þriðjudagur, janúar 29, 2008

Liverpool selur Sisoko

Liverpool í dag seldi Momo Sissoko. Ég er mjög ánægður með það. Hann var mjög duglegur að hlaupa og tækla og ná boltanum af andstæðingunum, og að stoppa sóknirnar hjá þeim... en síðan snéri hann sér við og sendi boltann á næst mann, og það var bara tilviljun ef það var Liverpool maður. Juventus, gangi ykkur vel að ala hann upp.
Ég veit að hann meiddist á auganu fyrir 2 árum, hann er kannski orðinn litblindur síðan þá og getur ómögulega sagt til um hver er í hvaða liði, ég veit ekki. En ég man frekar eftir því hvað hann var hræðilega lélegur með sendingarnar sínar (svo ég tali nú ekki um skotin "að" marki) og er ég bara feginn að fá eitthvað fyrir hann.

Annars gengur bara vel með að hætta að reykja er maður bara að berjast við ávanann frekar en nikótín fíknina núna. Það er ennþá í manni að vilja toppa augnablikið með því að fá sér eina sígó (þeir sem hafa reykt vita hvað ég er að tala um). En ég á ennþá eftir að fá mér í glas, ég vona bara að ég eigi eftir að geta það án þess að fá mér smók... það yrði hræðilegt að þurfa að hætta að drekka líka !!!

Engin ummæli: