sunnudagur, mars 07, 2004

Við erum að aðlagast lífinu hérna í New Jersey smátt og smátt. Við erum komin með heimilissíma og erum búin að taka uppúr flestum kössum svo að "pleisið" er að taka á sig góða mynd. Við erum meira að segja búin að hengja upp nokkrar myndir og hillur, ef við gerum það ekki strax, gerum við það aldrei! Kristófer er byrjaður í skólanum sínum, Eldridge Park Elementary og nýji kennarinn hans heitir Mrs. Clancy. Honum líkar bara vel og þegar við sóttum hann á föstudaginn sagði hann: "everybody loves me cause I´m new in the class!". Á föstudaginn var líka haldið uppá 100 ára afmæli barnabóka höfundarins Dr. Seuss með pompi og pragt í skólanum, þannig að fyrsti skóladagurinn var skemmtilegur hjá honum. Við fengum heimsókn um helgina frá "Handy-mans" sem gerðu við margt smálegt, sem var að hérna í íbúðinni svo að öll tæki og tól virka núna eins og skildi. Andrea fann íslenska lúðu til sölu í matvöruverslun hérna rétt hjá, "Fresh Icelandic Halibut Filet" kölluðu kanirnir hana, mjög bragðgóð (að öllum líkindum vestfirsk í húð...og hár) og gaman að geta gætt sér á íslenskri lúðu hérna. Um helgina fórum við í Sam´s Club að kaupa inn, en þar er allt selt í stórum pakningum og frekar ódýrt, við fylltum stóra innkaupakerru af mat og annari nauðsynjavöru fyrir um 7000 Kr íslenskar. Svo var öllu skipt niður í smærri einingar og fryst. Síðan fórum við Krissi á leikvöll að leika okkur í smá tíma en það var orðið mjög kalt þegar líða fór á daginn og er spáð slyddu hérna snemma á morgun og hitinn á að lækka...brrr! Fyrir svolitlu síðan rákumst við á síðu á netinu, www.icelandicstore.com ,sem er með íslenskan varning til sölu og í dag var splæst á steiktan lauk og prins póló. Mmmm...það verður gaman að fá sér pullu með steiktum, verst að remmarinn er ekki seldur þarna!

Þegar ég fer til New York að vinna, sem er og verður líklega um 2-3 sinnum í viku, er ég um einn og hálfan tíma á leiðinni frá húsinu okkar og að vinnustaðnum. En leiðin er frekar einföld samt. Ég tek strætó hérna fyrir utan sem keyrir mig á lestarstöðina og þaðan tek ég lestina til New York, endastöðin er Penn Station, sem er beint á mótinu skrifstofunni okkar, þannig að ég geng lítið þegar ég feri í vinnuna, þó svo að ég ferðast langt.

Engin ummæli: