"Vorið er komið og grundirnar gróa..." Já gott fólk, eftir 4 daga af stanslausu, og ég meina stanslausu, lóðréttu skýfalli, er vorið komið. Skærblár himinn, heit gola, sólskin og hitinn hækkar á hverjum degi, um 5 gráður á hverjum degi, (Farenheit) og kemst uppí 75 á sunnudaginn. Kristófer er byrjaður aftur í skólanum eftir gott hlé og var hann bara feginn að fá að komast aftur í gang. Hann er orðin rosalega skrautlegur þessa dagan, búinn að missa 2 tennur, fremtennur í neðri góm. Mjög fyndið að sjá hann tala núna og heyra að hann er ess-mæltari þessa dagana.
Annað í fréttum er að við horðum á "Hafið" í kvöld. En hún var sýnd að stöð hérna í USA með íslensku tali og enskum texta. Mjög gaman að horfa á hana og maður fylltist alveg af föðurlandsást við þetta. Myndin sjálf var alveg ágæt :)
Planið er að heimsækja Högna og Fanney um næstu helgi, Fanney og Andrea eiga báðar afmæli í mánuðinum og ætla að halda uppá það með maraþoni í uppáhaldsíþrótt sinni, Mall-ráp. Við karlarnir sjáum til þess að börnunum drepleiðist ekki á meðan með því að fara í Busch Gardens á meðan, og síðan er stefnan tekinn á golfvöllinn. Okkur hlakkar rosalega til að hitta þau aftur.
Í dag fórum við svo í "Parkinn" og vorum þar í smá lautarferð. Dagurinn var alveg hreint frábær, við sátum í garðinum á teppi og borðuðum nestið okkar, blésum sápukúlur, lékum okkur með fjarstýrðan bíl og í fótbolta. Þetta var á efa einhver besti sunnudagur sem við höfum upplifað síðan við komum hingað til NJ. Síðan við byrjuðum að fara í þennan garð hefur aldrei verið jafn mikið af fólki í honum, hann var alveg drekkhlaðinn af allskonar fólki, ungu sem öldnu. Mjög skemmtilegt að upplifa svona nokkuð og verður gaman að fara með gestina sína þangar þegar þau koma öll.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli