sunnudagur, apríl 11, 2004

Andrea á afmæli í dag og er 21.6 ára gömul. En við hættum að telja árin á hefbundin hátt þegar við eignuðumst Kristófer, við teljum frá þeim aldri sem við áttum hann + þau ár sem hann hefur verið hjá okkur. Andrea er s.s. 21.6 ára í dag og ég er þá 23.6 en verð 24.6 fljótlega :)

Kristófer er búinn að missa sínu fyrstu tönn !!! Hann missti hana í miðri máltíð á Panera sem er bakarí/kaffihús og er með besta brauðið sem við höfum smakkað hérna í USA. Hann var nú ekki hrifinn af þessu, og fannst hann vera alveg rosalega ljótur með svona lítið af tönnum, en hann hresstist við þegar hann fattaði nýja bandaríska hefð, The Tooth Fairy. Tannálfurinn kemur á nóttunni og lætur pening undir kodda hjá börnum sem skilja tennurnar eftir þar. Þannig að hann er orðinn sáttur aftur. Og ekki vantaði að hann væri duglegur að sökkva hinum tennunum sem eftir eru í gómsætu páskaeggin sem hann fékk send frá Íslandi.

Við fengum heimsókn á fimmtudaginn, Yngvi og konan hans, Linda, komu í heimsókn og urðu fyrst íslendinga til að heimsækja okkur í New Jersey, eða eins og Andrea kallar þetta skemmtilega fylki, "Ný íþróttapeysa". Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn og við söknum þess að hafa vini og vandamenn nálægt okkur, sérstaklega þegar stórhátíðir eru í gangi. Þau eru víst eitthvað að hugsa sér til hreyfings hingað út til USA en við vitum ekki nákvæmlega hvenær eða hvert innan USA.

Bandaríkinn er paradís atvinnurekanda eftir því sem ég fæ séð. En það er nákvæmlega ekkert páskafrí sem maður fær hérna yfir þessa hátið, Og maður fær bara 2 vikur í sumarfrí á ári. Ég hélt að yfirmaðurinn minn myndi fá hjartaáfall þegar ég sagði honum að sem íslendingur væri ég vanur að fá 4, já 4 !! vikur í frí. Hann var mjög hissa og spurðu hvernig nokkuð kæmist í verk í þessu "Leti-landi" :) Síðan skipti hann um skoðun og sagðist alveg vilja þiggja 4 vikna sumarfrí sjálfur. Já, það er margt gott á íslandi sem maður metur meira þegar maður er kominn hingað.

Við erum í miðjum klíðum við að kenna Kristófer að hjóla án hjálpardekkja, en það gengur svona upp og ofan, hann er mjög duglegur þegar maður heldur í hjólið og hleypur með honum, en um leið og maður sleppur honum er eins og hjólið breytist í hlaup (Jello) og hann hrynur til jarðar með stæl, en þetta hrun hjá honum er mjög flott. Alltaf jafn stoltir foreldrar :) En við gefumst ekki upp og ætlum að fara með hann í "parkinn" á hverjum degi til að "pína" hann til að æfa sig.

Veðrið hérna er farið að minna okkur skelfilega mikið á Ísland, það er mjög gott, reyndar alveg æðislegt, 2 daga í röð og maður er farinn að taka fram Florida dressin sín, Stuttbuxur og Hawaiskyrtu og er í startholunum til að fara að njóta sumarsins hérna í botn. Þegar, næsta dag, er slengt framan í mann hryllilegum kulda og ískaldri og óvenjulega blautri rigningu, þá eru vetrarfötin dregin upp aftur (en maður er fljótur að pakka þeim niður), með sorg í hjarta og gæsahúð.

Kveðja frá "Nýju íþróttapeysunni" í bili. Elmar, Andrea (Afmælisbarn) og Kristófer Leó.

Engin ummæli: