef nefnilega heyrt að það hjálpi), þess á milli drekk ég aðra safa eða gos.

Líður alveg hræðilega, er pirraður og mjög taugaveiklaður. Get bara ekki setið úti og notið sígó, af því að ég þarf að horfa í spegil seinna í dag, og mig langar að geta gert það án þess að vera fúll út í spegilmyndina.

Ég dreg andann djúpt og hugsa með mér að þetta hljóti að fara að skána... fyrst vikan á að vera erfiðust, er það ekki? Guð, ég vona það a.m.k.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Hættur að reykja...

Ég er búinn að vera að spá í því hvort ég ætti að tilkynna þetta eður ey. Ég opna mig fyrir skotum og háði ef mér tekst ekki að hætta. Og líka ef ég næ að vera hættur í einhvern tíma og byrja síðan aftur, þá opna ég mig fyrir "Ohh.. þú sem varst hættur" eða hinu skemmtilegasta, "Ert þú fallinn?".

En ég er kominn núna á dag 4 og það gengur bara vel. Gærdagurinn var samt hræðilega og hélt ég á tímabili að ég myndi ekki komst í gegnum daginn án þess að reykja. En það tókst.
Ég er á nýju lyfi sem Chantix sem ég byrjaði að taka 1 viku áður en ég hætti. Þetta lyf á að loka á mótakana í líkamanum fyrir nikótín. Sem þýðir að í heila viku fæ ég í raun ekkert nikótín, en er samt að reykja. Mér finnst þetta virka bara ágætlega, ég er núna á fjórða degi og þetta er strax orðið minna mál en í gær. En ég veit að þetta er mikill ávani sem maður verður að brjóta. Eins og t.d. þegar maður er að horfa á Handboltaleik eða fótboltaleik, þá er alltaf eitthvað sem maður verður að gera í hálfleik til að drepa tímann, og þá var venjan að fara út á svalir og reykja eina meðan maður beið. Sama eftir góðan mat, þá var hann aldrei búinn fyrr en maður var búinn að reykja eina á svölunum.
Sömuleiðis við að fá sér bjór og eina sígó með... það er eitthvað sem ég á eftir að gera, kannski um næstu helgi bara til að sanna að ég get fengið mér áfengi án þess að reykja. Sjáum bara til samt, þarf ekkert að flýta með að prófa þetta.

En a.m.k.... Dagur 4 - so far, so good.