miðvikudagur, janúar 23, 2008

Dagur 5

DJÖ... HVAÐ MIG LANGAR Í SÍGÓ !!!!

Ég er að deyja núna, drekk vatn eins og ég sé nýkominn úr tveggja daga ferð yfir eyðimörk, með ekkert að drekka (hef nefnilega heyrt að það hjálpi), þess á milli drekk ég aðra safa eða gos.

Líður alveg hræðilega, er pirraður og mjög taugaveiklaður. Get bara ekki setið úti og notið sígó, af því að ég þarf að horfa í spegil seinna í dag, og mig langar að geta gert það án þess að vera fúll út í spegilmyndina.

Ég dreg andann djúpt og hugsa með mér að þetta hljóti að fara að skána... fyrst vikan á að vera erfiðust, er það ekki? Guð, ég vona það a.m.k.

Engin ummæli: