fimmtudagur, mars 11, 2004

Jæja, það vantar ekki aksjónið í nýja skólanum hans Kristófers þessa daga, planitarium (stjörnuver, skv. íslenskri orðabók) í dag og í næstu viku er það war memorial museum, þess fyrir utan er búið að hafa náttfatapartý, bókasafnsferð og afmælispartý. Já, það liggur við að maður fari að öfunda drenginn af þéttskipaðri dagskrá. Svo er planið að fara á Dora the explorer Live í Philadelphiu um miðjan apríl mánuð. Þess er beðið með eftirvæntingu get ég sagt ykkur, Kristófer alveg hreint dýrkar hana. Ég er ekki viss hvort að hún sé eitthvað þekkt á Íslandi hún Dora, en hún er mjög vinsæl teiknimyndapersóna hérna og Kristófer missir ekki af þætti með henni. Í gær fórum við á stúfana í leit af góðum park, og viti menn, þar er bara þessi ljómandi fíni park í 5 mínútna fjarlægt frá okkur og þar var að finna ýmisskonar afþreyjingu, eins og t.d. risa leikvöll, bátaleigu og grillaðstöðu. Kristófer kom auga á tær álftir og læddist á eftir þeim um alla móa, hann langaði svo að klappa þeim, en þær voru nú ekki allskosta ánægðar með það og þetta endaði með því að við bara forðuðum okkur inní bíl, því að allar álftir í nágrenninu höfðu fjölmennt á túninu þeim til hjálpar og var þetta orðið ansi scary, umkringd af tugum brjálaðra álfta. Við látum þetta okkur að kenningu verða og látum blessuðu álftirnar í friði í framtíðinni. Við horfðum á skemmtilega myndi í gærkvöld sem heitir Duplex, með Ben Stiller og Drew Barrimore, langaði að mæla með henni við ykkur lesendur góðir. Við erum í ferlega sniðugum “klúbb” hérna sem heitir Netflix, en það er vídeóleiga á netinu. “Klúbburinn” virkar þannig að við búum til lista yfir DVD-myndir sem við viljum sjá, fáum síðan 3 myndir af listanum sendar með pósti og megum vera með þær eins lengi og við viljum (engin sekt!) og þegar við skilum þeim, í næsta póstkassa, fáum næstu 3 á listanum sendar. Og fyrir þetta borgum við fast, $20 á mánuði. Þetta er ágætis fyrirkomulag því að við erum soddan trassar að skila spólum á réttum tíma, Blockbusters er búið að græða á tá og fingri á okkur í sektum, síðan við fluttum hingað.

Engin ummæli: