þriðjudagur, mars 09, 2004

SNJÓKOMA !!!! Á mánudaginn þegar við vorum á leiðinni út til að fara með Kristófer í skólann sinn, þá horfir hann út um gluggan og öskrar upp fyrir sig.. "IT´S SNOWING OUTSIDE!!!" Það er rétt gott fólk, við komum alla leið til Bandaríkjana til að láta snjóa á okkur aftur. Það var vvirkilega niðurdrepandi að fara út og SKAFA af bílnum, ég held að greyið bíllinn hafi verið í algjöru sjokki því hann hefur aldrei fengið á sig snjó áður, síðan um kvöldið fór hann að kvarta hryllilega með því að setja þjófavörnina af stað hvað eftir annað. Það var annaðhvort reynt að stela bílnum þrisvar með stuttu millibili eða bíllinn var að mótmæla og vildi koma inn. Hvað um það, Kristófer hefur mikið að gera þessa dagana, í dag er Pyjama day, eða náttfata dagur, í skólanum. En þá ætlar kennarinn að baka pönnukökur með krökkunum í náttfötunum í morgunmat. Síðan er stefnan tekinn á Planiterium á fimmtudaginn. Planiterium er, að mér best skilst, stjörnuskoðunarstöð. Síðan er önnur ferð á Miðvikudaginn 24.03 til "Trenton War Memorial". Hvað á að gera þar veit ég ekki. Við höfum varla undan við að skrifa undir leyfismiða fyrir hann, það er a.m.k. mikið hjá honum að gera fyrstu dagana, við sjáum svo til hvernig framhaldið verður, en hann er mjög sáttur þarna og líka vel við kennarann og krakkana.

Engin ummæli: