þriðjudagur, apríl 06, 2004

Laugardagurinn fór í það að skoða svefnsófa, það þýðir víst ekki að bjóða gestum og gangandi gólfið hérna hjá okkur. Við keyrðum bara útí bláinn og stoppuðum við í húsgagnaverslunum sem urðu á vegi okkar. Og auðvitað endaði með því að við vorum komin eitthvað lengst í burtu frá Lawrenceville og það tók okkur rúma tvo tíma að keyra heim. Þetta er ekki það skemmtilegasta sem Kristófer getur hugsað sér, að elta foreldrana í búðir og sitja í bíl í heilann dag. Svo að á sunnudaginn ákváðum við að bæta honum upp hundleiðinlegan laugardaginn með því að hafa “Kristófers Dag”. Hann fékk að velja hvert/hvað hann vildi gera. Auðvitað var Chuck´e Cheese fyrir valinu, svo þangað var haldið strax fyrir hádegi. Það fékk drengurinn sína útrás með sína gullpeninga, í 2 klukkutíma. Næst á listanum var svo bókasafnið, þar sem vikulega skammtinum var skilað og nýr skammtur fenginn. Nú var hungrið farið að segja til sín, svo við komum við á Panera og fengum okkur síðbúinn hádegismat. Eitthvað sýndist okkur nú veðrið vera að lagast svo við gerðum heiðarlega tilraun til að fara í “parkinn” og leika okkur en entumst nú ekki lengi þar þar sem rokið var svo mikið að okkur var orðið #$%&kalt. Við vorum ekki alveg á þeim buxunum að fara heim svo við ákváðum að athuga hvort eitthvað skemmtilegt væri í bíó. Home On The Range varð fyrir valinu, splunkuný teiknimynd sem var verið frumsýna, og ekki var séð eftir því þar sem þetta var stórskemmtileg mynd, jafnt fyrir unga sem aldna.

Það er gaman að geta þess að í veðurfréttatímanum í gærvöldi var okkur tilkynnt að nýtt kuldamet hafi verið slegið núna í apríl, sem væri nú ekki í frásögum færandi nema fyrir það að gamla metið var síðan 1881 !!!

Engin ummæli: