Ég er búinn að vera að spá í því hvort ég ætti að tilkynna þetta eður ey. Ég opna mig fyrir skotum og háði ef mér tekst ekki að hætta. Og líka ef ég næ að vera hættur í einhvern tíma og byrja síðan aftur, þá opna ég mig fyrir "Ohh.. þú sem varst hættur" eða hinu skemmtilegasta, "Ert þú fallinn?".
En ég er kominn núna á dag 4 og það gengur bara vel. Gærdagurinn var samt hræðilega og hélt ég á tímabili að ég myndi ekki komst í gegnum daginn án þess að reykja. En það tókst.
Ég er á nýju lyfi sem Chantix sem ég byrjaði að taka 1 viku áður en ég hætti. Þetta lyf á að loka á mótakana í líkamanum fyrir nikótín. Sem þýðir að í heila viku fæ ég í raun ekkert nikótín, en er samt að reykja. Mér finnst þetta virka bara ágætlega, ég er núna á fjórða degi og þetta er strax orðið minna mál en í gær. En ég veit að þetta er mikill ávani sem maður verður að brjóta. Eins og t.d. þegar maður er að horfa á Handboltaleik eða fótboltaleik, þá er alltaf eitthvað sem maður verður að gera í hálfleik til að drepa tímann, og þá var venjan að fara út á svalir og reykja eina meðan maður beið. Sama eftir góðan mat, þá var hann aldrei búinn fyrr en maður var búinn að reykja eina á svölunum.
Sömuleiðis við að fá sér bjór og eina sígó með... það er eitthvað sem ég á eftir að gera, kannski um næstu helgi bara til að sanna að ég get fengið mér áfengi án þess að reykja. Sjáum bara til samt, þarf ekkert að flýta með að prófa þetta.
En a.m.k.... Dagur 4 - so far, so good.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli