fimmtudagur, mars 25, 2004

Já, það verður sko gestagangur hjá okkur í sumar. Sigga lóa og Sædís Birta verða hjá okkur í maí, Víðir og Bíbí koma um miðjan júní og verða hjá okkur í mánuð, Rúna systir planar að vera hjá okkur í allt sumar, Addý og Óðinn eru að spá í að koma í ágúst og svo er vinur hans Emma, Yngvi og konan hans að fara til USA í apríl og eru að spá í að fá að vera hjá okkur í 2 daga. Þannig að sumarið verður fjörugt, og svo verður Elmar 30 ára í júní og þá verður eitthvað húllumhæ hjá okkur.

Við rákum upp stór augu þegar Kristófer kom heim með miða úr skólanum með yfirskriftinni: “celibrate spring by skating in Iceland” !!! En við nánari athugun kom það í ljós að skautahöllin hérna heitir Ice-land. Já frekar fyndið. Við erum jafnvel að spá í að halda uppá afmælið hans þarna í júní. Bjóða bekkarfélögunum til ís-lands í afmæli.

En annars er allt gott að frétta af okkur hérna, við ætlum samt þessa vikuna að reyna að hafa uppá einhverjum íslendingum hérna. Okkur finnst það nú alveg nauðsynlegt að amk. vita af einhverjum hérna. Þá erum við líka að hugsa um Kristófer, en íslenski orðaforðinn hans minnkar með hverjum deginum sem við erum hérna og enskan farin að blandast verulega inn í íslenskuna hjá honum. Svo ég gefi ykkur nú dæmi um setningar sem koma útúr honum: mommy, má ég fá cookie og orange juice? Eða pabbi, can we go outside og búið til snowman?

Annars var helgin bara róleg. Það var alveg hrikalega kalt hjá okkur, svo að túristaferðinni okkar til NY var frestað í annað skipti. Þess í stað var farið með drenginn á Chuck´e Cheese sem er í algjöru uppáhaldi. Svo er bókasafnið orðinn vikulegur viðburður hjá okkur og þangað var farið á laugardaginn. Þar fengum við bækur, DVD, “Read-a-long” kassettur, geisladiska og tölvuleiki. Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan á Panera í hádegismat og svo keyrðum við hérna um bæjinn og skoðuðum okkur um, horfðum á róðrakeppni í Princeton, og enduðum svo í parkinum...þar voru ,sem betur fer, engar gæsir í hefndarhug sem biðu okkar.

Engin ummæli: