miðvikudagur, mars 17, 2004

Lífið hérna í NJ er farið að ganga sinn vanagang, Krissi er duglegur í skólanum og ég fer til NY annað slagið að vinna, annars er ég bara að vinna heima hjá mér. Við fórum í Park um helgina og lékum okkur með fjórhjólið hans Kristófers, þetta fjarstýrða. Það var mjög gaman, síðan fórum við líka á bókasafnið og fengum okkur bækur, DVD og tölvuleiki. Það kostar ekkert að fá bókasafnskort og er nokkuð gott úrval þarna. Við fengum okkur einnig göngu í miðbæ Princeton bara svona aðeins til að hreyfa okkur, það er um að gera að kíkja þangað annað slagið, mjög skemmtilegur bær. í gær var síðan bilur. Já, snjókoma og allt tilheyrandi. Kristófer nátturulega heimtaði að pabbi sinn færi með sér út að búa til snjókall og við vörum í klst. úti að leika okkur í snjókasti og búa til snjókall. Hann skemmti sér konunglega og var greinilegt að hann var búinn að sakna snjósins eitthvað.

Engin ummæli: