mánudagur, ágúst 30, 2004

Hej alle sammen...
það er allt bara ljómandi héðan...hvað annað ;) Reyndar erum við þvílíkt í pælingum hvað við eigum að gera eða hvert við eigum að fara þegar leigusamningurinn hérna rennur út. Við erum ekki alls kosta sátt hérna í þessu hverfi og erum alveg komin á það að flytja. Verst hvað Lawrenceville er agalega lítið svæði því að það er eiginlega sama hversu stutt við flytjum, hann Kristófer þyrfti að skipta um skóla. Það er það versta við þetta allt saman...
Við erum með augastað á hverfi sem er stutt héðan, 2 mín eða svo, en nógu langt samt svo að Kristófer þarf að skipta um skóla. Við nýtum allar helgar núna í að rúnta um og skoða, ætlum að vera ánægð með næsta áfangastað. Svo þarf maður líka að kanna skólana sem fylgja hverfunum, því að þeir geta verið jafn misjafnir og þeir eru margir. Við erum líka að skoða Pennsylvaniu, en við erum hvort sem er alveg við fylkismörkin núþegar...afhverju ekki bara mjaka sér rétt inn fyrir mörkin? Okkur er sagt að þar sé 15 % ódýrara að lifa en í þessu "okur" fylki. Já það er mikið að hugsa um áður en við dembum okkur í þetta eina ferðina enn. Þess vegna er ekki seinna vænna en að fara að líta í kringum sig, þó svo að leigusamningurinn renni ekki út fyrr en 22. nóvember.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Karate Prófið hans Kristófers

Kristófer fór í karate prófið á Miðvikudaginn og gékk alveg framúrskarandi vel. Hann fær síðan að vita hvaða belti hann fær, næsta miðvikudag, en þá verður útskrift hjá honum. Hann mun a.m.k. fá aðra rönd í hvíta beltið sitt, og ef kennarinn var mjög ánægður með hann, fær hann Gult belti. Við vonum öll að hann fái Gula beltið.
Eftir prófið var spilað smá "Sensei Says" en það er bara leikurinn "Símon segir" (Minnir a.m.k. að hann heitir það á íslandi) og hefur Kristófer ekki gengið vel í þeim leik síðan hann byrjaði, en ég hélt að ástæðan væri bara túngumálaöðruleikar. Þannig að ég æfði mig með honum hérna heima, bæði í Karate hreyfingum og í "Sensei Says". Skemmst er frá því að segja að hann stóð sig með mikilli prýði í leiknum, og var með þeim síðustu til að detta úr, en það var bara af því að hann var að þurka svitann á höndunum þegar kennaranum sýndist hann hafa kýlt eitthvað. Ég átti erfit með mig að standa ekki upp og öskra hástöfum, "SVINDL!!!", en ég sat á mér til að verða honum ekki til skammar.
Munið svo að skilja eftir pöntun fyrir þessari blaðaúrklippu, með mynd af Kristóferi, í gestabókinni. Hún kemur í blaðið hérna 7. Sept og munum við kaupa jafn mörg eintök og pantað er þar.

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Fréttir og fl...
Jæja, það er orðið langt síðan ég skrifaði hérna síðast, samt er ekki mikið að frétta af okkur. Kristófer var í myndatöku um daginn ásamt fullt af fólki fyrir Local blaðið hérna, Trenton Times, sem var að skrifa grein um karate þjálfarann hans, Sensei Ed. Hann var fremstur í hópnum og verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Greinin mun víst koma í blaðinu 7. Sept og ætlum við okkur að kaupa nokkur eintök, þeir sem hafa áhuga á að fá greinina senda til sín skulu bara leggja inn pöntun í gestabókina okkar :)

Síðan í dag, kl 18:00 fer Kristófer í próf í Karate. Ef hann stendur sig vel fær hann appelsínugult belti. Planið er að taka eins mikið og hægt er upp á cameruna og setja síðan inná síðuna okkar.

Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér uppá síðkastið og hef ég verið 2-3 daga vikurnar á fundum úti í bæ, oftast einhversstaðara sem tekur mig um 2 tíma að keyra. Málið er að það eru nokkuð margir búnir að hætta hjá okkur síðastliðnar vikur og hefur álagið því aukist á þeim sem eftir eru, og eru þeir ekki of margir þessa dagana. BMI er núna á fullu að leita að nýju Navision fólki, þannig að ef einhverjum langar að koma til New York að vinna hjá Navision fyrirtæki, látið mig vita.

Við erum að spá í að flytja þegar samningur okkar hérna rennur út, en það er 22. Nóv. og erum við að skoða í kringum okkur. Annaðhvort að finna eitthvað svipað á lægra verði eða flytja til Pennislvaníu, sem er næsta fylki við hliðina á okkur, við erum alveg á landamærunum og skv. local fólkinu hérna og þar, þá er ódýrara að búa þar. Ódýrari tryggingar, leiga, matur og bara kostnaðurinn við að lifa er lægri þar.

Meira seinna.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Helgardagbókin
Helgin var bara nokkuð góð hjá okkur, Við fórum tvisvar á markað sem kallast, Columbus Farmers Market og fórum einnig til Lambertville í fyrst sinn, eða eins og við Andrea ætlum að kalla það héðan í frá... Key West okkar New Jersey búa. Markaðurinn var vel heppnaður og fórum við fyrst á laugardegi og síðan á sunnudegi aftur, þar sem við fengum ekki nóg á laugardegi. Fyrsta skiptið var flott, við keyptum alls konar "drasl", ég keypti 6 kiljur á $5 og headphones fyrir ræktina á $5. Andrea keypti sér 2 sólgleraugu og derhúfu, allt flott merki eins og Von Dutch, Ralph Lauren og fl. slík nöfn sem ég kann ekki að skrifa... (All Fake). Síðan fékk Kristófer DVD disk um LarryBoy... Grænmeti sem getur all, þó svo það hafi engar hendur, hreint kraftaverk. Rúna keypti sér fullt af dót sem ég kann engin skil á, enda var ég fljótur, eftir að hafa keypt mér mitt og Krissa dót, að draga drenginn okkar í spilasalinn. Við erum svo heppnir feðganir að hafa það sameiginlegt að við þolum ekki lengi að vera í verslunum. Nema Krissi hefur forskot, þegar við förum í Shop Rite eða Wegmans, fær hann að hanga í barnapössun og daðra við fóstrurnar þar, og spila tölvuleiki, mér finnst sárlega vanta "Eiginmanna-pössun" í nokkrar verslanir. En við undum okkur vel þarna, þar var spilasalir, já í fleirtölu, af því þeir voru 2. En báðir á stærð við strætóstoppistöð, sem gerði þá að vísu svolítið minna spennandi. Síðan fórum við í Lambertville og stoppuðum þar í svona klst. og þar er sko fallegt og ég og konan eigum eftir að draga drenginn þangar fljótlega aftur. Þetta var einfaldlega Key West aftur. skemmtilegur ferðamannabær þar sem heilmikið fólk var á ferli, mikið að skoða og versla og mikið af fólki að skoða. Síðan á Sunnudaginn var gerð önnur ferð á markaðinn sem var með svipuðu sniði og á laugardaginn, nema við Krissi eyddum nákvæmlega 10 mín. í að skoða með stelpunum og eftir það... beintí spila-salina, og þegar við urðum svangir, pylsur, hvað annað. Gaman að eiga strák sem er svo líkur mér að maður upplifir æskudraumana í gegnum hann... leikjasalir og pylsu-át með pabba. Talandi um hann... Hann pabbi minn var í fréttunum síðastliðinn föstudag að berjast fyrir mjög áríðandi málefni, málefni sem í raun er það eina sem er þess virði að berjast fyrir þessa dagana... Enski Boltinn. En hann er driffjöðurinn í söfnun sem Bolvíkingar eru að standa í til að safna 900Þ kr. til að skjár einn setji nú upp sendi þar og alvöru fótboltaáhugamenn geti nú lifað af laugardagana í Bolungarvík. Ég óska honum og allri Bolungarvík góðs gengis með söfnunina.
Annað af honum... Hann hefur farið í golf uppá hvern einasta dag síðan hann kom heim. Ég bjóst við að hafa keypt einhvern smá áhuga... en þetta er umfram allar vonir. Einnig hefur hann tekið inn í búðina sína mikið af golfdóti, s.s. Kerrur, skó, teljara... Og rúsínan í pylsuendanum. MAMMA er farin að læra þetta líka, og pabbi ætlar að kaupa sett fyri hana. Þið ykkar sem þekkði þau vitið að þau elska að fara í gönguferðir... núna geta þau farið í gönguferðir, OG slegið bolta á undan sér á jafnréttisgrundvelli. Er hægt að hafa það betra en á Bolungarvík, ég bara spyr?

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Bill Clinton, FBI og Mafíósar... allt á 2 dögum.
Þetta eru búnir að vera nokkuð viðburðaríkir dagar, þessir síðustu 2. Ég gær fékk ég hringingu frá konu sem var mikið niður fyrir, hún tilkynnti mér það að hún væri að vinna hjá einhverri opinberri stofnun sem leitaði að bankareikningum á netinu og ef hún finndi einhverja þá væri henni skylt að hringja í aðilann og staðfesta uppýsingarnar og síðan fjarlæga reikningsupplýsingarnar mínar. Ég hljóp til og náði í tékkheftið og ætlaði að fara lesa upp reikningsnúmerin þar, en þá datt mér í hug að spyrja hvernig ég gæti verið viss um að ég væri ekki að gefa einhverjum bófum upp númerið mitt? Um leið og ég spurði að því, skellti hún á. Ég fylltis grunsemdum og fór á www.fbi.com og sendi þeim ábendingu um þetta, og spurði hvort svona stofnun væri nokkuð til. Síðan núna rétt áðan fékk ég símtal... "Yes, Mr. Vidisson, This is the FBI". Ég svaraði um hæl "Oohkey" og bað um nafnið á manninum, Sean McDearmont. Hann tilkynnti mér það ég hefði brugðist rétt við og þetta væri ný tegund af bragði hjá þessum mafíósum eins og hann kallaði það. Hann sagði mér að ég ætti aldrei að þurfa að gefa upp númerið á reikningnum mínum yfir símann, eða með e-maili. Eins og maður vissi það nú ekki fyrir. Þannig að þarna lenti ég næstum í klóm Tony Soprano og Co.

Síðan í gær, vorum við að fara að versla fyrir heimilið, stór-innkaupardagur, en það þýðir heimsókn til Sam´s Club. Þegar þangað kom, sáum við svolítið óvenjulegt. Biðröð dauðans.. alveg frá inngangi á verslunni og fram að næstu gatnamótum. Við vissum ekkert hvað var í gangi, en þegar við keyrðum framhjá versluninni sjálfri sáum við aulýsingu : "Bill Clinton fyrrverandi forseti áritar bókina sína, "My Life" hérna í dag frá 14:00". Við nátturulega drifum okkur beint inn... en maður mátti fara beint inn ef við vildum ekki áritun. Þegar við komum inn sáum við að aðdáendur hans þurftu að fara í gegnum check þar sem var leitað í öllu og á öllum. Síðan tók við lengri biðröð inni í búðinni sem leiddi að því þar sem forsetinn sat og skrifaði áritanir. Þarna var líka að finna fullt af Secret Service körlum sem voru allir klæddir í svört jakkaföt og með heyrnatæki í eyrunum, og töluðu í ermina sína. Síðan fórum við að versla og þóttumst vera ekkert spennt yfir því að vera í sömu verslun og Bill Clinton, en þegar við ætluðum að versla gosið okkar, var okkur meinaðar aðgangur þar inn, þar sem hann sat fyrir innan af þeim gangi, Þar sem var búið að reisa stórt tjald, en við sáum í hnakkan á honum og heyrðum hann tala við fólkið. Þetta var eins sú óraunverulegasta reynlsa sem við höfum lent í.

Meira síðar, Elmar fórnarlamb Tony´s

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Slæmar fréttir, góðar fréttir, bestu fréttirnar
Jæja, ekki tókst mér að komast á leikinn með Liverpool, hérna í NewJersey í gær, vinnan (Helv. Vinnan) tók forgang. Það var einfaldlega of mikið að gera hjá mér til að komast. Þetta voru slæmu fréttirnar. (Hey, mér finnst þær slæmar). En til að hressa mig við, ákvað Comcast að bæta við bestu sjónvarpsstöðinni sem finnst hérna í USA. Fox Sport World, en sú stöð sérhæfir sig í að bæta upp Sýnar-, nei sorry, skjás-1 leysið hérna, þ.e.a.s. hún sýnir enska boltann. Þetta voru s.s. góðu fréttirnar. Og síðan þetta gótt fólk. Fanney og Högni eru búin að bæta við nýjum meðlim í fjölskylduna sína. Hún Kristín Bergrós kom í heiminn kl 12:20 í dag, 13Merkur og víst alveg eins og Hildur litla. Innilegar hamingju-óskir til þeirra !! Þetta eru Bestu Fréttirnar.

ég er orðinn duglegari að bæta við vídeómyndum á síðuna okkar, bæði skemmtilegum og leiðinlegum. Leiðbeiningar um hvernig er best að horfa á þær er að finna á Vídeómyndir hlutanum á síðunni okkar.

Hafið það gott í bili, Elmar Poolari.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Tónleikar í Central Park
Þetta byrjaði nú ekki alltof vel. Við misstum af lest, eiginlega um leið og við komum á lestarstöðina og vorum að kaupa miðana til New York, þá kom lest... og fór. Þannig að við vorum orðin of sein til að hitta íslensku pörin á tilætluðum tíma, 14:30, en við komumst til Penn Station um 15:00, um leið og tónleikarnir áttu að byrja. Við hoppuðum í leigubíl og brunuðum í Central Park, komum þangað um 20 mín yfir og þetta leit vel út. Heyrðum í Vínil spila og þeir hljómuðu bara vel. Ég var pakkaður, það er að segja, ég var með Vídeóvélina og myndavélina. En þegar ég ætlaði inn á svæðið þá var okkur meinaður aðgangur, af því að engar vídeóvélar máttu koma inn, og heldur engar Flash myndavélar. Nú voru góð ráð dýr. Við stóðum fyrir framan innganginn og vissu ekki hvað við ættum að gera. Þannig að við hringdum í Ernu og hún senda Orra til okkar. Við ákváðum að fara með leigubíl, að bílnum þeirra og kasta myndavélinni inn þar. Andrea, Rúna og Kristófer fóru inná svæðið og hlustuðu á hljómleikana. Við Orri komum síðan aftur eftir svona 45 mín. og náðum nokkrum lögum með Maus, sem var kölluð "Mouse" á ensku. Síðan kom að Jagúar og voru þeir áberandi bestir, þeir fengu allt fólkið með sér í stuð og þeir voru alveg frábærir. Held að kanin sé alveg að fíla Jagúar. Þetta var mjög skrítið samt að vera þarna, í Central Park í New York, og söngvarinn kallaði að íslenskum sið, "Eru ekki allir í stuði!!!" Síðan var þarna happdrætti þar sem möguleiki var á að vinna ferð fyrir 2 til íslands, við náðum okkur í eins marga miða og hægt var og fylltum út, en viti menn... þetta happdrætti var bara fyrir ríkisborgara bandaríkjana, en við ákváðum að taka bara samt þátt og láta þá bara rífast ef við skyldum vinna. Það kom ekki til þess, þar sem við unnum ekki... skrítið.
Á leiðinni heim gengum við með öllu liðinu, Ernu, Orra, Hildi og Einari í átt að bílnum þeirra Ernu og Orra. Þá rákumst við á svona hóp af svertingjum sem voru að dansa og hoppa eins og ég veit ekki hvað. Handahlaup, flip-flopp og hvað þetta allt heitir, það varð bara hápúnkturinn hjá Kristóferi, hann tróð sér fremst hjá fólkinu sem var að horfa og það heyrðist í honum annað slagið, "", "Vááááá".
Síðan kom að lestarferðinni heim, við komum á stöðina um 19:30 og lestinn fór ekki fyrr en um 20:01 þannig að við tók hálftíma bið. Það var nú samt fljótt að líða og þegar við komum í lestina fundumvið strax sæti þar sem við gátum verið öll saman, en lestinn fylltis langt umfram getu á 10 mín. og hef ég aldrei verið í lest sem var svona full. Ekki einu sinni á Rush Hour í New York. Fólk stóð allstaðar á göngunum og var lestinn bara troðinn. Við komum síðan heim um 21:00 og fórum beint á SubWay að fá okkur að borða, síðan fóru bara allir að sofa.
Niðurstaða dagsins er sú... Brilliant að vera þarna og hlusta á íslenskar hljómsveitir í Central Park, en fúllt að hafa engar myndir til minningar um daginn. Þannig að þið verðið bara að ímynda ykkur hvernig þetta var.

Hafði það gott, Elmar og Co.