mánudagur, desember 24, 2007
Gleðileg Jól
Jólakveðja,
Elmar, Andrea og Kristófer.
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Kristófer kemst á Honor Roll
Síðan kom hann heim með viðurkenningarskjal um að hann hafi komist á "The Honor Roll" sem er fyrir þá nemendur sem eru með hæstu einkanirnar í öllum skólanum. Við Andrea erum að springa úr stolti, hann fékk meira að segja "A" í tónlist, en hann er farinn að æfa á Kontrabassa og greinilega stendur sig vel í því.
Vel gert Kristófer minn.
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Liverpool Rules
Babel átti flottasta markið, þegar hann skoraði með hælnum... og líka þegar hann notaði bakið á sér svona glæsilega til að skora annað markið sitt.
Núna er bara að vona að við dettum ekki aftur niður í vitleysu eins og eftir Derby leikinn. Ég vona að Crouch, Aurelio, Arbeloa, Benayoun og Kewell fái allir að byrja inná næsta leik.
Þetta yrði mitt lið á móti Fulham næstkomandi laugardag...
Reina
Hyypia
Aurelio
Arbeloa
Carragher
Gerrard
Benayoun
Kewell
Crouch
Torres
Babel
Hvað finnst ykkur?
mánudagur, október 29, 2007
Meiðslin okkar
Hver ætli verði í miðjunni um næstu helgi? Ef það eru Momo þá er illt í efni. Ég vil fara að losna við hann úr liðinu. Hann missir boltan alltof oft og nær mjög sjaldan að klára sendingarnar sínar. Hann er góður og tækla menn og ná af þeim boltanum, en síðan gefur hann andstæðingunum bara bolta aftur eins og ekkert sé sjálfsagðara. Annaðhvort þarf hann að fara að bæta sig eða við þurfum að losa okkur við hann. Þetta gengur ekki svona.
Annað í fréttum er að ég er á leiðinni til Íslands... mjög stutt viðkoma að vísu, en samt. Ég kem á föstudagsmorgun og fer aftur á Sunnudags eftirmiðdegi. Ég kem til með að gista hjá Mömmu og Pabba í verkalýðsíbúðinni.
sunnudagur, október 28, 2007
Þið 13 sem að kusu
Ég er persónulega fúll þar sem að, þó svo að Arsenal hafi verið betra liðið, þá fannst mér markið frekar ódýrt sem þeir skoruðu. Ég er ennþá fúlari yfir að vera í sjötta sæti núna.
ANDSKOTINN
Svo sem sanngjarnt, en samt... mjög svekkjandi. A.m.k. skoraði Hyypia ekki sjálfsmark. En Torres og Alonso aftur meiddir... þetta er ekki nógu gott.
Ég spái því núna að Arsenal muni vinna deildina, en Liverpool verður í 3ja aftur.
Hálfleikur
Áfram Liverpool og vonandi náum við að halda þetta út.
YOU WILL NEVER WALK ALONE.
fimmtudagur, október 25, 2007
Liverpool
Mín skoðun er sú að við eigum ekki að reka Benitez, heldur vera fegnir því að við gætum fara úr meistaradeildinni þetta árið. Af hverju ekki? fyrir utan peninga spursmálið þá er það bara gott. Við getum þá einbeitt okkur frekar að deildinni sjálfri og kannski loksins unnið hana. En þá verðum við líka að sigra Arsenal á sunnudaginn. Annars getum við bara gleymt þessu. Ef við getum ekki unnið leiki okkar á Anfield, þá er úti um von okkar að sigra deildina.
Þannig að leikurinn á sunnudaginn er orðinn mjög mikilvægur og getum við aðeins vonað að Agger, Torres og Alonso verða orðnir tilbúnir fyrir hann, jafnvel Kewell sem varamaður. Með endurkomu þessara manna hef ég fulla trú á okkur, annars verður þetta orðið mjög erfitt og jafnvel ómögulegt.
ps. ég varð bara aðeins að spjalla um Liverpool, þar sem enginn sem ég þekki hérna í USA getur spjallað við mig um þetta málefni.
þriðjudagur, september 25, 2007
Hef ekkert að blogga um...
Eins og ég sagði.... ekkert merkilegt :)
þriðjudagur, september 18, 2007
Afmæliskveðja
mánudagur, september 17, 2007
Eldfluga
Kristófer er kominn með eldflugu. Þessi sími er mjög einfaldur og hafa foreldrar algjöra stjórn á því hvaða númer hann getur hringt í . Það eru takkar þarna til að hringja í mömmu og pabba og svo má hafa allt að 20 númer í símaskránni. Við ákváðum að gefa honum þetta eftir vesenið með skóla-rútuna fyrsta daginn í skólanum.
Strax fyrsta daginn hringdi hann í mig þegar hann var á leiðinni heim í rútunni og ÖSKRAÐI í símann... "I AM OK". En við vorum búin að segja honum að þetta væri eingöngu til að róa okkur niður þegar hann lendir í svona fíaskói aftur :)
En síðan þá er hann ekki að hringja nema eitthvað komi uppá. Einu sinni var það að ég kom of seint út á stoppistöðina og var ekki þarna þegar hann kom út, þá hringdi hann í mig til að athuga hvar ég væri og það er gott að vita af þessu tæki með honum, bara svona just in case.
Annars var helgin róleg í þetta sinn. Við fórum í bíó á laugardaginn og sáum "I now Pronouce you Chuck and Larry" sem kom skemmtilega á óvart og var mikið hlegið. Kristófer spilaði fótbolta á bæði laugardaginn og sunnudaginn, vann á sunnudaginn 4-3 en tapaði sínum fyrsta leik á sunnudaginn 2-4. En ég er viss um að 2 leikmenn í sigurliðinu hafi verið a.m.k. 12 ára :)
Á Sunnudaginn var ég líka rúma 5 tíma að taka bílskúrinn í gegn og var ég mjög feginn þegar það var búið. Kristófer hjálpaði mér eftir bestu getu, en honum fannst nú skemmtilegra að vera í eldhúsinu með mömmu sinni að hjálpa henni að baka sjónvarpsköku... enda ekki nema von.
fimmtudagur, september 13, 2007
mánudagur, september 10, 2007
Góð Helgi
Síðan var farið í smá rúnt og keypt í veisluna sem ætluðum að halda á Sunnudaginn. Og þá var komið að því að sjá Íslendingana tapa ærlega fyrir Spánverjunum... en viti menn, við áttu alveg erindi þarna í leiknum og stóðu strákarnir sig vel. Ekki var það nú verra að 1 þeirra (Xabi Alonso, liverpool maður) var rekinn af velli á 20mín. Eftir það var eins og við hefðum fengið vítamínssprautu í rassinn og við náðum að skora. Öll fjölskyldan hérna fagnaði eins og við höfðum unnið HM.. a.m.k. EM :) En síðan datt liðinu í hug að reyna að verja bara í síðari hálfleik... það voru nú mistök. Enda náðu Spánverjarnir að jafna þegar aðeins 4 mín voru eftir... mikil synd það.
Á sunnudaginn var næsti leikurinn hjá Kristóferi og náðu þeir að vinna aftur, 4-1... glæsileg byrjun á leiktímabilinu :) Seinna um daginn héldu við svo grill veislu og heppnaðist hún mjög vel. Fengum 2 fjölskyldur í heimsókn, börnin voru úti að leika sér fram að mat og skemmtu sér konunglega. Síðan eftir mat var komið að fullorðna fólkinu og lékum við okkur í leikjatölvum, eða sátum úti á svölum að drykkju. Þetta var mjög gaman allt saman, og alveg frábær matur hjá Andreu, eins og vanalega. :)
Hvernig var helgin hjá ykkur?
föstudagur, september 07, 2007
Gangi ykkur vel á morgun
Þessi leikur er sýndur beint í sjónvarpinu hérna í USA. Við fjölskyldan ætlum að horfa á hann, það verður mjög gaman að geta séð lifandi myndir frá laugardagsvellinum og ætla ég bara rétt að vona að íslendingar fjölmenni nú á völlinn til að sýna kananum sem horfir á að við íslendingar kunnum að styðja við bakið á okkar mönnum. Ég veit það að ef ég væri staddur á Íslandi í dag, myndi ég vera á leiknum og draga með mér alla fjölskylduna.
Áfram Ísland og gangi ykkur vel á morgun.
miðvikudagur, september 05, 2007
Viðburðaríkur dagur
Ég fór heim og spurði Andreu hvort skólinn hefði hringt til að láta vita, en svo var ekki. Þannig að ég reyndi að hringja en það var ekki svarað, og ég skildi eftir skilaboð. Núna voru við orðinn virkilega áhyggjufull... Þannig að ég ákvað að keyra í skólann og Andrea ætlaði að vera heima til ef einhver myndi hringja. Um leið og ég var kominn í bílinn reyndi ég skólann aftur og núna svaraði. Ég fékk þær upplýsingar að Kristófer hefði verið skilinn eftir í skólanum ásamt 17-18 öðrum krökkum, og að rútann væri á leiðinni að ná í hann ásamt þeim öllum. Ég spurði hvort hún gæti staðfest það að Kristófer væri í raun kominn um borð í rútuna og að hún væri farinn af stað... hún sagðist ekki geta það þar sem það væri alveg hinu meginn í húsinu (Einmitt kerling, ekki hreyfa þig of mikið... þú bara týndir barninu mínu). Þannig að ég hringdi í Andreu og sagði henni fréttirnar og hún fór á stoppistöðina ef hann skyldi koma þangað, og ég hélt áfram í skólann.
Þegar ég kom þangað, sá ég stórann hóp af krökkum standandi og bíðandi eftir rútum sínum. 1 Rúta var þarna og ég tékkaði hvaða rúta það var, og það var rútan hans Kristófers. Ég fór inn í hana og náði í hann. Þegar hér er komið við sögu var virkilega farið að sjóða á mér. Ég fór og talaði við konuna sem átti að sjá um að allir færu í sínar rútur og spurði hvað hefði gerst. Hún sagðist ekki vera viss hvað kom uppá (Mjög traustvekjandi), þannig að ég spurði af hverju hefði ekki verið hringt í okkur til að láta vita að Kristófer hefði verið skilinn eftir. Hún svaraði : "I could not leave here, I have 900 kids to look after". Ég svaraði henni því að ég ætti bara 1 krakka en myndi gjarnan vilja fá hann heim á hverjum degi... eða a.m.k. vita hvar hann er ef eitthvað fer úrskeiðis.
Þegar ég lét Andreu vita af því að ég væri kominn með hann, þá gat hún miðlað fréttunum til hinna foreldrana sem voru þarna að bíða eftir börnunum sínum á okkar stoppistöð. Þau voru öll jafn hneiksluð á þessu og við. Allir sögðust ætla að hringja í alla og gera allt vitlaust... sjáum svo bara til með hvernig það fer.
Þetta er alveg skiljanlegt að svona getur komið fyrir, en hafa ekki manndóm í sér að hringja í foreldrana til að láta vita þegar svona kemur fyrir er alveg hreint fáránlegt og nær ekki nokkri átt. Við vorum á tímabili alveg að farast úr áhyggjum. að vita ekki hvar barnið manns er niðurkomið er hræðileg tilfinning og ég mæli ekki með því, sérstaklega ekki hérna í USA.
Það sem mér fannst líka alveg frábært, það var alveg sama við hvern ég talaði, enginn vildi bara ábyrgð á því sem fór úrskeiðis. Allir bentu á einhvern annan. Kann fólk ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum hérna í þessu skólakerfi eða hvað?
Þetta var svona það helsta sem kom uppá á fyrsta skóladeginum hjá honum Krissa okkar. Hann sagði mér seinna að hann hefði verið svolítið smeikur og ekki skilið hvað var að taka svona langan tíma, það leið nefnilega 90 mín. frá því að skólinn var búinn og þar til að hann komst loksins heim....
Hvernig gékk svo hjá ykkar börnum :)
þriðjudagur, september 04, 2007
Skólinn að byrja
Kennarinn hans Kristófers er Ms. Harrell. Við fórum í síðustu viku og fengum að skoða bekkinn hans og hitta kennarann aðeins. Þetta er ung stelpa, ekki eldri en svona 22 ára. Hún virðist vera mjög hress og, eins og Andrea orðar það, bubbly. Kristófer er a.m.k. hrifin af henni.
Íþróttakennarinn hans er Mr. Boggs, en Kristófer þekkir hann líka frá Soccer Camp sem hann hefur stundað a.m.k. 2 sumur. Annað sem breytist er skólatíminn. Hann verður núna í skólanum frá 8:35 til 15:35, fer með rútunni kl 7:58 og ætti að koma um kl 16:00 heim. Þetta verður nú langur dagur hjá greyinu og maður vorkennir honum að fara að læra heima eftir svona langan dag. Þetta eru rúmlega 8 tímar frá því að hann tekur rútna á morgnana þar til hann er kominn heim í eftirmiðdaginn. Ég veit ekki, ég er kannski að gera of mikið úr þessu en hvað finnst ykkur, eru meira en 8 tímar af skóla ekki rosalega mikið fyrir 9 ára strák?
Mig langar að vita hvað ykkur finnst... skiljið eftir comment.
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Áfram Liverpool
Núna erum við að vinna alla leikina okkar, (já, líka Chelsea leikinn, þar sem ég tel það sigur), og svitnum varla við það... þetta tímabil verður frábært og spennandi. Það er gaman að vera Liverpool maður núna. :)
mánudagur, ágúst 27, 2007
Stoltur Pabbi
Ekki datt mér í hug að blanda mér í þetta frekar eða reyna að stoppa þetta á nokkurn hátt... Strákar eru strákar og eiga að slást aðeins þegar þeir eru ungir, það bara styrkir þá.
Ekki fallegasta saga í heimi en mér finnst hún lísa hugreki og samúð hjá stráknum mínum og ég var mjög stoltur af honum þarna.
Önnur saga gerist á Penn Station. Við vörum búin að eyða deginum í Mahattan og vorum vel þreytt og svöng. Þegar við komum aftur á Penn Station til að ná lest heim var vel á 90 mín bið, þannig að við fórum á Burger King að fá okkur að borða.
Á meðan við sátum þar að snæðingi, kom til okkar heimilislaus maður og bað um pening, ég eða Andrea sögðum við hann að við ættum engan smápening til að gefa honum, því miður. Kristófer var greinilega djúpt hugsi á meðan þessu fór fram, en síðan lístist andlitið á honum upp eins og hann hafi fengið bestu hugmynd í heimi. Hann varð mjög æstur og spurði mann mjög hátt "Uh Uh... WAIT!... Do you take Debit Cards???"
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Back in the US, Back in the US, Back in the USA
Eftir matinn ákvað ég að leggja mig, þar sem ég hafið ekki náð nema svona 3 tíma svefni kvöldið áður, ég var líka í glugga sæti svo að ég gat notað hliðina á flugvélinni til að hvíla hausinn, og þó svo að ég gat ekki haggað bakinu, þá var ég fljótur að sofna. Ég vaknaði síðan eftir 15 mín og var ekki að fatta þennan stanslausa barning sem var í gangi í flugvélinni. Enginn annar virtist vera að ganga í gegnum eitthvað svipað. En þegar ég var almennilega vaknaður fattaði ég hvað var í gangi... það var víst mjög spennandi keppni í sætunum fyrir aftan mig, þar sátu 3 svíar, 1 fjölskylda, sem var að keppa í því hver var fljótastur að loka bakkanum og var æsingurinn orðinn mikill. Það var eina skiptið alla ferðina sem að bakið á sætinu mínu hreyfðist eitthvað. Ég bað þá um að hætta en þau virtust ekki skilja íslensku eða ensku, þannig að ég notaði alheimstungumálið og lét eins og ég væri andsettur og kastaði mér nokkrum sinnum aftur í sætið til að þau myndu nú skilja hvað ég vildi. Það gékk upp, þau hættu. En ég var orðinn vel vakandi núna. Með ekkert að lesa, og ekkert að hlusta á, og gat ekki sofnað aftur... Nú voru góð ráð dýr.
Ég tók þá ákvörðun að fara á klósetið... það var mjög spennandi :) Síðan sat ég afganginn af ferðinnni og reyndi að hugsa eitthvað skemmtilegt, notast við dagdraumana. Það gékk í smá stund en síðan sat ég bara og taldi sekúndurnar þar til að við vorum lent.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Áfram Ísland !!!!
Besti leikurinn hingað til var við frakkana, en þá þurftum við að hlusta á lýsingu á frönsku... Maður skildi ekki mörg orð, en við áttum auðvelt með að skilja æsinginn og vonbrigðina í röddinni :)
Ég verð að segja það að í dag á ég eftir að sakna þess að vera ekki á klakanum. Að geta horft á leikinn í góðra vina hóp (allt Ísland) og verið með í fagnaðarlátunum þegar "Strákarnir okkar" vinna. Eða jafnvel þegar "Íslenska landsliðið" tapar. Það er frekar fúlt þegar að leikurinn er búinn þá bíður manns ekkert nema að snúa sér að vinnunnni aftur og klára vinnudaginn, en ég tek mér auðvitað mjög langt hádegishlé í dag, og tek það frekar seint.
Ég vil bara senda ykkur öllum á landinu kalda góða baráttar kveðju og þið vitið af einni fjölskyldu hérna í New Jersey sem á eftir að vera hoppandi og skoppandi fyrir framan tölvuna/sjónvarpið með ykkur þegar leikurinn byrjar.
ÁFRAM ÍSLAND !!!!
þriðjudagur, janúar 23, 2007
NEI !!!
Eins og þetta fólk hafi ekki platað nógu marga saklausa aðila, að þeir þurfi að fara svona með aumingja manninn. Hann Tom Cruise greyið, já hann er "Grey" að trúa þessu bulli til að byrja með, og síðan að trúa því að hann sé "Jesús" þeirra. Guð minn góður. Ég get nú ekki haldið því fram að ég sé mjög trúaður en þetta bara gerir mig reiðann.
Ég bara vona að hann Tom geti komið til baka eftir að hann deyr, svona 50-60 árum seinna, og sjái þá að hann er í raun ekki tilbeðinn eins og "Jesú", heldur frekar hlegið að honum eins og "heimsins mesti auli allra tíma" að trúa þessari vitleysu.
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Daprir dagar hjá Liverpool...
En nú verður maður bara að vona að þeir rífi sig upp úr þessu og sigri næstu leiki sína, Watford á útivelli er næst og síðan er það Chelsea á Anfield helgina þar á eftir. Það væri flott að byrja nýtt ósigrandi tímabil á Anfield með sigri á Chelsea.
Síðan í Febrúar er það Barcelona, sem að allir þessir svokallaðir sérfræðingar á BBC halda að sé bara tapað nú þegar hjá okkur. En við eigum það nú til að koma sterkum liðum á óvart, þó svo að lítið hafi verið um það á þessu tímabil hingað til.
Ps. ég veit að flestir lesendur hafa ENGAN áhuga á fótbolta, og hvað þá Liverpool... en þetta er mitt blog og ég skrifa bara það sem mér sýnist hérna :)
Það commenta svo fáir hvort sem er að ég hef ekki miklar áhyggjur af því að láta 1 fótbolta blogg hérna inn.
mánudagur, janúar 01, 2007
Gleðilegt Nýtt Ár
Gleðilegt nýtt ár.