Judgement day...
málið okkar var tekið fyrir dómi í dag og það var niðurfellt. Það þýðir þá að Emmi fær ekki punkta og við þurfum að borga sjálfábyrgðina hjá tryggingunum til að fá gert við bílinn. Frekar súrt en gæti verið verra! Hefði þetta farið á versta veg þyrftum við að borga viðgerðina á bílnum hjá manninum sem keyrði á okkur, Emmi fengið punkta OG tryggingarnar hefðu hækkað uppúr öllu valdi.
Að öllu meðtöldu mun þetta kosta okkar buddu $1500....og við í bullandi rétti!
Ég hef sagt það áður og segi það aftur...Only in America!
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
mánudagur, nóvember 29, 2004
Af gefnu tilefni viljum við benda ykkur á jólapakkatilboðið sem er í gangi hjá Flugleiðum um þessar mundir. Verð á fargjöldum hingað til Bandaríkjanna gerast ekki ódýrari en þetta... aðeins 29.900! Þessi tilboð bjóðast aðeins einusinni á ári og er hægt að nýta miðana á tímabilinu 10. janúar-7.maí 2005.
Sjáumst!
Sjáumst!
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Happy Thanksgiving
Vildi bara kasta kveðju á vini okkar hérna í USA. Þetta er ein stærsta frí helgin hérna hjá okkur af því við fáum frí bæði í dag og á morgun, þannig að þetta eru 4 dagar án þess að vinna, eða fara í skóla. Skemmtið ykkur nú vel öll, sem eru í USA. Og verði ykkur að góðu í kvöld.
Kveðja
Elmar,Andrea og Kristófer.
Og þið á klakanum, Góða nótt :)
Vildi bara kasta kveðju á vini okkar hérna í USA. Þetta er ein stærsta frí helgin hérna hjá okkur af því við fáum frí bæði í dag og á morgun, þannig að þetta eru 4 dagar án þess að vinna, eða fara í skóla. Skemmtið ykkur nú vel öll, sem eru í USA. Og verði ykkur að góðu í kvöld.
Kveðja
Elmar,Andrea og Kristófer.
Og þið á klakanum, Góða nótt :)
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Kristófer er bara orðin hress, þeas. sjálfstraustið er að komast í samt horf eftir tannmissinn en sýnist nú að hin framtönnin sé eitthvað orðin tæp svo að það er vonandi að hann taki því betur en síðast.
Annars er Thanksgiving núna á fimmtudaginn og mikið um að vera hérna í henni Ameríku af þeim sökum. Veit ekki hvað við gerum, er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara að standa í því að elda kalkún fyrir okkur þrjú...svo kalkúnasamlokur á föstudaginn, kalkúnapasta á laugardaginn, kalkúnapottrétt á sunnudaginn....svo henda restinni á mánudaginn hahahaha. Stærsta verslunarhelgi Ameríku er svo um helgina, þá er stappað í öllum mollum og útsölur í hámarki. Emmi og Kristófer verða í fríi á fimmtudag og föstudag, það verður æðislegt, enda lítið um frí hérna, bæði í vinnu og skóla.
Svo eru kennarafundir í skólanum hans Kristófers þessa dagana og í dag erum við að fara í viðtal. Það verður gaman að sjá hvað Mrs. Annese hefur að segja um Kristófer og námsárangurinn hans.
Ég er annars á fullu að reyna að finna mér einhver námskeið eða eitthvað sniðugt að gera eftir áramót, ætla amk ekki að sitja heima aðgerðarlaus á nýja árinu...það verður s.s. mitt áramótaheit þessi áramótin :)
Annars er Thanksgiving núna á fimmtudaginn og mikið um að vera hérna í henni Ameríku af þeim sökum. Veit ekki hvað við gerum, er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara að standa í því að elda kalkún fyrir okkur þrjú...svo kalkúnasamlokur á föstudaginn, kalkúnapasta á laugardaginn, kalkúnapottrétt á sunnudaginn....svo henda restinni á mánudaginn hahahaha. Stærsta verslunarhelgi Ameríku er svo um helgina, þá er stappað í öllum mollum og útsölur í hámarki. Emmi og Kristófer verða í fríi á fimmtudag og föstudag, það verður æðislegt, enda lítið um frí hérna, bæði í vinnu og skóla.
Svo eru kennarafundir í skólanum hans Kristófers þessa dagana og í dag erum við að fara í viðtal. Það verður gaman að sjá hvað Mrs. Annese hefur að segja um Kristófer og námsárangurinn hans.
Ég er annars á fullu að reyna að finna mér einhver námskeið eða eitthvað sniðugt að gera eftir áramót, ætla amk ekki að sitja heima aðgerðarlaus á nýja árinu...það verður s.s. mitt áramótaheit þessi áramótin :)
mánudagur, nóvember 22, 2004
Kristófer sætur og tannlaus
Þar fór þriðja tönnin! Já Kristófer er búin að missa fyrstu tönnina í eftir góm, fyrir voru tvær farnar í neðri góm. Þessi tönn var búin að dingla í þónokkurn tíma svo að Kristófer átti orðið erfitt með að borða. Hann var nú ekkert sérlega ánægður með þetta í gærkvöldi greyjið! Hann lá á grúfu í korter áður en hann fékkst til að sýna okkur gatið. Honum fannst hann vera "ljótur" svona með risa gat í brosinu sínu. Talaði um að vera bara heima í dag því hann vildi ekki fara svona í skólann! En við náðum nú að sannfæra hann að hann væri alveg örugglega ekki sá eini í bekknum sem vantar framtennurnar í :)
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Jæja þá erum við komin heim!
Flugið gekk ágætlega, ég svaf ekkert frekar en fyrridaginn en Kristófer náði að leggja sig í 2-3 klst. Lentum í smá veseni hjá "Immigration", við áttum að vera með eitthvað bréf með okkur til að sýna fram á hversu lengi Emmi má vinna hérna. En það var eitthvað sem við höfðum ekki hugmynd um að þyrfti, að lokum kom maður sem sagðist ætla "sleppa okkur í gegn" í þetta skiptið en næst þyrftum við að hafa þetta bréf meðferðis. Því næst var tekin mynd af mér og fingraförin tekin, verð nú að segja að þeir láta manni nú líða eins og glæpamanni þegar maður kemur inn í landið. En til að bæta þetta vesen upp gekk mér bara vel að ná beljunum(töskunum) af færibændinu og yfir á trillu og valsaði bara í gegn hjá tollavörðunum eins og ekkert væri. Einn varðanna spurði mig "dú jú hav ení grænmeti, brennivin or kjot?". Fann litlu svitaperlurnar spretta fram á enninu vitandi af risa hamborgarhrygg, hangikjöti og pylsum í töskunni, fattaði það bara eftir á að hann var þvílíkt að monta sig af því að kunna nokkur orð á íslensku. Ég svaraði honum neitandi þá sagði vörðurinn mér til léttis... "vell mem, hav a næs dei !"
Í gær horfðum við á fyrsta þáttinn af Amazing Race sem var tveir tímar að lengd, en þessi fyrsti þáttur var tekin upp á Ísland. Þetta var svakaleg landkynning og eflaust eiga margir kanar eftir að leggja leið sína til Íslands eftir að hafa séð þennan þátt. Fyrst lá leiðin að Seljalandsfoss "seldjalendsfúss", svo uppá Vatnajökul þar sem þátttakendur gistu í tjöldum yfir nóttina og svo endað í Bláa Lóninu. Ég hafði augum opin því þegar Rúna systir fór frá okkur í sumar lenti hún í Keflavík á sama tíma og keppendurnir, hún og Ella systir lentu í miðju havarínu þegar þær hittust á vellinum í Keflavík. Myndavélar útum allt og leikstjórar að skipa keppendum fyrir verkum. En því miður stelpur, þið eruð ekki orðnar frægar því það sást ekkert í ykkur...eigum samt eftir að skoða þetta í sló mósjon..svo að það er enn von :) Ég fékk síðan póst frá Icelandair í morgun þar sem þeir eru farnir að bjóða uppá ferðir sem heita "Trace the Race" en þá er farið á alla staðina sem liðin fóru á. Sniðugir hjá Icelandair!
Flugið gekk ágætlega, ég svaf ekkert frekar en fyrridaginn en Kristófer náði að leggja sig í 2-3 klst. Lentum í smá veseni hjá "Immigration", við áttum að vera með eitthvað bréf með okkur til að sýna fram á hversu lengi Emmi má vinna hérna. En það var eitthvað sem við höfðum ekki hugmynd um að þyrfti, að lokum kom maður sem sagðist ætla "sleppa okkur í gegn" í þetta skiptið en næst þyrftum við að hafa þetta bréf meðferðis. Því næst var tekin mynd af mér og fingraförin tekin, verð nú að segja að þeir láta manni nú líða eins og glæpamanni þegar maður kemur inn í landið. En til að bæta þetta vesen upp gekk mér bara vel að ná beljunum(töskunum) af færibændinu og yfir á trillu og valsaði bara í gegn hjá tollavörðunum eins og ekkert væri. Einn varðanna spurði mig "dú jú hav ení grænmeti, brennivin or kjot?". Fann litlu svitaperlurnar spretta fram á enninu vitandi af risa hamborgarhrygg, hangikjöti og pylsum í töskunni, fattaði það bara eftir á að hann var þvílíkt að monta sig af því að kunna nokkur orð á íslensku. Ég svaraði honum neitandi þá sagði vörðurinn mér til léttis... "vell mem, hav a næs dei !"
Í gær horfðum við á fyrsta þáttinn af Amazing Race sem var tveir tímar að lengd, en þessi fyrsti þáttur var tekin upp á Ísland. Þetta var svakaleg landkynning og eflaust eiga margir kanar eftir að leggja leið sína til Íslands eftir að hafa séð þennan þátt. Fyrst lá leiðin að Seljalandsfoss "seldjalendsfúss", svo uppá Vatnajökul þar sem þátttakendur gistu í tjöldum yfir nóttina og svo endað í Bláa Lóninu. Ég hafði augum opin því þegar Rúna systir fór frá okkur í sumar lenti hún í Keflavík á sama tíma og keppendurnir, hún og Ella systir lentu í miðju havarínu þegar þær hittust á vellinum í Keflavík. Myndavélar útum allt og leikstjórar að skipa keppendum fyrir verkum. En því miður stelpur, þið eruð ekki orðnar frægar því það sást ekkert í ykkur...eigum samt eftir að skoða þetta í sló mósjon..svo að það er enn von :) Ég fékk síðan póst frá Icelandair í morgun þar sem þeir eru farnir að bjóða uppá ferðir sem heita "Trace the Race" en þá er farið á alla staðina sem liðin fóru á. Sniðugir hjá Icelandair!
mánudagur, nóvember 15, 2004
Jæja þá er tími kominn á smá blogg frá mér :)
Af okkur Kristófer er allt gott að frétta. Við erum búin að hafa það ofur gott hérna afmæli, veislur, partý, út að borða, heimsóknir og bara eintóm huggulegheit. Aðhald hvað?! Mmmm hvað íslenska nammið er nú gott, sit hérna með möndlur og malt (mont-mont). Finnst alveg ótrúlegt að þetta sé næst síðasta nóttin hérna, tíminn er gjörsamlega búinn að fljúga frá okkur hérna...hef nú samt grun um að hann Emmi okkar geti ekki sagt það sama...hang in there honey! Kristófer hefur tekið alveg svakalegum framförum í íslenskunni hérna enda ekki vantað félagsskapinn sökum kennaraverkfallsins. Hann er loks farin að tala í heilum íslenskum setningum en í fyrstu var annað hvert orð á ensku eða ísl-ensku :) Systursonur minn, Baltasar, og Kristófer hafa verið eins og samlokur frá fyrsta degi svo að það verður sjokk fyrir Kristófer að vakna á fimmtudagsmorgun og enginn Baltasar til að leika við. En við erum staðráðin í því að láta ekki svona langan tíma líða á milli heimsókna aftur.
Hvað er málið með þetta sér íslenska fyrirbæri sem kallast rok...og það úr öllum áttum. Var alveg búin að gleyma þessu og er ekkert að venjast því aftur :o/ Annars er allt á "kafi" í snjó hérna núna og fljúgandi hálka, fyrstu 10 dagana rigndi stanslaust hérna en snjórinn er nú skemmtilegri. Kristófer og Baltasar hafa verið mikið úti að leika sér síðan snjórinn kom, búa til "mini" snjókalla og renna sér á snjóþotum. En við megum nú búast við miklum snjó, kulda og hálku hjá okkur í New Jersey á komandi mánuðum...brrr!
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili því að ég ætla að reyna að koma einhverju niður í töskur því að morgundagurinn á eftir að vera ansi erilsamur hjá okkur.
Kveðja from ðe Kleik...
Adda nammigrís og Kristófer "æslander".
Af okkur Kristófer er allt gott að frétta. Við erum búin að hafa það ofur gott hérna afmæli, veislur, partý, út að borða, heimsóknir og bara eintóm huggulegheit. Aðhald hvað?! Mmmm hvað íslenska nammið er nú gott, sit hérna með möndlur og malt (mont-mont). Finnst alveg ótrúlegt að þetta sé næst síðasta nóttin hérna, tíminn er gjörsamlega búinn að fljúga frá okkur hérna...hef nú samt grun um að hann Emmi okkar geti ekki sagt það sama...hang in there honey! Kristófer hefur tekið alveg svakalegum framförum í íslenskunni hérna enda ekki vantað félagsskapinn sökum kennaraverkfallsins. Hann er loks farin að tala í heilum íslenskum setningum en í fyrstu var annað hvert orð á ensku eða ísl-ensku :) Systursonur minn, Baltasar, og Kristófer hafa verið eins og samlokur frá fyrsta degi svo að það verður sjokk fyrir Kristófer að vakna á fimmtudagsmorgun og enginn Baltasar til að leika við. En við erum staðráðin í því að láta ekki svona langan tíma líða á milli heimsókna aftur.
Hvað er málið með þetta sér íslenska fyrirbæri sem kallast rok...og það úr öllum áttum. Var alveg búin að gleyma þessu og er ekkert að venjast því aftur :o/ Annars er allt á "kafi" í snjó hérna núna og fljúgandi hálka, fyrstu 10 dagana rigndi stanslaust hérna en snjórinn er nú skemmtilegri. Kristófer og Baltasar hafa verið mikið úti að leika sér síðan snjórinn kom, búa til "mini" snjókalla og renna sér á snjóþotum. En við megum nú búast við miklum snjó, kulda og hálku hjá okkur í New Jersey á komandi mánuðum...brrr!
Jæja ég ætla að láta þetta duga í bili því að ég ætla að reyna að koma einhverju niður í töskur því að morgundagurinn á eftir að vera ansi erilsamur hjá okkur.
Kveðja from ðe Kleik...
Adda nammigrís og Kristófer "æslander".
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Loksins Loksins nýtt blogg
Jæja gott fólk, maður er farinn að fá skammir í hattinn fyrir að vera latur við að blogga uppá síðkastið. En nú skal ráðinn bót á því.
Andrea og Kristófer hafa verið á Íslandi síðastliðnar vikur í góðu yfirlæti á Víðimel. Kristófer fór líka í heimsókn til Bolungarvíkur ásamt Yðunni Erlu og skemmti sér konunglega, enda voru þau spillt þar, alveg botn. Það er ekki hægt að segja annað en Amma og Afi á Boló taka starfi sínu alvarlega, en starfið er að spilla barnabörnunum. :)
Við erum síðan búin að ákveða því að sleppa því að flytja okkur um set og ætlum við að vera hérna í sömu íbúðinni í a.m.k. næstu 9 mánuði. Ástæðan er aðalega sú að fyrirtækið sem við ætluðum að leigja hjá, var búinn að rokka með verðin sín upp og niður og leist okkur ekki á að fara að flytja og síðan yrði leigan jafn há, eða hærri en hér. Þannig að flutningum er frestað í bili.
Ég hitti Stefán og Eyrúnu í gær í New York. Þau höfðu komið hingað í hópferð til þess að Eyrún gæti hlaupið í New York maraþonninu og skilst mér hún, og allir sem hlupu, hafi orðið Íslandi til sóma, bæði í hlaupinu sjálfu og í morgunsjónvarpsþætti daginn eftir þar sem þau voru kynnt fyrir bandarísku þjóðinni. Vel gert Eyrún. Það var mjög gaman að geta hitt ykkur aftur, þó ekki væri nema bara í stuttan tíma. Vonandi getum við hist aftur fljótlega.
Þetta verður að duga í bili þar sem að mikil vinna bíður mín, ég ýtreka aftur... Ef einhver Navision Forritari eða ráðgjafi hefur áhuga á að flytja hingað, þá er nóg vinna hérna og er alvarlegur skortur á fólki hérna. Endilega sendið mér línu ef þið vitið um einhvern.
Meira síðar, og fljótlega.
Elmar, einbúi.
Jæja gott fólk, maður er farinn að fá skammir í hattinn fyrir að vera latur við að blogga uppá síðkastið. En nú skal ráðinn bót á því.
Andrea og Kristófer hafa verið á Íslandi síðastliðnar vikur í góðu yfirlæti á Víðimel. Kristófer fór líka í heimsókn til Bolungarvíkur ásamt Yðunni Erlu og skemmti sér konunglega, enda voru þau spillt þar, alveg botn. Það er ekki hægt að segja annað en Amma og Afi á Boló taka starfi sínu alvarlega, en starfið er að spilla barnabörnunum. :)
Við erum síðan búin að ákveða því að sleppa því að flytja okkur um set og ætlum við að vera hérna í sömu íbúðinni í a.m.k. næstu 9 mánuði. Ástæðan er aðalega sú að fyrirtækið sem við ætluðum að leigja hjá, var búinn að rokka með verðin sín upp og niður og leist okkur ekki á að fara að flytja og síðan yrði leigan jafn há, eða hærri en hér. Þannig að flutningum er frestað í bili.
Ég hitti Stefán og Eyrúnu í gær í New York. Þau höfðu komið hingað í hópferð til þess að Eyrún gæti hlaupið í New York maraþonninu og skilst mér hún, og allir sem hlupu, hafi orðið Íslandi til sóma, bæði í hlaupinu sjálfu og í morgunsjónvarpsþætti daginn eftir þar sem þau voru kynnt fyrir bandarísku þjóðinni. Vel gert Eyrún. Það var mjög gaman að geta hitt ykkur aftur, þó ekki væri nema bara í stuttan tíma. Vonandi getum við hist aftur fljótlega.
Þetta verður að duga í bili þar sem að mikil vinna bíður mín, ég ýtreka aftur... Ef einhver Navision Forritari eða ráðgjafi hefur áhuga á að flytja hingað, þá er nóg vinna hérna og er alvarlegur skortur á fólki hérna. Endilega sendið mér línu ef þið vitið um einhvern.
Meira síðar, og fljótlega.
Elmar, einbúi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)