fimmtudagur, september 29, 2005

Boðlaupið heldur áfram...

Síðastliðinn föstudag fóru Sigga, Tóti og Sædís heim, og Magnús tengdapabbi kom með sömu vél. Sigga og Co., takk kærlega fyrir skemtilega heimsókn, við nutum þess að hafa ykkur hjá okkur þessa daga. Takk fyrir að nenna að spila kana við okkur á næstum hverju kvöldi (

Magnús er búinn að vera upptekinn frá því að hann kom hingað, hann er búinn að fara með okkur Krissa á fótbolta leik þar sem Kristófer sýndi honum hvað hann getur í boltanum. Síðan var skruppið til Washington á sunnudaginn. Lentum þar í miðjum mótmælenda aðgerðum og var mikið um að vera. Sumir staðirnir voru lokaðir út af þessu og mjög margt um manninn þennan dag. Við sáum meðal annars 12 löggubíla, með ljósin og sírenurnar á fullu keyra fram hjá okkur, ásamt 2 herþyrlum sveimandi um. En við náðum að sjá Hvíta húsið, World War II minnismerkið, “Forest Gump / Jenny” vatnið, og minnisvarðan um Abraham Linclon, ásamt minnisvarðanum um Víetnam stríðið. Á sama tíma var mikið um krakka þarna líka, á aldrinum 10-12, í einhverju programmi sem gékk út á það að sýna þeim Washington og allt sem er að sjá þar, eitthvað til að spá í seinna meir fyrir Kristófer.

Síðan hafa molla ferðirnar verið tíðar og góðar, Magnús er alltaf jafn hissa þegar hann þarf að borga svona lítið fyrir það sem hann er að kaupa. Við skelltum okkur svo í bíó um daginn, sáum nýju Jodi Foster myndina, Flight Plan. Hún var ágæt bara, við Maggi vorum a.m.k. spenntir yfir henni.

Við, Andrea og ég það er að segja, fórum síðan á “Back to School” kvöld í gær. En þá fengum við að hitta kennarann hans Krissa, og hina foreldrana í bekknum hans. Hápunkturinn var þegar kennarinn var að segja frá “United Nations” deginn sem verður haldinn hátíðlegur fljótlega, og minntist kennarinn á að Kristófer væri mjög stoltur af því að vera frá Grænlandi. Skrrrens.. Grænlandi??? Við Andrea hlóum og sögðum að reyndar værum við frá Íslandi, ekki Grænlandi. Kennarinn hans, Mrs. Smith, roðnaði heilu ósköpin og baðst innilega afsökunar. Síðan spjölluðum við aðeins við kennarann í einrúmi og Kristófer er víst að standa sig mjög vel, hann skilar öllum verkefnum með sóma og fær góðar umsagnir hingað til. Hann þarf að vanda sig betur við skriftina (þeir sem þekkja mig, vita hvaðan hann fær þessa hræðilegu skrift) og læra að hemja sig. Það er víst þannig að þegar hann veit svarið við einhverju, kallar hann það hátt yfir allan bekkinn, í stað þess að rétta upp hönd fyrst, en þau eru að vinna í þessu og hann tekur framförum á hverjum degi.

Kristófer tók síðan miklum framförum í gær í því að hjóla, en ég lét hann hjóla í hringi hérna á götunni fyrir utan húsið, keppnisskapið skein í gegn og hann stóð sig eins og hetja, hann náði að hjóla 6 hringi á þess að stoppa eða detta og fagnaði því vel. Hann reyndar hoppaði og kallaði yfir all hverfið “Ég náði SEX. SEX! SEX! SEX!”. Fólkið í kringum okkur var farið að líta okkur hornauga þannig aðég hvatti hann til að fara annaðhvort 5 eða 7 hringi næst. En í morgun bað hann mig um að fá að fara út að hjóla þegar hann kemur heim og er það í fyrsta skipti sem hann biður um það, frekar en að fara í tölvuna, það er stórt skref hjá mínum manni.

Meira síðar...
Elmar.

þriðjudagur, september 20, 2005

Önnur ferð til Point Plesant

Við vorum svo hrifin af Point Plesant síðast þegar við fórum þangað, að við ákváðum að skella okkur aftur þangað til að sýna Siggu, Tóta og Sædísi. Að vísu er núna svokallað Off-Season (Ekki lengur háanna tími), þannig að tívólíið var lokað, en ströndin var þess í staðin ókeypis.

Þetta var í einu orði sagt meiriháttar, við skemmtum okkur öll konunglega. Kristófer var sko ekki hræddur við að vaða út í sjóinn og öldurnar og fór oftar en ekki á kaf, en stóð bara upp og öskraði "Þetta er gaman". Sædís, fékk að fara í sjóinn með pabba sínum og hló rosa mikið og skemmti sér konunglega. Þó svo að það hafi verið kominn miður september, og meira til, þá var hlýtt og gott á ströndinni. Við vorum ekki að stikna úr hita, en engum var kalt heldur.

Tóti kendi mér "Body-surf", og þó svo ég segi sjálfur frá... stóð mig alveg frábærlega, ég stóð á höndum þegar mér skolaði á ströndina að lokum, að vísu á ekki að gera það, og ég meiddi mig smá í bakinu. Reyndar fékk ég líka skurði á bringunni... en þetta var samt mjög gaman.

endilega skoðið myndirnar frá ferðinni okkar og fleiru, þær er að finna aftast í September albúminu okkar.

föstudagur, september 16, 2005

Íslenskt Skyr í hádeginu


sæl og blessuð,

Ég fékk þær fréttir í dag að Whole Foods, keðja sem er fræg fyrir að hafa góðan og öðruvísi mat, er að halda kynningu á íslensku lambi og skyri. Ég hringdi strax í konuna, en hún var stödd í verslun við hliðina á Whole Foods, þannig að hún kom við þar og keypti smá skamt, rándýrt, eða um $12 fyrir smá slettu, en það var þess virði.

Þetta er grein sem kom í New York Times

mánudagur, september 12, 2005

Nýjar myndir

Sæl verið þið. Vildi láta ykkur vita af nýjum myndum í September albúminu okkar. Þar er að finna, meðal annars, myndir frá Point Plesant og upphafsdag fótboltans hjá Kristóferi.

Njótið vel

laugardagur, september 10, 2005

Point Plesant, NJ

Í gær kíktum við á ströndina í Point Plesant...loksins! John, Lisa, Andrew og Gregory voru að fara þangað og buðu okkur að koma með. Afhverju höfum við ekki farið þangað áður, ég bara spyr? Ekkert smá fallegar baðstrendur hérna sem við höfðum ekki hugmynd um! Það var meira að segja búið að gróðursetja lifandi pálmatré meðfram allri ströndinni svo að það var ekki laust við að maður fyndi fyrir smá Flórída fíling, þetta var alveg mergjað. Það er amk. alveg klárt mál að þessi staður verður stundaður óspart næsta sumar. Þarna var sædýrasafn, rússíbanar, allskyns leiktæki fyrir börn og fullorðna, skotbakkar og skemmtilegar búllur meðfram ströndinni sem gaman var að kíkja í. Við vorum þarna langt framá kvöld því það var svo mikið að skoða og gera. Kristófer er alveg í skýjunum eftir þessa ferð og fannst þetta næstum toppa Six Flags ferðina fyrr í sumar...og það þarf nú mikið til þess :)
Við setjum inn nokkrar myndir frá ströndinni fljótlega.

miðvikudagur, september 07, 2005

BREYTT SÍMANÚMER !

Við erum komin með nýtt heimasímanúmer og það er: (609)-249-3725
Heyrumst!

þriðjudagur, september 06, 2005

Nýjar myndir í september albúmi!

Minni ykkur líka á gestabókina :)

í fréttum er þetta helst...

Ég ætla að byrja á að senda vini okkar á Flórída, honum Eyþóri, innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn! Kossar og knús frá okkur litli vinur!

Það er annars allt gott í fréttum héðan...
Kristófer byrjar í skólanum á morgun svo að það ríkir mikil spenna hérna á heimilinu núna, allt tilbúið fyrir fyrsta daginn...ný skólataska, nestisbox og auðvitað ný föt og skór. Við vorum að ljúka við að koma Kristófers herbergi í stand...en Kristófer ákvað að þema þess skyldi verða SpongeBob eða Svampur Sveins eins og hann þekkist held ég á klakanum. Svo að það fer ekkert á milli mála núna þegar maður kemur inní herbergið hans að þar búi aðdáandi Svampsins góða...allt frá óhreinatauskörfu og náttljósi... uppí gardínur og rúmteppi!

Við eigum reyndar von á því á næstu dögum að hingað mæti her af vinnumönnum sem eiga að rifa öll teppi af hjá okkur og setja svo ný...mmm lovlí...við sem erum rétt nýbúin að koma okkur fyrir. En við erum reyndar alveg sátt við það að þurfa að rútta öllu til hérna svo þetta sé mögulegt því teppin hérna eru vægast sagt "díí-skösting".

Á föstudaginn fékk Kristófer heimsókn, Andrew félagi hans kom hingað í heimsókn á meðan mamma hans þurfti að standa í útréttingum. Hún kom síðan uppúr hádegi að sækja gaurinn og stoppaði þá við í hádegismat hjá okkur. Andrew var sko ekkert á þeim buxunum að fara svo að mamma hans þurfti að beita öllum ráðum til að fá drenginn af stað en ekkert dugði fyrr en hún var búin að lofa því að hann fengi að koma aftur til okkar í næstu viku :)

Á laugardaginn komu svo Ása, Eggert og strákarnir til okkar í mat. Þá var sungið og trallað fram eftir kvöldi...eða svona næstum því... fyrir utan sönginn :) Mikið afskaplega er nú gaman að fá íslendinga hingað til Nú-Djörsí.

Og að símamálum...þá erum við enn að bíða eftir einhverju apparati frá Vonage (símafyrirtæki) og það ætti nú í raun að vera komið, svo það ætti nú að fara að detta inn hvað og hverju. Það er búið að vera eitthvað vesen að fá að halda gamla númerinu okkar...við erum búin að standa í miklu stappi útaf því en allir vísa á hvern annan svo að það eru miklar líkur á því að við fáum nýtt númer...sem er kannski bara ágætt því að við höfum ekki fengið frið fyrir japönskumælandi fólki sem hringdu viðstöðulaust í gamla númerið okkar....

hér er tíbýskt dæmi um símtal frá þeim:
Síminn: Ring ring...
Við: Halló...?
Japani: hong díng da nang?!
Við: whuut?
Japani: díng dong da dang?!
Við (á íslensku) : Já já einmitt, við segjum bara allt ágætt en þú?
Japani (skömmustulegur) : OOOH sooorí...jú spík ínglísh?
Við: jess... dú jú?
Japani: Ohhh, æ ríng tú ðe rong number...jess?!
Við: Jess æ þínk jú hev...
Japani: Ohhh só sorrí...æ træ agen bye bye

5 mínútum síðar...
Síminn: Ring ring...
Við: Halló...
Japani: Oh-ó...mí rong agen... só verrí sorrí bye bye.

Svo það er kannski bara ágætt að fá nýtt númer :)