miðvikudagur, mars 03, 2004

Jæja já, hvar á ég að byrja? Það er svo mikið búið að ganga á hjá okkur undanfarið að ég veit varla hvar ég á að byrja! En a.m.k. erum við komin til Lawrenceville í New Jersey núna og erum á fullu að taka uppúr töskum og kössum og gera huggulegt í kringum okkur. Íbúðin er bara alveg ágæt þó svo að hún sé nú ekki alveg eins og við höfðum reiknað með. Málið var að þetta var eina íbúðin hérna í hverfinu sem var að losna um það leiti sem við reiknuðum með að vera komin hingað. Og þar sem að það voru enn leigjendur í íbúðinni gafst okkur ekki kostur á að skoða hana. En hvað um það, eldhúsið er miklu minna en teikningarnar gáfu til kynna en til að bæta það upp er mjög hátt til lofts í stofunni, svokallað vaulted ceilings. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofa með arinn, borðstofa, litlar svalir og að sjálfsögðu eldhús.

Í dag fórum við að skrá Kristófer í nýja skólann sem hann fer í, hann heitir Eldridge Park Elementary School. Kristófer er mjög spenntur, og hlakkar mikið til að byrja aftur í skóla. Í dag fór svo Kristófer í prufutíma í Karate, bara svona til að athuga hvort hann hefði einhvern áhuga á að læra þetta, og jújú, honum fannst þetta alveg rosalega gaman og braust hérna inn með karate spörkum, kallandi HIII-JAAA eftir prufutímann. Við ætlum fyrst að athuga með fótboltaæfingar hérna og hvort það sé eitthvað í boði hérna fyrir hann. Ef svo er þá held ég að við látum það nú ganga fyrir amk. fram á haustið, á meðan heitt er úti.

En svo að ég fari nú yfir sl. 2 vikur í grófum dráttum:

Föstudaginn 13. febrúar fengum við afhenta 2 litla gáma til að ferja búslóðina okkar í, til New Jersey. Gámarnir voru töluvert minni en við höfðum búist við, en með útsjónarsemi og einstakri skipulagni, komu Elmar og Gylfi, öllum okkar veraldlegu eigum inn í þessa litlu “skápa” að undanskildum nokkrum sófapullum og 4 ferðatöskum fullum af fötum. Þar sem að það tók búslóðina 10 daga að berast til New Jersey borgaði sig ekkert að flýta sér af stað. Við fengum að vera hjá Gylfa og fjölskyldu, í góðu yfirlæti, í fimm daga(kærar þakkir fyrir okkur).

Síðasti skóladagurinn hjá Kristófer var fimmtudaginn 19. febrúar. Við mættum með gjafir handa kennurunum og kleinuhringi og djús handa bekkjarfélögunum í kveðjuskyni. Mrs. Rodney umsjónarkennarinn hans og Ms. Fine aðstoðarkennari, kvöddu hann með tárin í augunum. Bekkjasystkinin og kennararnir voru öll mjög leið yfir að hann væri að fara. Stelpurnar í bekknum knúsuðu hann og kysstu og Mrs. Rodney hafði orð á því að hann ætti eftir að verða “quite the ladies man” þegar hann verður eldri, því að stelpurnar í bekknum hans væru núþegar skotnar í honum, meira að segja bað ein um símanúmerið hans!!! Hahaha, ekkert smá sætt!

Siðar þennan sama dag héldum við af stað áleiðis til New Jersey í vel troðnum bíl. Fyrstu nóttina vorum við á hóteli í Jacksonville í Flórída. Daginn eftir brunuðum við til Columbus í Georgiu og vorum komin þangað um kvöldmatarleytið á föstudaginn. Svo skemmtilega vildi til að okkur var boðið í afmæli hjá Agöthu, dóttur vinafólks okkar sem býr þar, á laugardeginum. Það var rosa fjör í afmælinu og mikið borðað. Okkur fannst það nú freakr skondið að sjá ameríkanana reka upp stór augu þegar þeir sáu kökuhlaðborð að íslenskum hætti, maður heyrði ýmislegt hvíslað þá, eins og t.d. “wow, it´s like a cake-dinner!?” og “who bakes for a kids birthday?”. Svo voru líka brauðréttir í eldföstum mótum og kanarnir voru bara eitt spurningarmerki í framan. En svona týbísk uppskrift af amerísku barnaafmæli er pizza og ein tilbúin kaka úr Publix. Mikið voru Agatha og Kristófer nú ánægð að hittast aftur, nú er bara ekki talað um annað en Agöthu...ohhhh I miss Agataha, ohhh I love Agatha og þar fram eftir götunum.

Snemma á sunnudagsmorgun héldum við svo áfram í “litla” ferðalaginu okkar og næsta stopp var í Charlotte, norður-Carolinu. Ég undirrituð, fékk því framgengt að hótelið yrði að vera með HBO rásinni, svo að við gætum nú fylgst með síðasta þætti Sex and the city síðar um kvöldið ;) Sem var, by the way, vel þess virði.

Jæja, upp rann mánudagurinn og þá var ferðinni heitið til Chester í Virginu en þangað voru Högni, Fanney og Hildur að flytja. Þar keyptu þau sér alveg æðislegt einbýlishús og auðvitað fengum við túr um “slottið”, þar var m.a. að finna innbyggt ryksugukerfi!. Við voum öll orðin frekar þreytt á ferðalaginu,og þrengslunum í bílnum svo við ákváðum að stoppa hjá þeim degi lengur en ráðgert hafði verið.

En þess má nú geta að þau búa nú í rúmlega fjögurra tíma fjarlægð frá okkur, svo að við getum skroppið í heimsókn til þeirra. Nú vantar bara Essý, Gylfa og fjölsk. Þarna einhverstaðar í miðjuna, t.d. Washington ;) wink, wink.

Á þessu ferðalagi okkar fórum við gegnum eftirfarandi fylki, Florida, Georgia, Suður og norður Carolina, Virginia, Maryland, Delaware, Pennsilvania og loks New Jersey. Já, við höfum komið víða við undanfarið!

Mmmmm....ég fann alltíeinu Sambó lakkrís lykt!!! Hver vill vera svo væn/n að senda mér :)

Engin ummæli: