fimmtudagur, mars 25, 2004

Já, það verður sko gestagangur hjá okkur í sumar. Sigga lóa og Sædís Birta verða hjá okkur í maí, Víðir og Bíbí koma um miðjan júní og verða hjá okkur í mánuð, Rúna systir planar að vera hjá okkur í allt sumar, Addý og Óðinn eru að spá í að koma í ágúst og svo er vinur hans Emma, Yngvi og konan hans að fara til USA í apríl og eru að spá í að fá að vera hjá okkur í 2 daga. Þannig að sumarið verður fjörugt, og svo verður Elmar 30 ára í júní og þá verður eitthvað húllumhæ hjá okkur.

Við rákum upp stór augu þegar Kristófer kom heim með miða úr skólanum með yfirskriftinni: “celibrate spring by skating in Iceland” !!! En við nánari athugun kom það í ljós að skautahöllin hérna heitir Ice-land. Já frekar fyndið. Við erum jafnvel að spá í að halda uppá afmælið hans þarna í júní. Bjóða bekkarfélögunum til ís-lands í afmæli.

En annars er allt gott að frétta af okkur hérna, við ætlum samt þessa vikuna að reyna að hafa uppá einhverjum íslendingum hérna. Okkur finnst það nú alveg nauðsynlegt að amk. vita af einhverjum hérna. Þá erum við líka að hugsa um Kristófer, en íslenski orðaforðinn hans minnkar með hverjum deginum sem við erum hérna og enskan farin að blandast verulega inn í íslenskuna hjá honum. Svo ég gefi ykkur nú dæmi um setningar sem koma útúr honum: mommy, má ég fá cookie og orange juice? Eða pabbi, can we go outside og búið til snowman?

Annars var helgin bara róleg. Það var alveg hrikalega kalt hjá okkur, svo að túristaferðinni okkar til NY var frestað í annað skipti. Þess í stað var farið með drenginn á Chuck´e Cheese sem er í algjöru uppáhaldi. Svo er bókasafnið orðinn vikulegur viðburður hjá okkur og þangað var farið á laugardaginn. Þar fengum við bækur, DVD, “Read-a-long” kassettur, geisladiska og tölvuleiki. Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan á Panera í hádegismat og svo keyrðum við hérna um bæjinn og skoðuðum okkur um, horfðum á róðrakeppni í Princeton, og enduðum svo í parkinum...þar voru ,sem betur fer, engar gæsir í hefndarhug sem biðu okkar.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Lífið hérna í NJ er farið að ganga sinn vanagang, Krissi er duglegur í skólanum og ég fer til NY annað slagið að vinna, annars er ég bara að vinna heima hjá mér. Við fórum í Park um helgina og lékum okkur með fjórhjólið hans Kristófers, þetta fjarstýrða. Það var mjög gaman, síðan fórum við líka á bókasafnið og fengum okkur bækur, DVD og tölvuleiki. Það kostar ekkert að fá bókasafnskort og er nokkuð gott úrval þarna. Við fengum okkur einnig göngu í miðbæ Princeton bara svona aðeins til að hreyfa okkur, það er um að gera að kíkja þangað annað slagið, mjög skemmtilegur bær. í gær var síðan bilur. Já, snjókoma og allt tilheyrandi. Kristófer nátturulega heimtaði að pabbi sinn færi með sér út að búa til snjókall og við vörum í klst. úti að leika okkur í snjókasti og búa til snjókall. Hann skemmti sér konunglega og var greinilegt að hann var búinn að sakna snjósins eitthvað.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Jæja, það vantar ekki aksjónið í nýja skólanum hans Kristófers þessa daga, planitarium (stjörnuver, skv. íslenskri orðabók) í dag og í næstu viku er það war memorial museum, þess fyrir utan er búið að hafa náttfatapartý, bókasafnsferð og afmælispartý. Já, það liggur við að maður fari að öfunda drenginn af þéttskipaðri dagskrá. Svo er planið að fara á Dora the explorer Live í Philadelphiu um miðjan apríl mánuð. Þess er beðið með eftirvæntingu get ég sagt ykkur, Kristófer alveg hreint dýrkar hana. Ég er ekki viss hvort að hún sé eitthvað þekkt á Íslandi hún Dora, en hún er mjög vinsæl teiknimyndapersóna hérna og Kristófer missir ekki af þætti með henni. Í gær fórum við á stúfana í leit af góðum park, og viti menn, þar er bara þessi ljómandi fíni park í 5 mínútna fjarlægt frá okkur og þar var að finna ýmisskonar afþreyjingu, eins og t.d. risa leikvöll, bátaleigu og grillaðstöðu. Kristófer kom auga á tær álftir og læddist á eftir þeim um alla móa, hann langaði svo að klappa þeim, en þær voru nú ekki allskosta ánægðar með það og þetta endaði með því að við bara forðuðum okkur inní bíl, því að allar álftir í nágrenninu höfðu fjölmennt á túninu þeim til hjálpar og var þetta orðið ansi scary, umkringd af tugum brjálaðra álfta. Við látum þetta okkur að kenningu verða og látum blessuðu álftirnar í friði í framtíðinni. Við horfðum á skemmtilega myndi í gærkvöld sem heitir Duplex, með Ben Stiller og Drew Barrimore, langaði að mæla með henni við ykkur lesendur góðir. Við erum í ferlega sniðugum “klúbb” hérna sem heitir Netflix, en það er vídeóleiga á netinu. “Klúbburinn” virkar þannig að við búum til lista yfir DVD-myndir sem við viljum sjá, fáum síðan 3 myndir af listanum sendar með pósti og megum vera með þær eins lengi og við viljum (engin sekt!) og þegar við skilum þeim, í næsta póstkassa, fáum næstu 3 á listanum sendar. Og fyrir þetta borgum við fast, $20 á mánuði. Þetta er ágætis fyrirkomulag því að við erum soddan trassar að skila spólum á réttum tíma, Blockbusters er búið að græða á tá og fingri á okkur í sektum, síðan við fluttum hingað.

þriðjudagur, mars 09, 2004

SNJÓKOMA !!!! Á mánudaginn þegar við vorum á leiðinni út til að fara með Kristófer í skólann sinn, þá horfir hann út um gluggan og öskrar upp fyrir sig.. "IT´S SNOWING OUTSIDE!!!" Það er rétt gott fólk, við komum alla leið til Bandaríkjana til að láta snjóa á okkur aftur. Það var vvirkilega niðurdrepandi að fara út og SKAFA af bílnum, ég held að greyið bíllinn hafi verið í algjöru sjokki því hann hefur aldrei fengið á sig snjó áður, síðan um kvöldið fór hann að kvarta hryllilega með því að setja þjófavörnina af stað hvað eftir annað. Það var annaðhvort reynt að stela bílnum þrisvar með stuttu millibili eða bíllinn var að mótmæla og vildi koma inn. Hvað um það, Kristófer hefur mikið að gera þessa dagana, í dag er Pyjama day, eða náttfata dagur, í skólanum. En þá ætlar kennarinn að baka pönnukökur með krökkunum í náttfötunum í morgunmat. Síðan er stefnan tekinn á Planiterium á fimmtudaginn. Planiterium er, að mér best skilst, stjörnuskoðunarstöð. Síðan er önnur ferð á Miðvikudaginn 24.03 til "Trenton War Memorial". Hvað á að gera þar veit ég ekki. Við höfum varla undan við að skrifa undir leyfismiða fyrir hann, það er a.m.k. mikið hjá honum að gera fyrstu dagana, við sjáum svo til hvernig framhaldið verður, en hann er mjög sáttur þarna og líka vel við kennarann og krakkana.

sunnudagur, mars 07, 2004

Við erum að aðlagast lífinu hérna í New Jersey smátt og smátt. Við erum komin með heimilissíma og erum búin að taka uppúr flestum kössum svo að "pleisið" er að taka á sig góða mynd. Við erum meira að segja búin að hengja upp nokkrar myndir og hillur, ef við gerum það ekki strax, gerum við það aldrei! Kristófer er byrjaður í skólanum sínum, Eldridge Park Elementary og nýji kennarinn hans heitir Mrs. Clancy. Honum líkar bara vel og þegar við sóttum hann á föstudaginn sagði hann: "everybody loves me cause I´m new in the class!". Á föstudaginn var líka haldið uppá 100 ára afmæli barnabóka höfundarins Dr. Seuss með pompi og pragt í skólanum, þannig að fyrsti skóladagurinn var skemmtilegur hjá honum. Við fengum heimsókn um helgina frá "Handy-mans" sem gerðu við margt smálegt, sem var að hérna í íbúðinni svo að öll tæki og tól virka núna eins og skildi. Andrea fann íslenska lúðu til sölu í matvöruverslun hérna rétt hjá, "Fresh Icelandic Halibut Filet" kölluðu kanirnir hana, mjög bragðgóð (að öllum líkindum vestfirsk í húð...og hár) og gaman að geta gætt sér á íslenskri lúðu hérna. Um helgina fórum við í Sam´s Club að kaupa inn, en þar er allt selt í stórum pakningum og frekar ódýrt, við fylltum stóra innkaupakerru af mat og annari nauðsynjavöru fyrir um 7000 Kr íslenskar. Svo var öllu skipt niður í smærri einingar og fryst. Síðan fórum við Krissi á leikvöll að leika okkur í smá tíma en það var orðið mjög kalt þegar líða fór á daginn og er spáð slyddu hérna snemma á morgun og hitinn á að lækka...brrr! Fyrir svolitlu síðan rákumst við á síðu á netinu, www.icelandicstore.com ,sem er með íslenskan varning til sölu og í dag var splæst á steiktan lauk og prins póló. Mmmm...það verður gaman að fá sér pullu með steiktum, verst að remmarinn er ekki seldur þarna!

Þegar ég fer til New York að vinna, sem er og verður líklega um 2-3 sinnum í viku, er ég um einn og hálfan tíma á leiðinni frá húsinu okkar og að vinnustaðnum. En leiðin er frekar einföld samt. Ég tek strætó hérna fyrir utan sem keyrir mig á lestarstöðina og þaðan tek ég lestina til New York, endastöðin er Penn Station, sem er beint á mótinu skrifstofunni okkar, þannig að ég geng lítið þegar ég feri í vinnuna, þó svo að ég ferðast langt.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Jæja já, hvar á ég að byrja? Það er svo mikið búið að ganga á hjá okkur undanfarið að ég veit varla hvar ég á að byrja! En a.m.k. erum við komin til Lawrenceville í New Jersey núna og erum á fullu að taka uppúr töskum og kössum og gera huggulegt í kringum okkur. Íbúðin er bara alveg ágæt þó svo að hún sé nú ekki alveg eins og við höfðum reiknað með. Málið var að þetta var eina íbúðin hérna í hverfinu sem var að losna um það leiti sem við reiknuðum með að vera komin hingað. Og þar sem að það voru enn leigjendur í íbúðinni gafst okkur ekki kostur á að skoða hana. En hvað um það, eldhúsið er miklu minna en teikningarnar gáfu til kynna en til að bæta það upp er mjög hátt til lofts í stofunni, svokallað vaulted ceilings. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofa með arinn, borðstofa, litlar svalir og að sjálfsögðu eldhús.

Í dag fórum við að skrá Kristófer í nýja skólann sem hann fer í, hann heitir Eldridge Park Elementary School. Kristófer er mjög spenntur, og hlakkar mikið til að byrja aftur í skóla. Í dag fór svo Kristófer í prufutíma í Karate, bara svona til að athuga hvort hann hefði einhvern áhuga á að læra þetta, og jújú, honum fannst þetta alveg rosalega gaman og braust hérna inn með karate spörkum, kallandi HIII-JAAA eftir prufutímann. Við ætlum fyrst að athuga með fótboltaæfingar hérna og hvort það sé eitthvað í boði hérna fyrir hann. Ef svo er þá held ég að við látum það nú ganga fyrir amk. fram á haustið, á meðan heitt er úti.

En svo að ég fari nú yfir sl. 2 vikur í grófum dráttum:

Föstudaginn 13. febrúar fengum við afhenta 2 litla gáma til að ferja búslóðina okkar í, til New Jersey. Gámarnir voru töluvert minni en við höfðum búist við, en með útsjónarsemi og einstakri skipulagni, komu Elmar og Gylfi, öllum okkar veraldlegu eigum inn í þessa litlu “skápa” að undanskildum nokkrum sófapullum og 4 ferðatöskum fullum af fötum. Þar sem að það tók búslóðina 10 daga að berast til New Jersey borgaði sig ekkert að flýta sér af stað. Við fengum að vera hjá Gylfa og fjölskyldu, í góðu yfirlæti, í fimm daga(kærar þakkir fyrir okkur).

Síðasti skóladagurinn hjá Kristófer var fimmtudaginn 19. febrúar. Við mættum með gjafir handa kennurunum og kleinuhringi og djús handa bekkjarfélögunum í kveðjuskyni. Mrs. Rodney umsjónarkennarinn hans og Ms. Fine aðstoðarkennari, kvöddu hann með tárin í augunum. Bekkjasystkinin og kennararnir voru öll mjög leið yfir að hann væri að fara. Stelpurnar í bekknum knúsuðu hann og kysstu og Mrs. Rodney hafði orð á því að hann ætti eftir að verða “quite the ladies man” þegar hann verður eldri, því að stelpurnar í bekknum hans væru núþegar skotnar í honum, meira að segja bað ein um símanúmerið hans!!! Hahaha, ekkert smá sætt!

Siðar þennan sama dag héldum við af stað áleiðis til New Jersey í vel troðnum bíl. Fyrstu nóttina vorum við á hóteli í Jacksonville í Flórída. Daginn eftir brunuðum við til Columbus í Georgiu og vorum komin þangað um kvöldmatarleytið á föstudaginn. Svo skemmtilega vildi til að okkur var boðið í afmæli hjá Agöthu, dóttur vinafólks okkar sem býr þar, á laugardeginum. Það var rosa fjör í afmælinu og mikið borðað. Okkur fannst það nú freakr skondið að sjá ameríkanana reka upp stór augu þegar þeir sáu kökuhlaðborð að íslenskum hætti, maður heyrði ýmislegt hvíslað þá, eins og t.d. “wow, it´s like a cake-dinner!?” og “who bakes for a kids birthday?”. Svo voru líka brauðréttir í eldföstum mótum og kanarnir voru bara eitt spurningarmerki í framan. En svona týbísk uppskrift af amerísku barnaafmæli er pizza og ein tilbúin kaka úr Publix. Mikið voru Agatha og Kristófer nú ánægð að hittast aftur, nú er bara ekki talað um annað en Agöthu...ohhhh I miss Agataha, ohhh I love Agatha og þar fram eftir götunum.

Snemma á sunnudagsmorgun héldum við svo áfram í “litla” ferðalaginu okkar og næsta stopp var í Charlotte, norður-Carolinu. Ég undirrituð, fékk því framgengt að hótelið yrði að vera með HBO rásinni, svo að við gætum nú fylgst með síðasta þætti Sex and the city síðar um kvöldið ;) Sem var, by the way, vel þess virði.

Jæja, upp rann mánudagurinn og þá var ferðinni heitið til Chester í Virginu en þangað voru Högni, Fanney og Hildur að flytja. Þar keyptu þau sér alveg æðislegt einbýlishús og auðvitað fengum við túr um “slottið”, þar var m.a. að finna innbyggt ryksugukerfi!. Við voum öll orðin frekar þreytt á ferðalaginu,og þrengslunum í bílnum svo við ákváðum að stoppa hjá þeim degi lengur en ráðgert hafði verið.

En þess má nú geta að þau búa nú í rúmlega fjögurra tíma fjarlægð frá okkur, svo að við getum skroppið í heimsókn til þeirra. Nú vantar bara Essý, Gylfa og fjölsk. Þarna einhverstaðar í miðjuna, t.d. Washington ;) wink, wink.

Á þessu ferðalagi okkar fórum við gegnum eftirfarandi fylki, Florida, Georgia, Suður og norður Carolina, Virginia, Maryland, Delaware, Pennsilvania og loks New Jersey. Já, við höfum komið víða við undanfarið!

Mmmmm....ég fann alltíeinu Sambó lakkrís lykt!!! Hver vill vera svo væn/n að senda mér :)