mánudagur, desember 11, 2006

Að búa erlendis

Ég hef verið að spá í kostum og göllum við það að búa erlendis, er grasið virkilega grænna hinum megin? Ef svo er, hvað er það þá sem gerir það grænna? Ef ekki, þá af hverju ekki?

Ég hef nú búið hérna í 3 og hálft ár, 3 ár hérna í New Jersey og hálft ár í Florida. Að vísu eyddi ég meiri tíma í Florida en það telst ekki með í þessum hugleiðingum. Á þessum tíma hef ég upplifað og séð margt og verð alltaf þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til þess að upplifa þetta allt saman. Ég hef keyrt austurströnd bandaríkjana endana á milli, alveg frá Key West og alla leið upp til Kanada. Ég hef einnig séð nokkur miðríki eins og Indiana, Ohio og West Virginia. Ég hef eytt jólum í Florida og þakkargjörð í West Virginia, í algjöru eyðibýli þar sem meðaltekjur vorum um $20,000 (1,4 mill Kr) á ári, sem telst ekki mikið hérna, eiginlega alveg lágmarkið.

Það kemur ennþá fyrir mig að ég segi við sjálfan mig eða Andreu, "Við búum virkilega hérna". En það er farið að minnka verulega, og eru staðir eins og Manhattan og JFK ekki lengur eins og að koma til Mars eða Venusar. Þetta er allt farið að vera kunnulegt núna. Fyrst þegar maður var fluttur var maður alltaf að hlusta eftir því hvort maður heyrði einhverja íslensku einhverstaðar, en núna er ég farinn að ruglast stundum, þegar ég heyri ensku og held að það sé móðurmálið, en það er bara í eina sekúndu, þá fatta ég hvað ég var vitlaus þarna.

Allavegana, ég hef komist að þeirri niðurstöðu að, þó svo að grasið sé ekki endilega grænna hinum megin, þá er það a.m.k. ekki verra grasið hérna. Hérna í New Jersey fáum við mjög stutta vetri, eiginlega bara um 2-3 mánuði af árinu er eytt í kulda og snjó, afgangurinn er mjög góður. Haustin og vorin eru full af flottum litum þegar tréin eru ýmist að missa laufblöðin eða að vaxa ný. Hitinn er á bilinu 15-30 stig hérna á þessum tímum og mjög sjaldan einhver vindur. Sumrin hérna eru mjög heit, hitinn getur farið uppí 40-45 gráður þegar heitast er og verður þá jafnan ólíft hérna vegna hitans, bara hægt að liggja í sundlauginni ef maður er úti. Verðlagið hérna er miklu hagstæðara á matarvörum, bensíni og fötum, ásamt ýmsum rafmagnsvörum, eins og sjónvörpum, myndavélum og fl. En það kostar meira að fara í klippingu, og ekki eins góðir hárgreiðslufólk og heima. Það er líka dýrara að tryggja bíla, þar sem maður þarf líka að borga fyrir tryggingu gagnvart meiðslum farþega og allra sem gætu mögulega slasast í slysum. Maður þarf líka að borga fyrir heilsutryggingar og það er ekki eitthvað sem allir hérna hafa efni á. Sumir kjósa að borga ekki heilsutryggingar og treysta á góða heilsu sína og sinnar fjölskyldu.

Síðan er auðvitað stór hlutur, en það er fjölskyldan. Hún er alltaf langt í burtu, nema auðvitað þegar hún kemur í heimsókn til manns :). Það hefur vantað svolítið hérna að geta hent stráknum til fjölskyldunar þegar manni langar að komst í bíó eða út að borða með eiginkonunni, en við höfum fundið lausn á því. A.m.k. einu sinni á mánuði er svokallað "Parent Survival Night" á skemmtilegum stað sem heitir "Little Gym" og þar er Kristófer í 3 tíma á meðan við getum farið út að borða og/eða í bíó. Síðan eru auðvitað vinir sem bjóða honum í Sleep-over, þar sem hann gistir nætur hjá þeim. En auðvitað saknar maður fjölskyldu sinnar alltaf hreint og það mun aldrei breytast, en á meðan þau eru í heimsókn, þá eyðir maður 24 tímum á dag með þeim í 2-3 vikur og það er líklega meðaltalið sem maður hitti þau hvort sem er, þegar maður bjó á Íslandi.

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Loksins

Þar kom að því. Ég er búinn að vera að spá í þessu í mörg ár, og hef aldrei fundist tæki vera "Þráðlaus". En það lítur út fyrir að það stefni loksins í það. Veit ekki hversu oft, þegar ég er að ferðast til Manhattan og er að ganga frá tölvunni í töskuna mína, ég hef hugsað með mér, "allar þessar helvítis snúrur, þetta getur varla talist þráðlaust. Það hlýtur að koma að því að þetta verður í alvörunni þráðlaust fljótlega" Og viti menn...

MBL Frétt

laugardagur, nóvember 11, 2006

Vikan sem er að líða...

Sl. sunnudag skrapp ég með tveimur vinkonum til Delaware í jólagjafaleiðangur. Þær tvær mættu með meters langan innkaupalista og það átti sko heldur betur að VERSLA. Þær hlógu frá sér allt vit þegar þær sáu listann minn...bara nöfn.

"Ertu EKKI búin að ákveða hvað þú ætlar að gefa hverjum fyrir sig????!!!" Sögðu þær í hláturs kasti.

Það var kannski eitthvað til í þessu hjá þeim því ég kom tómhent heim eftir dagslanga verslunarferð. Sem var svo sem ágætt, því að plássið í Hybrid-inum hennar Ninnie var varla hannað fyrir tvær kellur í brjáluðum innkaupaleiðangri...hvað þá þrjár :) Þær náðu að klára hverja einustu gjöf á listunum sínum. Og á meðan hélt minn bara áfram að lengjast eftir því sem leið á daginn.

Á mánudeginum var ég farin að naga neglurnar af stressi...ekki búin að finna eina einustu gjöf! Ég segi það hver einustu jól að ég ætli að klára innkaupin fyrr næstu jól á eftir. Svo enda ég alltaf með því að vera meira og meira, eftir því sem árin líða, á síðustu stundu. Síðustu jól voru sendingarnar svo tæpar að fjölskydurnar fengu þá á hádegi á aðfangadag.
Svo að seinnipartinn plataði ég strákana með mér í nokkrar búðir. Og mér til mikillar ánægju datt ég niður á nokkrar jólagjafir...vííí!!!

Við hittum bekkjarfélaga Kristófers og mömmu hans, Jacquline, í hádegismat á miðvikudaginn. Hún stakk uppá austurlenskum stað sem er nánast hérna við hliðiná okkur, en ég hafði bara aldrei tekið eftir honum. Hann var ofboðslega illa merktur og leit út fyrir að vera voða lítill og púkó utanfrá. En vá hvað hann kom á óvart þegar maður var kominn inn. Ég hef aldrei verið mikið fyrir austurlenskan mat en þetta var sá besti sem ég hef smakkað. Kristófer og Carlson fengu sér m.a. kókos drykk sem þeir fengu borna fram í ferskum risa stórum kókoshnetum og það vakti mikla lukku.

Daginn eftir buðum við svo Carlson til okkar á "playdate". Veðrið var alveg yndislegt, met hiti m.v. árstíma. Strákarnir voru úti að leika sér mestmegnið af deginum. Ninnie kíkti líka við með strákana sína uppúr hádegi.
Ég náði að draga strákana inn, gegnvota eftir vatnsbyssu ævintýri, seinni partinn og fékk þá til að jólaföndra aðeins með mér.

Á föstudeginum ákváðum hittum við Ernu, Úlf og Grím. Þau búa alveg 1 og 1/2 tíma héðan frá okkur, svo að við fundum stað sem er svona mitt á milli okkar. Við vorum svo heppin að finna þar Rainforest Cafe sem er voðalega skemmtilegur staður sem er innréttaður sem skógur. Þarna var t.d. foss, risa górillur, fiðrildi, fílar og fiskar...reyndar allt gerfi nema fiskarnir. Svo með reglulegu millibili kom gerfi þrumuveður þarna inni og látið sem fílahjörð væri að ryðjast þar í gegn með tilheyrandi látum.

Á laugardeginum var svo loksins komið að Íslenskuskólanum. Kristófer var alveg að farast úr spenningi. Hann var vaknaður fyrir allar aldir og tilbúinn að fara. Við ákváðum bara að taka daginn snemma og leggja af stað um 9 leitið. Þá höfðum við smá tíma til að slæpast aðeins í borginni til 14. Þarna hittum við svo aftur Ernu og strákana, og líka pabba þeirra, Orra. Svo við kíktum bara á kaffihús í spjall á meðan Kristófer og Úlfur voru í "skólanum". Strákarnir voru voðalega ánægðir þegar við sóttum þá. Kristófer var bara hissa þegar hann sá okkur og sagði:

"OOOhhh. Þetta var svo stutt. Þetta var eins og 5 mínútur að líða".

En brandari dagsins var þegar við vorum að bíða eftir lestinni á lestarstöðinni. Þar vatt sér upp að okkur heimilislaus maður og spurði okkur hvort við ættum eitthvað klink handa sér. Ég fer að róta í vösunum. Eina sem ég átti var einn 25c peningur. Ég rétti honum hann og segi honum svo að meira ætti ég því miður ekki. Ég sá að Kristófer sárvorkenndi manninum svo að hann grípur inní og segir alvarlegur við manninn:

"Do you accept debit cards???"

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Merkilegar fréttir

Það kom frétt á MBL sem mér finnst alveg hreint frábær, líka svona rétt eftir kosningar hérna þar sem, meðal annars, stofnfrumurannsóknir voru mikið hitamál.

Sjá fréttina

mánudagur, nóvember 06, 2006

Besta framboðsauglýsing allra tíma

Frambjóðendur keppast núna við að henda skít í hvorn annan. Þegar ég var að skoða netið fann ég þessa auglýsingu hjá Time tímaritinu. Sú besta sem ég hef séð í langan tíma. Endilega klikkið á hana til að sjá textan.


Þeir íslendingar sem hafa ekki séð þessar auglýsingar hérna, þarf alltaf að taka fram í endan á auglýsingunni hver samþykkti skilaboðin sem eru í auglýsingunni sem á undan fór, og er það venjulega gert með því að segja "I am (Nafn á spilltum stjórnmálamanni) and I approved this message".

föstudagur, nóvember 03, 2006

Vettvangsferð til Grounds for Sculpture....



Sumarveður og Field Trip

Veðrið er búið að leika við okkur þessa vikuna. Það er búið að vera heiðskýrt og mikið um sól síðasliðna daga. Hitinn fór upp í 22 gráður um daginn og var hægt að sjá fólk á stuttbuxum og stutterma bolum. Á Halloween daginn fórum við í leiðangur um hverfið við hliðan á okkar, þar sem húsin eru ekki leigð út heldur bara keypt. Þar vorum margir á ferðinni og heppnaðist ferðin mjög vel, a.m.k. verður ekki nammi skortur á heimilinu í bili.

Ég tók eftir því að næstum 3ja hvert hús var með til sölu skilti þar, maður er nú alltaf að spá. Það er bara næstum ómögulegt að ætla sér að kaupa hús hérna í New Jersey. Ekki aðeins eru þau metinn á of mikið, heldur þarf maður að borga svo fáránlega háa fasteignaskatta. Þannig að við erum líka að skoða hús í Pennsilvaniu, og ég held að við komum til með að enda þar. En það er gerist ekki strax, eftir svona 1 til 2 ár, býst ég við því að við getum farið að kaupa.

Andrea er að fara með bekknum hans Kristófers í Field Trip (lítið skólaferðalag) til Grounds for Sculpture, sem er höggmynda staður, stór og flottur víst. Kristófer er búið að hlakka svo mikið til þessara ferðar að það mætti halda að hann væri að fara í bíó með bekknum.

Núna eru kosningar á næsta þriðjudag og hlakkar mér mikið til, ekki aðeins er útlit fyrir að Demókratar nái meiruhluta á þinginu heldur, og það sem er mikilvægara, þessar bévítans framboðs auglýsingar hætta loksins. Þessar auglýsingar hafa verið mér til mikils ama. 90% þeirra ganga út það að auglýsa mótframbjóðandann í sem verstu ljósi. "Þessi mun hækka skattana þína", "Þessi gerir bara það sem Bush vill", "Þessi er í rannsókn hjá FBI". Það er naumast valið sem fólkið hérna hefur. Helstu baráttu málin virðast vera stríðið, skattar og menntun... og hver er MINNST spillt/spilltur. Mjög þreytandi allt saman.

mánudagur, október 30, 2006

Happy Halloween...

Kristófer vildi vera Kafteinn Jack Sparrow úr Pirates of the Caribbiean. Hérna sjáið þið hann í gervinu góða.

AAAARRRGGGHH


Helgaruppfærsla

Helgin var alveg ótrúleg. Kristófer varð mjög veikur á föstudaginn. Hann þoldi ekki sýklalyfið sitt og ældi mikið um það leiti sem við vorum að fara að svæfa hann, hann var líka kominn með yfir 40 stiga hita og blóðhleypt augu. Við drifum okkur því á sjúkrahúsið og þar fékk hann mjög góða meðferð. Hann fékk hitalækandi um leið og hann kom inn og síðan var læknirinn búinn að skoða hann innin við 20 mín eftir að við komum þangað. Mjög snögt miðað við síðasta skipti sem við vorum þarna með hann. Læknirinn þar ávísaði honum annað sýklalyf og það gékk mikið betur að halda því niðri. Hann var orðinn góður á sunnudaginn. Hann fór meira að segja í halloween partý seinna um daginn og skemmti sér konunglega. Hann er núna farinn í skólann. Eina sem er að hjá honum núna er að hann er með mikið að frunsum og ná þær alveg frá vörunum niður á höku, greyið litla.

Andrea er aftur á móti ennþá veik. Hún er líklegast með flensuna og það tekur smá tíma að ná henni úr sér almennilega. Það stoppaði hana samt ekki í því að elda íslenskt lamb í gær, algjör veisla hjá okkur þar. Ég er ekkert smá heppinn með kvennkostinn minn.

Ég fór síðan í boltann á sunnudags morguninn. Um morgunin hringdi Kirk í mig, en það er maðurinn sem kynnti þetta fyrir mér, og er líka forsetinn yfir deildinni. Hann sagði mér að hann hefði skipt um skoðun og vildi að ég myndi leika með sínu liði. Ekkert mál mín vegna. Þannig að liði mitt er núna "Amici Milano" og erum, eftir helgina í 4ja sæti í deildinni. Við unnum leikinn okkar 4-2. Ég spilaði meirihluta leiksins, var bara tekinn út af í 10 mín í fyrri hálfleik. Ég náði að skora 1 mark. Fyrsta mark leiksins, eftir 5 mín leik. Núna er ég samt að drepast í bakinu, löppunum, maganum og á ýmsum stöðum sem ég varla vissi að ég væri með :) En þetta er alveg þess virði.

föstudagur, október 27, 2006

Algjör bömmer fyrir Kristófer og Andreu

Greyið "litli" strákurinn okkar. Hann er orðinn veikur. Kominn með Streptakoka aftur.

Hann er á svo miklum bömmer því þetta átti að vera frábær helgi fyrir hann. Það er Halloween partý í kvöld sem hann missir af, Íslensku skóli á morgun, og annað partý á sunnudaginn og fótboltinn á laugardaginn og sunnudaginn... Hann er búinn að vera mjög niðurdreginn í allan dag.

Svo til að bæta gráu ofan á svart er Andrea líka veik. Líklega komin með flensu þessi elska. Þannig að þau liggja núna bæði í sitt hvorum sófanum og geta sig varla hreyft.

Þetta sem átti að vera skemmtileg helgi með miklu að gera, verður væntanlega eytt innandyra og ekki miklar hreyfingar, nema frá sófanum í rúmið :)

Ekki gaman.

fimmtudagur, október 26, 2006

Ég er að byrja í Fótbolta aftur

Sæl öll sem þetta lesa. Ég er með smá góðar fréttir handa ykkur. Loksins var haft samband við mig og mér boðið að ganga í áhugamanna fótbolta lið. Liðið heitir WWPSA Cosmos og er neðst í deildinni okkar, sem samanstendur af 6 liðum. Liðið hefur spilað 6 leiki og tapað þeim öllum. Við erum samt með 6 stig af því að í þessari deild er gefið stig fyrir að spila leikina, síðan 2 fyrir jafntefli og 4 fyrir sigur. Liðið hefur í þessum 6 leikjum fengið á sig 38 mörk og skorað aðeins 5.

Þetta ætti nú að geta orðið mjög gaman, þó svo að liðið virðist vera mjög lélegt. Ég vona bara að ég fái að spila í sókninni.

Fyrsti leikurinn minn verður á sunnudaginn kl 10:30 og verður spilað á velli sem hérna rétt hjá.

Óskið mér nú góðs gengis, ég skal láta ykkur vita hvernig gengur.

Heimasíðan hjá deildinni minni

miðvikudagur, október 25, 2006

Já, bjórinn er góður...



Þessi kom í heimsókn til okkar þegar við vorum í sumarhúsinu í North Carolina. Hann kom 2 kvöld í röð til okkar og vældi mikið fyrir utan. Við sinntum því engu fyrr en hann fór að leggja svalirnar hjá okkur í rúst. Það var ekki fyrr en hann fann afgangs bjóra þarna á svölunum sem hann drakk með bestu lyst að hann varð sáttur aftur við lífið og tilveruna. Síðan hvarf hann út í nóttina, sæll og glaður.

laugardagur, október 21, 2006

Ef þið fílið "Ross the Intern" þá verðið þið að sjá þetta! Crocodile Hunter Meets His Match...

Frábærar fréttir...

Eins og súkkulaði fréttirnar hafi nú ekki verið nógu góðar fréttir, kemur eitthvað þessu líkt alveg til að toppa veru okkar hér.
Við vorum að fá bréf frá Utaríkisráðuneytinu þess efnis að það væri verið að fara af stað með Íslenskuskóla í New York. Skólinn á að byrja næstkomandi laugardag og verður annan hvern laugardag fram í Maí nk. Við vorum nú ekki lengi að skrá drenginn. Þó að þetta kosti okkur nokkuð ferðalag er okkur alveg sama. Okkur finnst það alveg þess virði að eyða öðrum hverjum laugardegi í þetta. Svo er bara að krossa fingur og vona að þátttkan verði nægileg svo þetta verði mögulegt.

Jahá og kirsuberið á toppinn...
það er líka búið að stofna nýtt Íslendingafélag í NY. Þeir ætla að hafa 3-4 skipulagðar samkomur á ári. Þorrablót, 17 hátíð og eitthvað fleira spennandi.

Ussssuss...maður þarf bara ekkert orðið að fara heim ;)

fimmtudagur, október 19, 2006

"Litli" strákurinn okkar



Hann Kristófer er að verða fullorðinn. Þessar myndir eru svo flottar að við urðum að setja þær inn til að sýna ykkur hvað hann er orðinn fullorðinslegur.

miðvikudagur, október 18, 2006

Hvernig á að losna við símasölufólk...

Þetta er algjör snilld!
Hlustið á Tom Mabe frá USA gera hrekk í símasölumanni. Þessi maður var alveg komin með uppí kok á því að svara endalausum hringingum frá símasölufólki svo að hann ákvað að gera "smá" at í þeim.

Ég myndi leita mér að annari vinnu eftir svona viðtökur!

Hlusta!

Súkkulaðiskortur í vændum!

Rakst á þetta inná Gestgjafa síðunni og líst ekkert á blikuna...

Nú er illt í efni. Það kvað verða útlit fyrir súkkulaðiskort á næstu árum. Tveir ólíkir plöntusjúkdómar hafa lagst á kakóbaunarunna í Suður- og Mið-Ameríku að undanförnu og þegar hefur dregið úr kakóbaunaframleiðslu um 20% (á heimsvísu). Ef annarhvor sjúkdómurinn eða báðir berast til Afríku (Fílabeinsströndin er mesta kakóræktunarland heimsins), þá er voðinn vís. Sumir vilja bregðast við með því að rækta fram erfðabreyttar kakóbaunir sem eru síður næmar fyrir þessum sjúkdómum en gegn því er þó mikil andstaða. Allavega gæti farið svo að gæðasúkkulaði yrði enn meiri lúxusvara en nú er.

En talandi um súkkulaði...
Haldið þið að ég hafi ekki heldur betur dottið í lukkupottinn í gær. Fór í minn reglulega lambakjöts, smjör, skyr og ostaleiðangur í Whole Foods og hvað haldið þið það þeir séu farnir að selja þar? Nú.. hann Nóa Síríus vin minn! Bæði mjólkur- OG suðusúkkulaði takk fyrir. Svo það er ekki skortur á súkkulaði á þessu heimili... eins og er :)


mánudagur, október 16, 2006

Þetta er helst í fréttum

Sökum mikillar áskorunar síðastliðna daga (Heilir 2 búnir að skora á okkur) þá ákváð ég að skella í nokkrum fréttum af okkur.

Kristófer fór í Sleep-over núna á Laugardaginn. Hjá vini sínum, Oliver. Olvier býr í litlum bæ í Pennsylvaniu sem heitir Doylstown. Ferðin þangað átti að taka bara 40 mínutur eða svo, en við villtumst og vorum heila 2 tíma á leiðinni.

Mary, sem er mamma hans Olivers, bauð uppá heimatilbúna osta, Tómata úr garðinum og rauðvín og við borðuðum svokallað "Brunch" hjá henni. Það var alveg æðislega gott hjá henni.

Síðan um kvöldið fórum við út að borða með Eggerti og Ásu. En þá fórum við á mjög skemmtilegan stað í Princeton sem hét Camillo's Cafe. Sá staður var alveg frábær og fengum við mjög góðan mat þar og meiriháttar þjónustu. Eftir matinn var förinni síðan heitir á Triumph, sem er skemmtistaður í miðbæ Princeton. Fengum okkur bara 1 öllara þar og fórum síðan heim.

Annað í fréttum er að ég spilaði um daginn í hinum árlega Coaches game. En þar koma allir þjálfararnir saman og spila 1 leik í fótbolta. Mér gékk ágætlega, en liðið mitt tapaði 3-1. Ég spilaði meirihlutinn af leiknum, og skoraði eina mark okkar liðs.

Þetta er svona það helsta sem ég man í bili... Kannski það komi meira seinna.

Elmar

miðvikudagur, september 13, 2006

The Planet Formely Known as Pluto

Þetta er nú bölvað bullið, lesið þetta

Mér finnst þetta alveg fáranlegt, við ættum kannski að fara að af stað með undirskriftarlista um að varðveita Plútó nafnið. Hver er eiginlega tilgangurinn með þessu, af hverju í ósköpunum má "Greyið" plánetan/Reikistjarnan ekki heita áfram Plútó???

Mér fannst þetta bara það merkilegt að ég varð að koma af stað umræðu um það.

þriðjudagur, september 05, 2006

Áfram Magni og Ísland...

Ég var að ljúka við að gefa Magna svona um 500 atkvæði og fór að hugsa um morgundaginn. Það eru 2 hlutir að gerast á morgun sem geta ráðið því hvort að dagurinn verði frábær, sæmilegur eða einfaldlega ömurlegur. Þetta er formulan sem ég kom með...

Magni kemst í lokaþáttinn og Íslendingar sigra Dani = Frábær Dagur !!!
Magni kemst í lokaþáttinn og Íslendingar tapa fyrir Dönum = Sæmilegur Dagur
Magni dettur út og Íslendingar tapa = Ömurlegur dagur.

Þetta verður spennandi að fylgjast með þessu. Ef einhver sem les þetta veit um einhverja útvarpsstöð heima á klakanum sem lýsir leiknum beint, endilega láta mig vita með kommenta kerfinu, eða senda mér e-mail eða jafnvel... hringja í mig :)

langar mikið að geta horft á hann en það verður ekki í boði þannig að bein lýsing verður að duga.

Kveðja í bili og ...

Áfram Magni og Ísland.

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Myndir segja meira en þúsund orð...

Við erum kominn til Corolla, North Carolina. En það er svokölluðu Outer Banks Svæði. Þetta er algjör paradís og allir skemta sér vel. Ákvað að láta nokkrar myndir inn til að sýna fjörið.










þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Bara smá update...

Sæl verið þið, þar það er mikið að gera hjá okkur þessa dagana vildi ég bara láta vita af okkur... Við erum lifandi :)

Vandamálið er að þegar við fórum á veitingastað í New York um daginn, var myndavélinni okkar stolið og erum við að vinna í því að fá nýja. Búumst við því að það takist áður en við förum í sumarhúsið okkar í North Carolina.

Ekki meira í bili, ég er á leiðinni út með Magga á meðan Andrea og Ella verða heima með strákana.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Halló...

Úti að borða á alveg meiriháttar stað í Bordentown sem heitir Marcello´s.

Þá eru Ella, Maggi og Baltasar loksins komin til okkar. Þau lentu á fimmtudagskvöldið og ætla svo að vera hérna hjá okkur til 5. september. Það verður voða fínt og það er ýmislegt sem við erum búin að skipuleggja á meðan þau eru hérna. Pabbi (Magnús) ætlar líka að kíkja til okkar í lok mánaðarins í rúmar 2 vikur. Nær rétt að kíkja með okkur í sumarhúsið í Norður Karólínu. En við segjum ykkur frá því öllu saman þegar þar að kemur.
Já annað merkilegt í fréttum er að við erum barasta komin með barnapíu...og það meira að segja tvær! Svo að við erum með eina til vara ef hin klikkar, ekki slæmt það.
Jæja vildi bara skutla inn nokkum línum til að láta vita af okkur :)

Ps. Nýjar myndir í Ágúst albúmi!

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Skítaveður í Jörsí

Smellið á myndina til að sjá hana stærri
Smellið á myndina til að sjá hana stærri
Eins og þið sjáið er ekki mjög gott veðrið hjá okkur þessa stundina. Andrea fór að dunda sér með myndavélina og náði nokkrum góðum. Hérna eru 2 af þeim.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Afmæliskveðja...

Elsku mamma/amma/tengdó.
Innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn.
Hafðu það sem allra best og megi dagurinn verða ánægjulegur!

Afmælis kossar og knús,
Elmar, Andrea og Kristófer Leó.

laugardagur, júlí 22, 2006

Lítil frænka komin í heiminn...

Elsku Fjóla og Gunnar,
Innilegar hamingjuóskir með litlu prisessuna! Hlökum til að fá að sjá myndir af litlu dúllunni.
Knús og kossar,
Elmar, Andrea og Kristófer.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Hitabylgja og Tannlæknar

Síðastliðna daga hefur verið mikil hitabylgja og hefur hitinn, í skugga, á svölunum okkar farið mest upp í 42 gráður... Þetta er auðvitað hrein geðveiki. Við erum búin að endurnefna svalirnar okkar í "Helvíti". Maður stígur út og þetta er virkilega eins og að ganga á vegg. Harðann, heitann og rakann vegg. Skinnið á manni byrjar að malla um leið og maður sest niður og maður verður að passa uppá Kristófer í Þessum hita. Hann átti að fara í Soccer Camp þessa vikuna en við hættum við það til að hann myndi ekki bráðna. Hann fer bara í næstu viku í staðinn.

Kristófer fór síðan til tannlæknis í dag, í 6 mánuða skoðun og var allt í himna-lagi. Engar skemmdir á þeim bænum. Flott hjá stráknum þar sem hann burstar sínar eiginn tennur.

sunnudagur, júlí 16, 2006

Hvað á maður að skrifa um þegar ekkert sérstakt er í fréttum? Veðrið bara...er það ekki?

Jæja það er amk farið að vera almennilegt hérna. Loksins! Kannski einum of gott fyrir minn smekk. Hitaviðvörum hjá okkur í dag, á að fara yfir 100 F þegar líða tekur á daginn. Veit nú ekki hvað það þýðist yfir á íslenskan mælikvarða...ætli það sé ekki um 40 stig eða svo.
Skrapp í sund í fyrradag, er ennþá að gjalda fyrir það að hafa gleymt sólarvörninni. Er eins og karfi. Þó svo að ég hafi bara verið þar í 40 mín náði ég að brenna mig...og það illa. Þufti einmitt á því að halda að fá fleiri hrukkur, svona útá kæruleysið eitt saman. Þori ekki fyrir mitt litla líf að fara aftur þessa vikuna...og í næstu viku verður það SPF 200 takk fyrir! Búin að gleyma hvað svona bruna fylgja mikil óþægindi, kláði, blöðrur og flagnandi skinn...alveg hreint bjútifúl.

Emmi er úti á plani að þrífa bílinn...í tuttugasta skipti síðan hann fékk hann held ég :) Sér skít sem ég sé ekki...og þá er nú mikið sagt. Ekki að ég hafi eitthvað á móti því. Ekki slæmt að rúnta um á sjænuðum og fínum bíl á hverjum degi.

Emmi og Kristófer fóru í rosalegan hjólreiðatúr í gær. Það liggur skurður hérna rétt hjá sem er vinsæl hjólaleið og maður kemst víst lengst útí buskan ef maður fer með honum. Það er frábært. Það er yfirleitt erfitt að komast góðar vegalengdir hérna í Ameríkunni gangandi, hvað þá á hjóli. Hér er lítið um gangstéttir og ef maður er það heppin að finna svoleiðis fyrirbæri, þýðir það ekki endilega að maður komist eitthvað. Þær enda oft á kjánalegum stöðum eins og t.d. inni í miðjum skógi eða við á og engin brú þar yfir. Við umferðaþungar götur sem engin gönguljós eru, nú eða bara í bútum hér og þar, svona til málamynda. Þannig að það er ekki nóg að eiga hjól...maður verður nú að geta farið eitthvað á því.

Kristófer er hjá vinum sínum, Oliver og Luciano núna. Þeir eru bara að hjálpa til úti á pizzastaðnum sem fjölskyldan á. Setja saman pizzu kassa og svoleiðis. Minn bara komin í vinnu 8 ára! Honum finnst þetta æði. Þeir ætla síðan allir að koma hingað á eftir og fara í sund með Emma. Ég held mig bara heima á meðan fyrst það er svona heitt. Búhúú!

föstudagur, júlí 14, 2006

Afmæli : Thomas Benedikt Charlton


Hann Thomas Benedikt Charlton á afmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir með drenginn Selma og Andrew.

Vonandi að við náum nú að sjá dreginn fljótlega, hann er svo brosmildur og myndalegur.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Nýjar myndir í Júlí 2006 Almbúmið

Jæja, var að skella inn nýjum myndum. Þær eru að finna í Júlí 2006 almbúminu.

Mikilvægi Commenta

Ég var að spjalla við systur mína í Englandi og hún sagði mér að hún hafði reynt að commenta á eitt blogg sem ég hafði skrifað en það kom ekki inn. Ástæðan var að hún hafði ekki tekið eftir þessu "Word Confirmation" sem kemur alltaf neðst. Ég tók þá ákvörðun um að taka það út. Ég hafði sett það inn á sínum tíma til að hætta að fá rusl-comment. En það er ekki þess virði ef það það hindrar fólk, sem vill commenta, við að commenta.

Þegar maður er að blogga er MJÖG gamana að fá comment eða skrif í gestabókina. Þetta gerir blogg "vinnuna" alveg þess virði. Ég hefði alveg viljað geta lesið commentið frá systur minni, en hún reynir kannski aftur núna.

Annað í fréttum af daglegu lífi okkar....

Við fengum góða heimsókn frá Indiana um síðustu helgi. Högni, Fanney, Hildur og Kristín komu til okkar á föstudaginn og gistu alveg til mánudags. Þetta var mjög skemmtileg helgi og varð til þess að golf-áhuginn kviknaði aftur. Við Högni fundum líka svona skemmtilegan völl, sem er bara með par 3 holur og einngöngu 9 holur. Það er ekki alltaf stuð fyrir því að fara 18 langar holur, og var þetta mjög góð tilbreyting. Síðan var spilað á hverju kvöldi, alltaf einhver ný spil. Var gott að komast í þann íslenska fíling.

Á 4. Júlí var okkur svo boðið í heimsókn til Ninne og fjölskyldu. En þau buðu okkur að horfa á "leikinn", HM leikurinn á milli Þýskalands og Ítalíu. Síðan var grillað á rafmagnsgrill sem þau eiga. George Foreman, risastórt grill á fæti. Heppnaðist mjög vel og við skemmtum okkur konunglega.

Í gær horfðum við á fyrsta þáttinn af Rockstar Supernova og sáum þar íslendinginn Magna. Hann stóð sig bara allt í lagi en ekki meira en það. Andreu fannst sviðframkoma hans eins og hann væri að spila á Sveitaballi... hoppandi um eins og kanína og reynandi að skapa stemmingu með því að fá alla í salnum til að taka undir með sér. Hann er samt með góða rödd og gæti þetta alveg, hann þarf bara að bæta sviðsframkomuna aðeins. Við kusum hann nokkrum sinnum í von um að hann geti haldið áfram og bætt sig í næstu viku. Úrslitin verða svo kynnt á morgun.

Endilega verið svo dugleg að commenta á þessi blogg hjá okkur, sama hvað þið hafið að segja, höfum við gaman af að lesa það.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Næsta Vídeó...

Þetta tókst það vel að ég ákvað að skella strax inn, örugglega öllum til mikillar ánægju, öðru myndbandi. Þetta er tekið á Driving Range með Rúnu og Kristóferi... Myndir segja 1000 orð...

Tilraun til að sýna Vídeó...

Hæ hæ, Mig hefur lengi langað að geta haft Vídeó á síðunni minni. Eitthvað sem að vinir og ættingjar, a.m.k. þeir sem lesa þetta blogg, geta horft á. Þetta er s.s. fyrst tilraunin og ákvað ég að láta þarna inn gamal myndband af því þegar Kristófer var að læra að hjóla. Þetta er teki fyrsta daginn sem að hann hjólaði einn. Einnig er þarna bífluga sem að réðist á mig á meðan tókum stóð...

Endilega skoðið og látið mig vita hvernig þetta kemur út.

fimmtudagur, júní 29, 2006

HM í fótbolta og Ég

Ég fór að hugsa um það um daginn, hvernig lífið hefur breyst hjá manni síðustu fjögur árinn. Ég skrifaði um daginn hvernig/hvar maður var þegar síðasta HM var og langar að líta aðeins yfir síðustu árin sem HM hefur verið í gangi...

1974 í Þýskalandi - Þýskaland Sigurvegarar

Ég fæðist, og er víst órólegur í nokkra mánuði á eftir. Ég er núna búinn að komast að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir því, fyrst að læknarnir gátu ekkkert fundið að mér, að ég hafi verið fúll yfir því að engum datt í hug að kveikja á sjónvarpinu og hafa HM í gangi. Ég s.s. missti af þeirri keppni.

1986 í Mexikó - Argentína Sigurvegarar

Ég man eftir að hafa haldið uppá 12 ára afmælið mitt heima á Völusteinsstrætinu og boðið öllum vinunum í afmælið. En "Partíið" var einfaldlega að koma saman, borða gómsætar kökur sem mamma bakaði og horfa á HM. Man sérstaklega eftir Hendi guðs sem Maradonna notaði til að skora á Englendingana.

1990 á Ítalíu - Þýskaland Sigurvegarar

Tímamót hjá mér. Ég var farinn að kynnast tölvunni og fannst þetta nú ansi spennandi kostur, þar sem ég hafið verið að vinna hjá Pabba í vélsmiðjunni og hafi nú aldrei mikinn áhuga á því og var alveg sérléga lélegur í öllu sem þar átti að gera, nema kannski að sópa. En lærði þar svolítið sem hefur alltaf setið í mér. Vinnusiðgæði sem pabbi var duglegur að stimpla í mig og líka svolítið sem hann sagði við mig... "Aldrei að gefa vinnuna sína". Mér bauðst um sumarið að fara með Mömmu og Pabba og Fjólu systur til Ítalíu og vera á nokkrum HM leikjum... En ég valdi, eins og frægt er orðið, í minni fjölskyldu a.m.k., að fá frekar tölvu í afmælisgjöf.

1994 í Bandaríkjanum - Braselía Sigurvegarar

Man ekkert mikið eftir þessari, líklega vegna þess að þá var ég að ganga í gegnum djamm og djús tímabilið mitt. Ég var duglegari á pöbbunum frekar en í skólunum.... en nóg um það.

1998 í Frakklandi - Frakkland Sigurvegarar

Þetta var mjög merkilegt ár í mínu lífi. Kristófer fæðist á 17. Júní, í miðri HM. Og síðan er skírnin haldinn á sama dag og úrslitaleikurinn. Braselía og Frakkland að spila. Var víst rosalegur leikur, en ég sá hann ekki þar sem við vörum að ganga frá eftir skírnarveisluna á meðan hann var. Ég hafði samt tekið hann upp og hlakkaði nú til að fara heim og horfa á hann. En þegar ég er að ganga inn í íbúðina sem við vorum með á þeim tíma, hjá Ömmu hennar Andreu á Hörpugötunni, þá hringir elsku mamma og eitt það fyrsta sem hún segir í símanum er "Jæja, frakkar höfðu þetta"... Ég grét í símanum, eða svona næstum því. Þess ber líka að geta að Kristófer var líka órólegur í nokkra mánuði eftir fæðingu, grét þegar hann var vakandi og vildi helst bara sofa þegar við fórum með hann í bílinn að rúnta með hann. Ég vil halda að það sé af sömu ástæðum og pabbi hans, hann var að missa af HM.

2002 í Kóreu og Japan - Braselía Sigurvegarar

Þegar þessi keppni var í gangi var ég að byrja í nýrri vinu í Miami, Florida. Ég held ég hafi séð 1 leik, og það var yfir morgunmat með Morten, á einhverjum veitingastað nálægt vinnu, í miðbæ Miami. Ég var sjálfur svo spenntur yfir því að vera að fara að flytja í sólskinsparadís að ég var lítið að spá í þessari keppni. En man að USA náði góðum árangir, töpuðu að lokum fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrlitunum.

2006 í Þýskalandi - ?? Sigurvegarar

Þá er maður fluttur til Lawrenceville, New Jersey og hef horft á alla nema 2 leiki held ég. Ég missti af þeim bara af því ég fór að kaupa nýja bílinn okkar. En það var alveg þess virði. Við fjölskyldan erum orðinn mjög ánægð hérna, ekki að við höfum ekki verið það fyrir, en allt í einu erum við kominn með gommu af vinum hérna. Fjölskyldur frá Svíþjóð, Þýskalandi, Ítalu og USA svo nokkuð sé nefnt.... Hmm... allir frá þjóðum sem hafa verið á HM, ætli það sé ekki bara tilviljun.

Mér hlakkar rosalega til ársins 2010 til að sjá hvar maður verður staddur í lífinu á þeim tíma, kannski kominn með annað barn, búinn að kaupa sér hús hérna... hver veit. Og auðvitað að sjá HM aftur þá.

mánudagur, júní 26, 2006

föstudagur, júní 23, 2006

Nýji bíllinn okkar...



Við skelltum okkur á þennan bíl í dag. Búin að losa okkur við gamla góða Galantinn og kominn á þennan. Nissan Murano SL 2006.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Stiklað á stóru...

"HÆTTESSU MAMMA! You´ll cramp my style!!!"
Þetta sagði Kristófer við mig í dag þegar ég rótaði í hárinu hans :)

Ekki byrjar sumarfríið vel hjá Kristófer. Hann er hérna heima sárlasinn greyið. Með hita, kvef og eyrnabólgu...um HÁ SUMAR takk fyrir! Já það er frekar fúlt að vera fastur innifyrir þegar úti er 40 stiga hiti, sól og blíða. Við fórum með hann til læknis, strax í gærmorgun, um leið og kvefið gerði vart við sig og fengum sýklalyf. Hann er með hita núna, en þetta ætti nú ekki að standa lengi yfir fyrst hann er kominn á lyf. Það er eins gott því að afmælisveislan hans er um næstu helgi!

Annars er bara búið að vera alveg brjálað að gera hjá okkur félagslega, góð tilbreyting það. Við erum búin að kynnast alveg helling af fólki undanfarið. Það er meira að segja farið að detta hingað inn fólk í kaffi og heimsókn, ég hélt að væri nú bara sér-Íslenskt fyrirbæri en svo er nú víst ekki. Svo á góðum kvöldum eru krakkar úr hverfinu, og foreldrar þeirra, farnir að mæta hérna fyrir utan hjá okkur og svo leika þeir sér saman frameftir og foreldrarnir kjafta saman. Hrikalega næs!

Jæja við erum loksins búin að fá bílinn aftur úr viðgerð. Kallinn sem gerði við hann lofaði því að nú ætti þetta að vera komið í gott stand og ætti ekki að klikka, annars mættum við eiga bílinn hans. Sjáum til með það. Við erum bara að spá í að fara að losa okkur við hann áður en það kemst einhver reynsla á það. Við erum alveg komin með uppí kok á þessu veseni. Emmi er komin alveg á fullt að skoða nýja bíla, vill bara fá svoleiðis, og það helst í gær. Við eigum bara svo rosalega erfitt með að koma okkur saman um tegund á bíl. Sá eini sem við erum bæði hrifin af er Nissan Murano. Annars langar mig bara í einhverja milljóna bíla eins og t.d. Hummer (sko litla nýja týpan:) Lexus eða Benz jeppa... og já, og mér finnst líka Porche Cayenne jeppinn rosa kjút :) Hahaha...það kostar ekkert að láta sig dreyma!

Helgin hjá okkur var alveg meiriháttar. Á föstudaginn var síðasti skóladagurinn hans Kristófers. Eftir skóla kom Carlson vinur hans Kristófers í "sleepover". Daginn eftir, 17. júní, byrjuðum við á því að fara í sund, svo um leið og við komum heim fylltist hér allt af strákum. Þeir fengu svo að vera hérna í smá tíma og leika sér þangað til við skelltum okkur í mini-golf. Eftir það skutluðum við svo Carlson heim til sín. Kristófer fékk svo að velja stað til að fara út að borða á. Hann vildi náttúrulega fá afmælissöng og klapperí svo að Chilli´s varð fyrir valinu. Við ætluðum að fara svo í bíó að sjá Cars en afmælisbarnið var alveg búið á því og vildi bara fara heim að sofa. Honum varð nú ekki að ósk sinni því að vinir hans biðu eftir honum fyrir utan hjá okkur, þegar við komum heim og náðu að draga hann út að leika. Held að ég hafi aldrei séð Kristófer sofna svona fljótt eins og þetta kvöld.
Á sunnudaginn komu svo Eggert, Ása og strákarnir til okkar í mat. Ákváðum að hafa páska hangikjötið sem við áttum í frystinum...namminamm! Þau mættu hingað hlaðin gjöfum, já það var bara á alla línuna takk fyrir! Takk elsku fjölskylda fyrir okkur, þetta var alltof mikið!!!

Langar svona í restina að koma á framfæri þökkum fyrir allar gjafirnar, kveðjurnar, símhringingarnar og sendingarnar sem strákarnir fengu á afmælunum sínum. XOXO


Kveðja úr hitanum! (*mont mont*)
NJ-Gengið.

Ps. fleiri nýjar myndir í Júní albúminu!

laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbí jeii og jibbí jei...



það er kominn 17. júní!
Þessu bráðskemmtilegi og myndarlegi ungi drengur á afmæli í dag!
Elsku Kristófer okkar, innilegar hamingjuóskir með 8 ára afmælið.
Endalausir afmælis kossar og knús,
Mamma og Pabbi.

Ps. Vorum að setja inn slatta af nýjum myndum! Tími til kominn :)

fimmtudagur, júní 15, 2006

Hann á afmæli í dag...

Afmæli!
Emmalingurinn okkar á afmæli! Og svona til að fara út í smáatriði þá er hann 32 ára í dag. Til hamingju með daginn Emmi...við elskum þig!
:o*
Milljón afmælis kossar og knús,
Adda og Krissi Ljón.

föstudagur, júní 09, 2006

HM 2006

VARÚÐ VARÚÐ ÞETTA BLOG ER EINGÖNGU ÆTLAÐ ÞEIM SEM HAFA ÁHUGA Á KNATTSPYRNU. EKKI ER MÆLT MEÐ ÞVÍ AÐ AÐRIR LESI ÞAÐ. HAUSAR GÆTU SPRUNGIÐ ÚR LEIÐINDUM.

Þá er komið að því, HM 2006 byrjar í dag. Ég er búinn að bíða eftir þessu með mikilli eftirvæntingu og hlakkar rosalega til.

Síðast, árið 2002, var ég í Florida og þá var mjög erfitt að fylgjast með þessu. Sérstaklega þar sem að þetta var næstum hvergi sýnt og ég var að byrja í vinnunni þar og flytjast búferlum og mikið að gera. En það verður gert upp núna, ég er búinn að koma mér upp sjónvarpi og Vídeói niðri á skrifstofu hjá mér og verður þetta bara í gangi hjá mér á meðan ég vinn, eða ég tek þá upp ef ég þarf að fara eitthvað, eins og í dag. Ég þarf að skreppa á fund uppí Long Island í dag kl. 1, en leikurinn hérna byrjar kl 12. Þetta er komið á timer samt og verður tekið upp.

Síðan er það morgun-dagurinn, England að spila við Ekvador... Peter Crouch ætti að vera í byrjunarliðinu og ef ekki, þá er það nú algjört hneyksli. Ég sé alveg fyrir mér að hann eigi eftir að slá í geng á þessu móti og koma út úr þessu sem nýjasta hetja Englendinga. En Wayne Rooney er orðinn hress og er það ekkert nema gott. Ef ég væri Sven, myndir ég samt geyma hann þar til þeir eru búnir með hópinn, auðvitað komast þeir upp úr honum, það er ekki nein spurning.

nóg í bili, en ætli ég reyni ekki að blogga þegar merkilegir hlutir gerast á mótinu, eins og að Þýskaland tapi opnunarleiknum... kannski.

HM Kveðjur,
Elmar

miðvikudagur, júní 07, 2006

Unglambið hann pabbi á afmæli í dag...

Elsku pabbi/tengdapabbi/afi!
Innilegar hamingjuóskir með stórafmælið í dag!
Vildum óska þess að við gætum verið með þér á laugardaginn og fagnað með þér. En við höldum bara aðra veislu í haust þegar þú vonandi kemur í heimsókn til okkar. Lofa að hrista eins og eina massífa Betty Crocker fram úr erminni handa þér með alveg helling af kertum á :)
Farðu vel með þig!
Kossar og Knús,
Adda, Emmi og Krissi.
Það er búið að vera alveg kreisí að gera hjá okkur undanfarið, maður hefur varla haft tíma til að setjast niður og blogga. En það er nú bara eins og það er, alveg í siðasta sæti hjá manni. Sorrý! Við höfum líka oft verið við það að hætta þessu og svo hættir maður við að hætta, og tekur góðar rispur inná milli.

Mig langar að byrja á að óska Essý til hamingju með afmælisdaginn í gær! Gekk um með hnút í maganum í allan gærdag, var með yfirþyrmandi tilfinningu að ég væri að gleyma einhverju og jú, í dag áttaði ég mig á því...Essý átti afmæli. Vona að þú hafir átt góðan dag þó svo að dagsetningin hafi verið heldur krípó, 06.06.06 :)

En allavega, þá er búið að ganga frá afmælispartý fyrir Kristófer þann 25 júní nk. Laser Tag var það heillin! Ég man nú þá dagana þegar það var alveg málið að eiga svoleiðis apparat. Minnir að Ella systir hafi fengið svona græjur í jólagjöf fyrir 100 árum og verið ekkert smá ánægð með það.

Þetta leit nú ekki vel út í fyrstu hjá mér því það virtist bara vera tvennt í boði: föndur partý hjá Triangle (blee...boring) eða geiðveikis partý hjá Chuck´e Cheese (fæ grænar við tilhugsunina). Svo þið getið ímyndað ykkur gleðina á heimilinu (og þá ekki bara hjá afmælisbarninu ;) yfir því að finna þennan stað.

Það er búið að vera heilmikið að gera í skólanum hjá Kristófer uppá síðkastið. Ég er "classroom-mom" eins og það kallast hérna og er því búin að vera mikið í skólanum uppá síðkastið til að skipuleggja og hjálpa til. Það var pikknikk í síðustu viku og svo annað á morgun. Svo hafa verið tónleikar, vettvangsferðir, partý og föndur. Og ég þarf að mæta í skólann amk 4 sinnum áður en honum lýkur þann 16 júní.

Ása og Eggert buðu okkur í grill um síðustu helgi. Það var alveg æðislegt, alltaf gaman að kíkja til þeirra. Helgina áður var líka grill hjá John og Lisu. Svo var Doreen (þýsk vinkona) að tala um að bjóða okkur í grill á næstunni. Það er alltaf verið að núa manni það um nasir hversu æðislegt það er að eiga grill :) Finnst nú helvíti hart að banna fólki að vera með grill hérna og skaffa svo ekki einusinni aðstöðu með kolagrillum, eins og er yfirleitt í þessum hverfum. Eitt er amk alveg á hreinu, þegar við flytjum í okkar eigið húsnæði verður keypt eitt af þessum RISA (macho) amerísku gasgrillum og svo haldið grillpartý ársins með tilheyrandi Tikibar og eldgleypum...ok ok allavega verður grillað grimmt, fæ að sjá til með hitt.

Fjandans bílskrjóðurinn okkar er búin að vera með stæla við okkur uppá síðkastið. Fengum það staðfest í dag að loftræstingin væri farin... í fjórða skiptið á mjög stuttum tíma. Svo að næsti laugardagur verður bíllaus AFTUR! Við værum ábyggilega löngu búin að endurnýja ef við bara gætum komið okkur saman um hvaða bíl við ættum að fá okkur. Höfum ekki enn fundið þennan sem við föllum bæði fyrir...hann er einhverstaðar, ég er alveg viss um það!

þriðjudagur, maí 30, 2006

The attack of the 7 ft spider...

Össs...sumarið er komið með látum, raki, hiti og ógeðslegar pöddur á sveimi. Mér til ómældrar ánægju...eða þannig sko :o/

Ég pikkaði upp alveg hreint með afbrigðum ógeðfeldan "hitch-hiker" í gærmorgun. Það vildi þannig til að ég steig berfætt á eina þá skelfilegustu könguló sem ég hef augum litið! Fannst þetta nú heldur minna á sporðdreka í útliti en könguló, en ég ætla ekkert að athuga hvort svoleiðis fyrirbæri þrífist hér. *HROLLUR!* Nógu hrædd er ég við köngulærnar.

Ég sat bara í mínum mestu makindum úti á svölum (í syndinni) með Elmar á línunni og stend á fætur.
"Hmmm...hvaða drasl er þetta eiginlega fast undir fætinum á mér?" hugsa ég með mér þegar ég stíg í fótinn.

Ég hristi fótinn til og stíg aftur í hann...

"Hvaða helv...er þetta tappi af flösku búin að soga sig fastann á ilina á mér...hvað í andsk...!!??"

*BRAK OG BRESTIR* (hmm...þar fór tappakenningin fyrir lítið!)

" Plís... PLÍS, ekki vera padda!!!" ég svitna við tilhugsunina eina.

Ég mana mig upp í að kíkja undir fótinn. Viti menn...þar var ófreskan með dauðatak á ilinni (Á-iii) og greinilega búin undir baráttu uppá líf og dauða.

"OJJJJJ...GRRRR...SVITN...AARG...PÚFF!"

Ég hoppa fram og aftur um íbúðina, baðandi út höndum og fótum eins og lífið sjálft lægi við!

Allt kom fyrir ekki, skrímslið var ekki á leiðinni að sleppa takinu.

(Emmi ennþá á línunni og hefur ekki hugmynd hvað er eiginlega á seiði á hinum endanum)

Eftir mikla baráttu, dró ég andann djúpt og ákvað ég að myrða kvikindið með því að skella fætinum niður af öllu afli. SPLATT!

Svona eftir á að hyggja hefði ég betur átt að skarklappast út á svalir og ganga frá henni þar, því eftir situr stærðarinnar klessa í nýja fína teppinu okkar.

Eða hvað? Hefði þá ekki öll fjölskyldan hennar komið í jarðaförina? Herre gud!

föstudagur, maí 26, 2006

Í fréttum er þetta helst...

Vá er svona langt síðan við blogguðum? *ROÐN*

Við héldum smá júró partí síðastliðinn laugardag. Við buðum Eggerti, Ásu, Óla og Maríusi í heimsókn að horfa á keppnina og borða góðan mat með okkur. Þar sem Ísland var ekki með, urðum við að finna einhverja aðra leið til að hafa gaman af þessu. Eggert kom okkur á óvart með frábærri lausn. Hann kom með miða með öllum löndunum sem voru að taka þátt og síðan var dregið þangað til enginn miði var eftir og keppnin snérist síðan um hver dró þjóðina sem sigraði. Sigurveginn fékk síðan flottann "Bikar". Kristófer vann þetta með yfirburðum, með Finnlandi. "Bikarinn" var RISA Pez karl.

Við erum á fullu að leita að sumarhúsi í Ágúst ásamt Elllu og co. Held að það sé búið að ákveða að það verði einhverstaðar með ströndum Norður Karólínu. Við höfum heyrt að þar sé mjög fallegt og gott að vera. Við ætlum að vera þar í viku og skilyrði að þar sé einka-sundlaug, grill og nálægt ströndinni. Þetta á eftir að vera MJÖG gaman og gott að komast í langþráð frí.

Annars er fyrsti frídagurinn minn á árinu núna á mánudaginn...jeii! Það er Memorial Day Weekend þessa helgina sem þýðir að allir eru í fríi á mánudaginn. Sundlaugin okkar á að opna núna á laugardaginn. Kristófer telur niður og við verðum ábyggilega með annan fótinn þar yfir helgina. Svo er búið að bjóða Kristófer í "sleepover" á sunnudaginn, sem þýðir bara eitt fyrir okkur hjónakornin...date-night! Fyrst að við erum ekki ennþá komin með barnapíu eru þetta einu tækifærin sem við fáum til að komast út aðeins. Svo á mánudaginn er okkur boðið í grillpartý, það verður ljúft því að við fáum ekki að vera með grill hérna í hverfinu og það er eitthvað sem við söknum alveg gríðarlega...djúsí grillmatur.

Ég náði einhvern veginn að sprengja hljóðhimnuna mína fyrir 2 dögum, og það í svefni, furðulegt það. Vaknaði bara með blóðpoll á koddanum. Okkur leist nú ekkert á þetta svo ég skutlaðist til læknis. Hún var alveg undrandi að ég finndi ekkert til og spurði mig margsinnis hvort ég heyrði alveg örugglega með eyranu. Eina sem háði mér var að þessu fylgdi mikill svimi en þetta er allt að jafna sig.

Kristófer á bara tæpar 3 vikur eftir í skólanum. Hann er orðin frekar spenntur yfir því að komast í frí, enda mikil keyrsla í skólunum hérna og lítið um frí.

Við erum búin að finnar sumarbúðir sem byrja s.p. júní og enda um miðjan júlí. Erum svona að spá í að koma honum á það. 3 vikur af m.a. sundi, tölvukennslu, íþróttum og því sem að hann vill helst stunda, en hann fær sjálfur að velja greinar og setja saman dagskránna. Ágætt að hafa eitthvað svona til að brúa bilið þar til Baltasar kemur í ágúst. Svo eru auðvitað fótboltaæfingarnar og keppt um helgar, svo að drengnum ætti nú ekki að leiðast.

Loksins er komið alvöru sumarveður hjá okkur. Búið að vera frekar leiðinlegt undafarnar vikur, rigning, rok og frekar kalt. En svo eins og hendi væri veifað snarbreyttist það og er búið að vera alveg frábært í dag og í gær. Ákkúrat núna segir mælirinn mér að hitinn sé í 36 gráðum í forsælu. Veðurfræðingarnir eru sammála um það að nú sé sumarið komið til að vera.

Langar að senda smá "shout-out" á Essý, Gylfa og Co, en þau eru að fara að flytja heim á klakann í næstu viku og standa því í ströngu þessa dagana. Gangi ykkur vel!

Biðjum að heilsa í bili og góða helgi!

Elmar, Andrea og Kristófer.

Ps. við höfum verið alveg ofboðslega löt með myndavélina undanfarið, en ætla samt að setja inn myndirnar frá Flórída og Íslandi á næstu dögum.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Íslandsferðin...

jæja þá erum við mæðginin komin heim úr ofboðslega vel heppnaðri ferð frá Íslandi. Þó svo að veðrið hafi nú ekki alveg leikið við okkur og oftar en ekki, fengum við allar árstíðir á einum degi, var þetta alveg meiriháttar. Þetta var ákkúrat það sem við þurftum á að halda, bæði tvö. Íslenskan hjá Kristófer tók miklum framförum og ekki veitti af því að hún var orðin frekar bjöguð.

En ætli ég láti ekki bara myndirnar tala sínu máli í þetta skiptið...

Kristófer alveg í skýjunum yfir því að vera loksins komin til Íslands!

Rúna frænka knúsuð í bak og fyrir.

Helgi bróðir orðin agalegur töffari.

Við skelltum okkur á Kalla á Þakinu í Borgarleikhúsinu.

Baltasar, Agatha og Kristófer við Tjörnina.

Endurnar og svanirnir á Tjörninni fengu sinn skammt af brauði.

Svo var splaður fótbolti framá kvöld...engin mamma að vakta mann þarna.

Svo var okkur boðið í Keiluhöllina og út að borða á afmælinu hans Baltasars.

Við skoðuðum Þingvelli gaumgæfilega, enda vorum við mjög heppin með veður þennan dag.


Afi Magnús og Kristófer við Gullfoss.

Kristófer fannst erfitt að þurfa að brosa í myndavélina þegar Strokkur var að gjósa.

Við Kristófer við Strokk á Geysis svæðinu.


Kristófer við fossinn Faxa.

Kristófer við Kerið, fannst þetta stórmerkilegt fyrirbæri.



Baltasar, Ella og Kristófer að kveðjast í Keflavík.

Er ennþá með heilann helling af myndum sem ég á eftir að setja í albúm og geri það væntanlega á næstunni. Það var sjaldan dauð stund hjá okkur og alveg hellingur sem við gerðum á þessum stutta tíma.
Ella fær RISA knús frá okkur fyrir það að hafa lánað okkur bílinn sinn allan tímann, en án hans hefði ferðin ekki verið sú sama. Allt annað líf að vera svona frjáls ferða sinna. Takk fyrir okkur elskan :o*
Og Addý fær líka risa knús fyrir að sækja okkur á völlinn og hjálpa okkur að koma öllum á óvart :o*

Annars þökkum við öllum góðar móttökur og góðar stundir saman!

Knús og kossar,
Andrea og Kristófer.

föstudagur, apríl 14, 2006

Reyklaust New Jersey

Á miðnæti í kvöld rennur í gildi ný lög, sem var "Barn" eldri fylkisstjórans hans Dick Cody or nýji fylkisstjórinn okkar, hann Jon Corzine, samþykkti. Þessi lög banna reykingar innandyra alls staðar í NJ. Allir veitingastaðir, barir, skemmtistaðir, skrifstofubyggingar og alls staðar sem getur talist opinber vetvangur. Ella og Maggi, það má ekki lengur reykja á Kat-man-Dú. Ég sem reykingarmaður skil þetta vel, við hjónin viljum ekki einu sinni reykja heima hjá okkur, við reykjum úti á svölunum hjá okkur og erum sátt við það, sama í hvaða veðri. Steikjandi hita eða algjöru frosti.

En það er núna verið að ræða um viðbót við lögin. Það er sérstök nefnd sem sér um slíkar viðbætur og er samansett af, eftir því sem að einn virtasti stjórnmála-fréttamaður hérna í NJ segir, andlitslausum og nafnlausum einstaklingum sem hafa ekkert betra að gera. Og þessi nefnd hefur ákveðið að, ekki aðeins má ekki lengur reykja á þessum stöðum, heldur skal það verða bannað að reykja innan 25 fetum (7.62 metrum) frá dyrum að þessum stöðum... Ok, það þýðir að ekki má reykja í 90% af New Jersey, þar sem meirihlutinn hérna eru verslanir, veitingarstaðir, barir og aðrir opinberir staðir.

Ef við myndum fara á Panera (skemmtilegur lítill veitingastaður), og fá okkur að borða ÚTI þar sem þeir hafa borð fyrir viðskiptavini sína. þá má ekki reykja þar. Og það er ekki hægt að fara 7 metra frá dyrunum án þess að vera of nálægt næstu verslun. þannig að þar má ekki heldur reykja þar...

Eini staðurinn sem má reykja á, er inná heimilinu þínu. Í okkar tilfelli á svölunum heima hjá okkur... sem betur fer búum við ekki í 7 metra fjarlægð frá næstu verslun, hún er nálægt, en ekki undir 7.62 metrum... annars mættum við ekki reykja þar og þyrftum að færa reykingar okkar innandyra.. einmitt, mjög holt fyrir andrúmsloftið það !!!

Meira frá einum pirruðum seinna.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Takk fyrir mig :)

Kæru vinir og ættingjar...
Takk fyrir allar símhringingarnar, póstana og kveðjurnar í gær!
Mikið var ánægjulegt að sjá hve margir muna eftir manni þó maður sé í órafjarlægð frá Íslandi.
Kossar og knús,
Andrea...gamla geit :)

P.s. fyrir alla slúðurfíklana sem lesa þetta, eru hérna nokkrar slóðir á djúsí slúðursíður .

Celebrity Terrorist

Celebrity Smack

Perez Hilton




þriðjudagur, apríl 11, 2006

Afmæliskveðja

Hún elsku Andrea okkar strákana á afmæli í dag. Hún þykist vera orðin 27 ára, en ég veit að hún er nú bara 23. Hún er jafn fersk og falleg og þegar ég sá hana fyrst.

Kossar og knús...

Strákarnir þínir.

föstudagur, apríl 07, 2006

Florida hingað til...

Kristófer að slappa af við sundlaugina.

Elmar og Kristófer í sundi. Ekki leiðinlegt.
Svona var veðrið í NJ rétt áður en við fórum til Florida. Snjókoma og kuldi.
Eyþór og Kristófer hafa báðir áhuga á Yu-Gi-Oh og að spila í playstation... þeim kemur s.s. mjög vel saman.
Fjölskyldan spennt í flugvélinni.