Aðeins auðveldara núna, líður aðeins betur.
Fór í ræktina til að hlaupa og ná smá pirringi og róa taugarnar, það hjálpaði mikið. Ég sá fyrir mér alla tjöruna sem ég var búinn að safna mér í lungunum, byrja að fara út úr líkamanum, í gegnum svitann og þá leið mér betur.
Ég veit ekki hvort að tjarann muni hverfa að lokum eða ekki, ég verð nú bara að viðurkenna það. En að halda það á meðan ég er að æfa, hjálpar bara. Þannig að ef það er ekki rétt hjá mér, þá er mér alveg sama :)
Hef ekki langað eins mikið í sígó í dag og aðra daga, en þessi dagur er ekki búinn... eins og EM 2008 hjá íslenska landsliðinu. Það voru nú meiri vonbrigðin. Það er orðið meira pirrandi að horfa á landsliðið í handbolta en fótbolta, af því að maður býst við meiru frá þeim. Jæja... þá verð ég að fara að einbeita mér að Liverpool aftur. Mest spennandi að vita hver kemur til með að eiga þá þessa dagana heldur en niðurstöður í leikjum, þeir eru eins og "strákarnir okkar", gera fáránleg jafntefli eða tapa þegar þeir eiga ekki að þurfa þess, bara af því að þeir geta ekki einbeitt sér... algjört bull.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli