föstudagur, maí 28, 2004
Ein mesta ferðahelgi helgin í Ameríku er að renna í garð...
Já, Memorial Day Weekend er framundan með einn af þessum alltof sjaldséðu rauðu dögum í farteskinu. Fyrsti frídagur ársins er á mánudag. Ótrúlegt að það skulu bara vera 6 frídagar á ári hérna. Hvað eru þeir annars margir heima...16 eða svo? Við vorum að ákveða rétt í þessu að húka ekki hérna í "volæði" yfir helgina, heldur bregða undir okkur betri fætinum (hann nebblega safnar bara ryki inní skáp ;) og skreppa til Virginiu!!! Já, kíkja á Fey, Hogní og Hildi. ÚÚÚlalala hlakka so til. Við ætlum að reyna að rusla okkur af stað fyrir sólarupprás, svo við vonandi náum að vera á undan umferðinni í Washington. Umferðin þar er svo svakaleg á annartímum að það getur munað 1-2 tímum ef við verðum á undan henni. Annars veit maður ekkert hvernig umferðin er yfir þessa helgi, gæti verið stappað uppúr og niðrúr því allir eru að fara eitthvað...en við vonum það besta.
Annars langar mig að stressa við ykkur að nýta ykkur nýjungina, kjafta-boxið, hérna á síðunni okkar (uppi til hægri). Ferlega sniðugt ef þið viljið koma skoðunum eða bara hverju sem er (nema kannski smá auglýsingum...hahaha)á framfæri eða taka þátt í umræðunni sem er í gangi hverju sinni(sem reyndar hef ekki verið fjörleg hingað til, en vonandi stendur það til bóta með ykkar hjálp ;) Þið getið líka, ef þið eruð spéhrædd, skrifað undir dulnefni.
Góða Hvítasunnuhelgi!
Andrea Out!
Já, Memorial Day Weekend er framundan með einn af þessum alltof sjaldséðu rauðu dögum í farteskinu. Fyrsti frídagur ársins er á mánudag. Ótrúlegt að það skulu bara vera 6 frídagar á ári hérna. Hvað eru þeir annars margir heima...16 eða svo? Við vorum að ákveða rétt í þessu að húka ekki hérna í "volæði" yfir helgina, heldur bregða undir okkur betri fætinum (hann nebblega safnar bara ryki inní skáp ;) og skreppa til Virginiu!!! Já, kíkja á Fey, Hogní og Hildi. ÚÚÚlalala hlakka so til. Við ætlum að reyna að rusla okkur af stað fyrir sólarupprás, svo við vonandi náum að vera á undan umferðinni í Washington. Umferðin þar er svo svakaleg á annartímum að það getur munað 1-2 tímum ef við verðum á undan henni. Annars veit maður ekkert hvernig umferðin er yfir þessa helgi, gæti verið stappað uppúr og niðrúr því allir eru að fara eitthvað...en við vonum það besta.
Annars langar mig að stressa við ykkur að nýta ykkur nýjungina, kjafta-boxið, hérna á síðunni okkar (uppi til hægri). Ferlega sniðugt ef þið viljið koma skoðunum eða bara hverju sem er (nema kannski smá auglýsingum...hahaha)á framfæri eða taka þátt í umræðunni sem er í gangi hverju sinni(sem reyndar hef ekki verið fjörleg hingað til, en vonandi stendur það til bóta með ykkar hjálp ;) Þið getið líka, ef þið eruð spéhrædd, skrifað undir dulnefni.
Góða Hvítasunnuhelgi!
Andrea Out!
miðvikudagur, maí 26, 2004
Hæ hó,
það er mest lítið í fréttum svosem :S Í dag er frekar kalt hérna og rigning í aðsigi, maður heyrir í þrumunum í fjarska. Já...og þið þarna sem voruð svo lánsöm að fara á Pixies í gær...ég öfunda ykkur ekki neitt ;) Ég sem er Pixies fan numero uno að missa af þessum viðburði...sorglegt. Eeeen, það er ekki öll von úti enn. Þeir eru búnir að plana eitthvað af tónleikum hérna í US í sumar og haust. Reyndar eru engir hérna í nánasta nágrenni en vonandi eiga þeir nú eftir að bæta því við. Ég amk. krossa fingur og tær!
það er mest lítið í fréttum svosem :S Í dag er frekar kalt hérna og rigning í aðsigi, maður heyrir í þrumunum í fjarska. Já...og þið þarna sem voruð svo lánsöm að fara á Pixies í gær...ég öfunda ykkur ekki neitt ;) Ég sem er Pixies fan numero uno að missa af þessum viðburði...sorglegt. Eeeen, það er ekki öll von úti enn. Þeir eru búnir að plana eitthvað af tónleikum hérna í US í sumar og haust. Reyndar eru engir hérna í nánasta nágrenni en vonandi eiga þeir nú eftir að bæta því við. Ég amk. krossa fingur og tær!
mánudagur, maí 24, 2004
...BARA PÆLING!
189 sjónvarpsstöðvar og ekkert í sjónvarpinu! Já, þetta er oft meinið og þá sérstaklega um helgar, ótrúlegt en satt. Ég heyri marga tala um þetta. Sjónvarpsstöðvarnar tíma víst ekki að splæsa á gott sjónvarpsefni um helgar því þá eru þeir komnir í samkeppni við bíóin. Oft flikkar maður á milli allra þessara stöðva og á öllum eru auglýsingar, annaðhvort lyfja-eða bíla auglýsingar. Þetta virðast vera stærstu kúnnarnir í auglýsingabransanum, að undantöldum einstaka bjór- (þá einkum carb free bjórar, því það er "carb-craze" að tröllríða öllu hérna)eða sjampó auglýsingar, þar sem konur eru með heilu handlóðin í fléttu, til að sýna fram á hversu sterkt hárið verður við að nota viðk. sjampó.
Maður fer oft að hugsa hvort það sé e.t.v. eitthvað alvarlegt að hrjá mann, þegar lyfja auglýsingarnar telja upp hin og þessi einkenni, og oft einkenni sem ég hefði talið vera ósköp eðlileg, amk. upp að vissu marki. "Þjáist þú af verk í stóru tá, blikkar þú augunum oftar en góðu hófi gegnir eða færðu stundum náladofa í litla putta? Ef svo er, gætir þú þjáðst af adult TDF og lyfseðisskylt Strattera gæti frelsað þig undan þessum hvimleiðu-og oft félagslega einangrandi kvillum". Svo í endann á auglýsingunni sér maður "læknaðan" einstakling valhoppa berfættan á fallegu engi, og á meðan er rulla um skaðleg áhrif viðkomandi lyfs lesin upp á ógnvæglegum hraða svo það líkist Andrési önd, og oftar en ekki, eru þau mun verri og fleiri en einkennin sem við komandi lyf á að lækna. Nú eða bílauglýsingarnar sem "undir rós" segja karlmenn ekki vera sanna karlmenn, nema þeir eigi pallbíl með Hemi vél(hvað sem það nú er? Áreiðanlega eitthvað sem karlmenn einir skilja)?!
Reyndar meiga þeir nú eiga það að auglýsingarnar hérna er oft á tíðum mjög fyndnar. Og sumar jafvel lagðar þannig upp að þær eru eins og "framhalds" auglýsingar eða mini-sápuópera. Jú, og svo dúkka stundum upp einstaka "heimatilbúnar" auglýsingar sem að mínu mati eru þær allra fyndnustu, því þær stinga svo í stúf við auglýsingarnar frá RISUNUM sem virðast eiga botnlaust fjármagn til að dæla í auglýsingagerð. Og þá flýgur ein sérstaklega í höfuðbeinið sem er frá húsgagnaverslun hérna í nágrenninu og heitir The Jarons. Tveir fýrar sem óneitanlega minna mann á Steina og Olla, einn lítill og breiður, og annar hár og grannur. Svo standa þeir þarna með sína káboj-hatta, klipptir inná mynd með dansandi húsgögnum og syngja ofur falskt og dilla sér í takt við trommuheila frá '85. Svo enda þeir félagarnir á að segja..."Were the Jaron brothers And we mean serious buisness!".
189 sjónvarpsstöðvar og ekkert í sjónvarpinu! Já, þetta er oft meinið og þá sérstaklega um helgar, ótrúlegt en satt. Ég heyri marga tala um þetta. Sjónvarpsstöðvarnar tíma víst ekki að splæsa á gott sjónvarpsefni um helgar því þá eru þeir komnir í samkeppni við bíóin. Oft flikkar maður á milli allra þessara stöðva og á öllum eru auglýsingar, annaðhvort lyfja-eða bíla auglýsingar. Þetta virðast vera stærstu kúnnarnir í auglýsingabransanum, að undantöldum einstaka bjór- (þá einkum carb free bjórar, því það er "carb-craze" að tröllríða öllu hérna)eða sjampó auglýsingar, þar sem konur eru með heilu handlóðin í fléttu, til að sýna fram á hversu sterkt hárið verður við að nota viðk. sjampó.
Maður fer oft að hugsa hvort það sé e.t.v. eitthvað alvarlegt að hrjá mann, þegar lyfja auglýsingarnar telja upp hin og þessi einkenni, og oft einkenni sem ég hefði talið vera ósköp eðlileg, amk. upp að vissu marki. "Þjáist þú af verk í stóru tá, blikkar þú augunum oftar en góðu hófi gegnir eða færðu stundum náladofa í litla putta? Ef svo er, gætir þú þjáðst af adult TDF og lyfseðisskylt Strattera gæti frelsað þig undan þessum hvimleiðu-og oft félagslega einangrandi kvillum". Svo í endann á auglýsingunni sér maður "læknaðan" einstakling valhoppa berfættan á fallegu engi, og á meðan er rulla um skaðleg áhrif viðkomandi lyfs lesin upp á ógnvæglegum hraða svo það líkist Andrési önd, og oftar en ekki, eru þau mun verri og fleiri en einkennin sem við komandi lyf á að lækna. Nú eða bílauglýsingarnar sem "undir rós" segja karlmenn ekki vera sanna karlmenn, nema þeir eigi pallbíl með Hemi vél(hvað sem það nú er? Áreiðanlega eitthvað sem karlmenn einir skilja)?!
Reyndar meiga þeir nú eiga það að auglýsingarnar hérna er oft á tíðum mjög fyndnar. Og sumar jafvel lagðar þannig upp að þær eru eins og "framhalds" auglýsingar eða mini-sápuópera. Jú, og svo dúkka stundum upp einstaka "heimatilbúnar" auglýsingar sem að mínu mati eru þær allra fyndnustu, því þær stinga svo í stúf við auglýsingarnar frá RISUNUM sem virðast eiga botnlaust fjármagn til að dæla í auglýsingagerð. Og þá flýgur ein sérstaklega í höfuðbeinið sem er frá húsgagnaverslun hérna í nágrenninu og heitir The Jarons. Tveir fýrar sem óneitanlega minna mann á Steina og Olla, einn lítill og breiður, og annar hár og grannur. Svo standa þeir þarna með sína káboj-hatta, klipptir inná mynd með dansandi húsgögnum og syngja ofur falskt og dilla sér í takt við trommuheila frá '85. Svo enda þeir félagarnir á að segja..."Were the Jaron brothers And we mean serious buisness!".
sunnudagur, maí 23, 2004
Ó MÆ GÚDNESS!
Þvílíkur og annar eins hiti...það er nánast óbærilegt hérna! Hitinn fór uppí hvorki meira né minna en 33 stig í dag, þegar best lét. Núna er klukkan rúmlega 18 og hitinn enn yfir 30 stigum. Skruppum í parkinn í dag með pikknik töskuna okkar, fulla af góðgæti og láum þar eins og skötur. Við gáfumst fljótt uppá því að spila fótbolta og vera í eltingarleik, hitinn var svo mikill. Það endaði með því að við hrökkluðumst með nestið okkar í skuggann, því svitinn rann í stríðum straumum af okkur...mmmm, kannski einum of grafískar lýsingar hjá mér en svona er þetta bara. En þetta er þó skömminna skárra en -17 stiga frostið sem var hérna, ekki alls fyrir löngu.
Þvílíkur og annar eins hiti...það er nánast óbærilegt hérna! Hitinn fór uppí hvorki meira né minna en 33 stig í dag, þegar best lét. Núna er klukkan rúmlega 18 og hitinn enn yfir 30 stigum. Skruppum í parkinn í dag með pikknik töskuna okkar, fulla af góðgæti og láum þar eins og skötur. Við gáfumst fljótt uppá því að spila fótbolta og vera í eltingarleik, hitinn var svo mikill. Það endaði með því að við hrökkluðumst með nestið okkar í skuggann, því svitinn rann í stríðum straumum af okkur...mmmm, kannski einum of grafískar lýsingar hjá mér en svona er þetta bara. En þetta er þó skömminna skárra en -17 stiga frostið sem var hérna, ekki alls fyrir löngu.
föstudagur, maí 21, 2004
Langaði bara að segja ykkur frá sumarhúsinu sem við erum að fara að taka á leigu. Ákváðum eftir mikla og ítarlega leit að húsi á ströndum New Jersey, að hætta við það því við fundum ekkert sem var laust eða hentaði okkur. Okkur skilst að kaninn geri þetta með árs fyrirvara. Við Fannsa erum búnar að liggja á netinu, dag og nótt. En við dóum ekki ráðalausar og fundum þetta líka huggulega hús í fjöllum Philadelphia. Það er ekki búið að festa þetta enn, en það gerist vonandi á næstu dögum. Þarna er að finna heitan pott á veröndinni, leikherbergi með pool borði, strönd við vatn í göngufæri, það er líka hægt að renna fyrir fisk þarna og kíkja í fjallgöngur svona svo fáeitt sé nefnt. Endilega kíkið á þetta hérna.
Emmi er búinn að staðfesta sitt sumarfrí og verður hann í frí, í hvorki meira né minna, en tvær heilar vikur! Já, minn verður bara í frí frá 21 júní til 4 júlí. Ég man eftir einu skipti sem hann hefur áður tekið sér 2ja vikna samfellt frí...það var árið 2000 ef ég man rétt. Svo að þetta verður langþráð frí hjá honum.
Emmi er búinn að staðfesta sitt sumarfrí og verður hann í frí, í hvorki meira né minna, en tvær heilar vikur! Já, minn verður bara í frí frá 21 júní til 4 júlí. Ég man eftir einu skipti sem hann hefur áður tekið sér 2ja vikna samfellt frí...það var árið 2000 ef ég man rétt. Svo að þetta verður langþráð frí hjá honum.
Doctor doctor can you help me...durududu :)
Jæja, við höfum núna fengið smjörþefinn af paranojunni í Ameríkananum. Já ó já, á mánudagsmorgun vaknaði Kristófer með þessa fínu frunsu. Sem væri kannski ekki í frásögum færandi nema fyrir það að Kristófer hefur verið fastagestur á biðstofu hjúkrunarkonunnar í skólanum...alla vikuna! Ég bara spyr...hellúú, þetta er ein lítil frunsa?! Já umsjónarkennaranum hefur þótt þetta ástæða til að senda greyjið Kristófer ítrekað til hjúkkunnar. Á miðvikudaginn vorum við hreinlega tekin í kennslustund hjá hjúkkunni, FRUNSA-911, þar sem hún lét okkur hafa heilan innkaupalista yfir undralyf og plástra sem eiga að halda litlu frunsunni hreinni og fínni. Í morgun dulbúum við svo frunsuna með einu af þessum undrakremum (og sendum túbuna með í töskunni)....þegar við sóttum hann síðan í skólann, var minn bara kominn með þennan heljarinnar plástur, sem náði upp að nefi og langt út á kinn. Ég hef nú barasta aldrei lent í öðru eins! Man ekki til þess að frunsur hafi nokkurn tíma verið ástæða til læknisheimsóknar...og þaðan af síður, nokkrum sinnum á dag! En við vonum bara að þetta "ógurlega skrímsli" hjaðni yfir helgina svo Kristófer fái nú frið í skólanum fyrir paranojuðum kennurum og hjúkkum, sem mætti halda að aldrei hefðu séð frunsu!
Jæja, við höfum núna fengið smjörþefinn af paranojunni í Ameríkananum. Já ó já, á mánudagsmorgun vaknaði Kristófer með þessa fínu frunsu. Sem væri kannski ekki í frásögum færandi nema fyrir það að Kristófer hefur verið fastagestur á biðstofu hjúkrunarkonunnar í skólanum...alla vikuna! Ég bara spyr...hellúú, þetta er ein lítil frunsa?! Já umsjónarkennaranum hefur þótt þetta ástæða til að senda greyjið Kristófer ítrekað til hjúkkunnar. Á miðvikudaginn vorum við hreinlega tekin í kennslustund hjá hjúkkunni, FRUNSA-911, þar sem hún lét okkur hafa heilan innkaupalista yfir undralyf og plástra sem eiga að halda litlu frunsunni hreinni og fínni. Í morgun dulbúum við svo frunsuna með einu af þessum undrakremum (og sendum túbuna með í töskunni)....þegar við sóttum hann síðan í skólann, var minn bara kominn með þennan heljarinnar plástur, sem náði upp að nefi og langt út á kinn. Ég hef nú barasta aldrei lent í öðru eins! Man ekki til þess að frunsur hafi nokkurn tíma verið ástæða til læknisheimsóknar...og þaðan af síður, nokkrum sinnum á dag! En við vonum bara að þetta "ógurlega skrímsli" hjaðni yfir helgina svo Kristófer fái nú frið í skólanum fyrir paranojuðum kennurum og hjúkkum, sem mætti halda að aldrei hefðu séð frunsu!
miðvikudagur, maí 19, 2004
Old McDonald had a farm...íæíæó...!
Við vorum að koma heim af vor tónleikum í Eldridge Park (skólinn hans Kristófers). Það voru börn úr Kindergarten og fyrsta bekk sem sungu fyrir okkur. Og auðvitað var glókollurinn okkar þar á meðal en hann er í Kindergarten. Þetta var voða skemmtilegt hjá þeim og gaman að sjá hvað hann söng hátt og skýrt með hverju einasta lagi, eins og hann hafi kunnað þessi lög alla sína ævi. Kennarinn hans bað mig að koma, með henni og krökkunum, í vettvangsferð þann 7 júní. Stefnan er tekin á Howell Living History Farm og það er sveitabær er í Titusville. Þar á að skoða dýr og horfa á leikrit. Það verður svaka stuð!
Þessa dagana stöndum við í viðamikilli leit að góðu sumarhúsi. Planið er að taka stórt og gott hús á leigu í júní í tilefni þrítugs afmælis aðlila sem kýs að láta nafns síns ekki getið hér :) Við látum ykkur vita hvernig það fer.
Við vorum að koma heim af vor tónleikum í Eldridge Park (skólinn hans Kristófers). Það voru börn úr Kindergarten og fyrsta bekk sem sungu fyrir okkur. Og auðvitað var glókollurinn okkar þar á meðal en hann er í Kindergarten. Þetta var voða skemmtilegt hjá þeim og gaman að sjá hvað hann söng hátt og skýrt með hverju einasta lagi, eins og hann hafi kunnað þessi lög alla sína ævi. Kennarinn hans bað mig að koma, með henni og krökkunum, í vettvangsferð þann 7 júní. Stefnan er tekin á Howell Living History Farm og það er sveitabær er í Titusville. Þar á að skoða dýr og horfa á leikrit. Það verður svaka stuð!
Þessa dagana stöndum við í viðamikilli leit að góðu sumarhúsi. Planið er að taka stórt og gott hús á leigu í júní í tilefni þrítugs afmælis aðlila sem kýs að láta nafns síns ekki getið hér :) Við látum ykkur vita hvernig það fer.
þriðjudagur, maí 18, 2004
Nýjar myndir
Við settum myndirnar okkar á www.ofoto.com en þar er hægt að skoða, prenta, vista og panta framkallaðar myndir ef ykkur langar að framkalla eitthvað af þessu hjá okkur. Ég hef ekki prófað það sjálfur en hef heyrt af fólki sem hefur gert það og verið mjög ánægð með árangurinn. Hérna til hægri er hægt að sjá "Myndirnar Okkar" og þar fyrir neðan "Júróvísion Partý" en þar eru myndirnar... bara að smella á og skemmta sér.
Við settum myndirnar okkar á www.ofoto.com en þar er hægt að skoða, prenta, vista og panta framkallaðar myndir ef ykkur langar að framkalla eitthvað af þessu hjá okkur. Ég hef ekki prófað það sjálfur en hef heyrt af fólki sem hefur gert það og verið mjög ánægð með árangurinn. Hérna til hægri er hægt að sjá "Myndirnar Okkar" og þar fyrir neðan "Júróvísion Partý" en þar eru myndirnar... bara að smella á og skemmta sér.
mánudagur, maí 17, 2004
Langaði bara að láta ykkur vita að heimasíðan okkar er "uppi". En við eigum ennþá eitthvað erfitt með að uppfæra hana.
sunnudagur, maí 16, 2004
19. sæti!
Stórglæsilegt ha? Annars vorum við öll sammála um það hérna, að Jónsi hefði verið alveg hrikalega falskur. Hvað segið þið sem horfðuð á júróið í sjónvarpinu? Var hann kannski svona því að hljóðið kom í gegn um internetið hjá okkur? En annars var svaka stuð hérna, Erna, Eyja, Orri og Úlfur voru hérna hjá okkur. Það var voða gaman að halda í gamlar hefðir og horfa á júróið í góðra manna hópi. Þau komu með rosa flott Spider man sundsett handa Kristófer og hann var ekkert smá lukkulegur með það. Strax og hann vaknaði í morgun mátaði hann græjurnar og við vorum dregin út í sundlaug...hann í rauðum sund stuttbuxum með svaka spiderman sundgleraugu, sundfit og grifflur! Okkur til mikillar furðu, var sundlaugin lokuð. Sem kom okkur á óvart því hún var opin í gær. Svo kíktum við oft við þar í dag, en aldrei opnaði hún. Kristófer var náttúrulega mjög svekktur með það.
Um kaffileytið í dag, sitjum við hjónin úti á svölum í okkar mestu makindum og heyrum allt í einu barnalegar melódíur óma hérna um allt hverfið. Við stukkum öll út til að kanna hvað hér væri nú á ferð, og viti menn, það var ísbíll hérna fyrir utan! Hann kom nú bara eins og kallaður þar sem við vorum á leiðinni út að fá okkur ís, til að kæla okkur niður. Hitinn hérna er orðinn all svakalegur.
Svo kíktum við fjölsan í keilu seinnipartinn, það var svaðalegt fjör. Kristófer náði meira að segja 3 feykjum!
Stórglæsilegt ha? Annars vorum við öll sammála um það hérna, að Jónsi hefði verið alveg hrikalega falskur. Hvað segið þið sem horfðuð á júróið í sjónvarpinu? Var hann kannski svona því að hljóðið kom í gegn um internetið hjá okkur? En annars var svaka stuð hérna, Erna, Eyja, Orri og Úlfur voru hérna hjá okkur. Það var voða gaman að halda í gamlar hefðir og horfa á júróið í góðra manna hópi. Þau komu með rosa flott Spider man sundsett handa Kristófer og hann var ekkert smá lukkulegur með það. Strax og hann vaknaði í morgun mátaði hann græjurnar og við vorum dregin út í sundlaug...hann í rauðum sund stuttbuxum með svaka spiderman sundgleraugu, sundfit og grifflur! Okkur til mikillar furðu, var sundlaugin lokuð. Sem kom okkur á óvart því hún var opin í gær. Svo kíktum við oft við þar í dag, en aldrei opnaði hún. Kristófer var náttúrulega mjög svekktur með það.
Um kaffileytið í dag, sitjum við hjónin úti á svölum í okkar mestu makindum og heyrum allt í einu barnalegar melódíur óma hérna um allt hverfið. Við stukkum öll út til að kanna hvað hér væri nú á ferð, og viti menn, það var ísbíll hérna fyrir utan! Hann kom nú bara eins og kallaður þar sem við vorum á leiðinni út að fá okkur ís, til að kæla okkur niður. Hitinn hérna er orðinn all svakalegur.
Svo kíktum við fjölsan í keilu seinnipartinn, það var svaðalegt fjör. Kristófer náði meira að segja 3 feykjum!
föstudagur, maí 14, 2004
Við erum óðfluga að nálgast nútímann með þessu nýja bloggi okkar því nú geta gestir og gangandi kommentað,tjáð sig eða bara heilsað uppá okkur, hérna til hægri. Nýtið málfrelsið!
Það kom eitthvað fyrir gestabókina okkar...við vitum ekki hvað gerðist, en það varð til þess að allar færslur í henni eru gersamlega óskiljanlegar. Við viljum endilega biðja ykkur lesendur góðir, að gefa ykkur smá tíma í það að kvitta í hana þegar þið kíkið við :)
Það kom eitthvað fyrir gestabókina okkar...við vitum ekki hvað gerðist, en það varð til þess að allar færslur í henni eru gersamlega óskiljanlegar. Við viljum endilega biðja ykkur lesendur góðir, að gefa ykkur smá tíma í það að kvitta í hana þegar þið kíkið við :)
Vúbbs!
Það er orðið ansi langt síðan höfum dritað einhverjum fréttum hérna inn... sorrí lorrí.
Afsakanirnar eru eftirfarandi: ég (Andrea) er búin að vera með svona líka heiftarlega flensu undanfarna daga, lá uppdópuð inni í rúmi í þrjá daga og vissi vart af mér, með sæng, teppi og lak til að verjast þessum ægilega “kulda” sem geisað hefur hérna... 30 stiga hiti alla vikuna :o( Ojjj og ullabjakk, held að ég hafi tekið út 3ja ára flensu skammt í þetta skiptið...7...9...13. Það er búið að vera gríðarlega mikið að gera hjá honum Emma mínum í vinnunni undanfarið. Hann er búinn að vera að vinna heimafrá okkur sl. 3 vikur og það hefur komið alveg príðilega út. Nema kannski þegar kellan lá í rúminu ráð- og rænulaus, þurfti hann að sjá um allt frá A-Ö. Oooog svo er náttúrulega heimasíðan búin að vera voða sveiflukennd í skapinu, eina stundina er hún uppi og svo hina niðri. En mér skilst nú að það sé kominn einhver stöðugleiki á hana núna.
En vikan þar á undan var alveg sérlega ánægjuleg í alla staði. Á föstudaginn var haldið upp á mæðradaginn í skólanum hjá Kristófer með te-boði. Þar var þvílíkt stjanað við okkur mömmurnar. Svo voru þau greinilega búin að æfa það hvað væri í boði og þuldu það upp fyrir okkur eins og þjónar, og komu svo með það sem maður “pantaði”. Kristófer stóð uppi við kennaratöfluna ásamt 3 öðrum börnum og þau þuldu upp það sem þau elskuðu við mömmur sínar. M.a. sagði Kristófer: I love my mommy because she buys me books...I love my mommy beacause she plays with me...I love my mommy because she´s a good cook og þar fram eftir götunum. Ferlega sætt, fékk mann til að tárast bara...sniff sniff! Svo var hann búinn að sauma út myndir (útsaumurinn sést í mynda albúminu), búa til pappírsblóm, kort, mála stórar mynd af mér og sér og svo hafði hann fengið pening hjá pabba sínum til að kaupa handa mér 2 geraníur (held að það sé rétt nafn hjá mér). Svo að maður var heldur betur baðaður í gjöfum þarna. Takk fyrir mig elsku Kristófer minn, K&K.Á laugardeginum ákváðum við fjölsan að skella okkur í mini-golf. Það var svaka fjör. Þetta var jófrúarferð mín í mini-golf og þó ég segi nú sjálf frá, stóð ég mig nú bara nokkuð vel. Emmi var nú ekki allskosta sáttur við það að við skyldum fara síðustu 9 holurnar á sama högg fjölda...múhaha! Greyið Emmi var skotmark hungraðra flugna, sem bitu hann óspart í bak og fyrir á fótunum. Þar sem Emmi er með ónæmi fyrir svona ófögnuði, bólgnaði hann allur upp á fótunum, þegar heim var komið og hvert bit var allt í einu orðið 15-20 cm í þvermál. Skelfileg sjón! Og svo að sjálfsögðu fylgdi þessu alveg gríðarlegur kláði svo að hann var alveg friðlaus hérna þar til ónæmislyfin kikkuðu inn...og þá steiiin-sofnaði hann. Note to self: ...kaupa “none drowsy” ónæmislyf næst :o)
Daginn eftir laumuðust feðgarnir síðan aftur í mini-golf, eldsnemma um morguninn, Emmi hefur sennilega eitthvað viljað æfa sig fyrir næsta hjónamót, sem verður sennilega á sunnudaginn n.k. Annars var bara sami góði pakkinn tekinn þarna á sunnudeginum, bókasafn, park-inn og svo síðbúinn lunch.
Á morgun er svo júróvisjón og við ætlum nú að fylgjast með því á internetinu, í pínulitlum glugga sem er ekki meira en 5 cm á kant :o) En það er svo sem alltílagi á meðan við getum amk. heyrt í honum Jónsa gaula þetta og fylgst með stigagjöfinni. Ekki get ég sagt að vonin um sigursæti séu miklar á þessu heimili, mér persónulega finnst þetta lag alveg skelfilega leiðinlegt og róóleeeegt. En kannski er þetta bara vinnings formúlan, amk. höfum við ekki unnið út á hressu lögin sem komið hafa frá okkur. Hahaha, mér varð allt í einu hugsað um lagið Angel...munið þið eftir því? Með ofvirku bak dasarana? Lentum við ekki í síðasta sæti þá? Það var nú meira floppið ...ó men, nú er ég komin með það á heilann...Ó ein-djel flæ mí aveiii lalala...damn! En þetta verður gaman því að það fylgir þessu stemming, það er aðalmálið. En nóg af þessum júró pælingum hjá mér. Já og svo ætla líka Erna og systir hennar, Orri og Úlfur að kíkja hingað á morgun í heimsókn...júbbí!
Nokkrir fimm-aura brandarar sem mér finnst skondnir (segir það mikið um mig?!)
Hafið þið heyrt um gluggatjöldin sem voru alltaf svo niðurdregin?!
Sundkappann sem var alltaf svo niðursokkin?!
Eða trommarann sem sló í gegn?!
Nú eða skósmiðinn sem hringsólaði alltaf?!
Ha-ha-ha-ha!
Góðar stundir.
Það er orðið ansi langt síðan höfum dritað einhverjum fréttum hérna inn... sorrí lorrí.
Afsakanirnar eru eftirfarandi: ég (Andrea) er búin að vera með svona líka heiftarlega flensu undanfarna daga, lá uppdópuð inni í rúmi í þrjá daga og vissi vart af mér, með sæng, teppi og lak til að verjast þessum ægilega “kulda” sem geisað hefur hérna... 30 stiga hiti alla vikuna :o( Ojjj og ullabjakk, held að ég hafi tekið út 3ja ára flensu skammt í þetta skiptið...7...9...13. Það er búið að vera gríðarlega mikið að gera hjá honum Emma mínum í vinnunni undanfarið. Hann er búinn að vera að vinna heimafrá okkur sl. 3 vikur og það hefur komið alveg príðilega út. Nema kannski þegar kellan lá í rúminu ráð- og rænulaus, þurfti hann að sjá um allt frá A-Ö. Oooog svo er náttúrulega heimasíðan búin að vera voða sveiflukennd í skapinu, eina stundina er hún uppi og svo hina niðri. En mér skilst nú að það sé kominn einhver stöðugleiki á hana núna.
En vikan þar á undan var alveg sérlega ánægjuleg í alla staði. Á föstudaginn var haldið upp á mæðradaginn í skólanum hjá Kristófer með te-boði. Þar var þvílíkt stjanað við okkur mömmurnar. Svo voru þau greinilega búin að æfa það hvað væri í boði og þuldu það upp fyrir okkur eins og þjónar, og komu svo með það sem maður “pantaði”. Kristófer stóð uppi við kennaratöfluna ásamt 3 öðrum börnum og þau þuldu upp það sem þau elskuðu við mömmur sínar. M.a. sagði Kristófer: I love my mommy because she buys me books...I love my mommy beacause she plays with me...I love my mommy because she´s a good cook og þar fram eftir götunum. Ferlega sætt, fékk mann til að tárast bara...sniff sniff! Svo var hann búinn að sauma út myndir (útsaumurinn sést í mynda albúminu), búa til pappírsblóm, kort, mála stórar mynd af mér og sér og svo hafði hann fengið pening hjá pabba sínum til að kaupa handa mér 2 geraníur (held að það sé rétt nafn hjá mér). Svo að maður var heldur betur baðaður í gjöfum þarna. Takk fyrir mig elsku Kristófer minn, K&K.Á laugardeginum ákváðum við fjölsan að skella okkur í mini-golf. Það var svaka fjör. Þetta var jófrúarferð mín í mini-golf og þó ég segi nú sjálf frá, stóð ég mig nú bara nokkuð vel. Emmi var nú ekki allskosta sáttur við það að við skyldum fara síðustu 9 holurnar á sama högg fjölda...múhaha! Greyið Emmi var skotmark hungraðra flugna, sem bitu hann óspart í bak og fyrir á fótunum. Þar sem Emmi er með ónæmi fyrir svona ófögnuði, bólgnaði hann allur upp á fótunum, þegar heim var komið og hvert bit var allt í einu orðið 15-20 cm í þvermál. Skelfileg sjón! Og svo að sjálfsögðu fylgdi þessu alveg gríðarlegur kláði svo að hann var alveg friðlaus hérna þar til ónæmislyfin kikkuðu inn...og þá steiiin-sofnaði hann. Note to self: ...kaupa “none drowsy” ónæmislyf næst :o)
Daginn eftir laumuðust feðgarnir síðan aftur í mini-golf, eldsnemma um morguninn, Emmi hefur sennilega eitthvað viljað æfa sig fyrir næsta hjónamót, sem verður sennilega á sunnudaginn n.k. Annars var bara sami góði pakkinn tekinn þarna á sunnudeginum, bókasafn, park-inn og svo síðbúinn lunch.
Á morgun er svo júróvisjón og við ætlum nú að fylgjast með því á internetinu, í pínulitlum glugga sem er ekki meira en 5 cm á kant :o) En það er svo sem alltílagi á meðan við getum amk. heyrt í honum Jónsa gaula þetta og fylgst með stigagjöfinni. Ekki get ég sagt að vonin um sigursæti séu miklar á þessu heimili, mér persónulega finnst þetta lag alveg skelfilega leiðinlegt og róóleeeegt. En kannski er þetta bara vinnings formúlan, amk. höfum við ekki unnið út á hressu lögin sem komið hafa frá okkur. Hahaha, mér varð allt í einu hugsað um lagið Angel...munið þið eftir því? Með ofvirku bak dasarana? Lentum við ekki í síðasta sæti þá? Það var nú meira floppið ...ó men, nú er ég komin með það á heilann...Ó ein-djel flæ mí aveiii lalala...damn! En þetta verður gaman því að það fylgir þessu stemming, það er aðalmálið. En nóg af þessum júró pælingum hjá mér. Já og svo ætla líka Erna og systir hennar, Orri og Úlfur að kíkja hingað á morgun í heimsókn...júbbí!
Nokkrir fimm-aura brandarar sem mér finnst skondnir (segir það mikið um mig?!)
Hafið þið heyrt um gluggatjöldin sem voru alltaf svo niðurdregin?!
Sundkappann sem var alltaf svo niðursokkin?!
Eða trommarann sem sló í gegn?!
Nú eða skósmiðinn sem hringsólaði alltaf?!
Ha-ha-ha-ha!
Góðar stundir.
föstudagur, maí 07, 2004
HÍA !!!
Kristófer er, eins og fram hefur komið, byrjaður í Karate. En þetta eru mjög sniðugir tímar sem einblína á að byggja upp sjálfstraust krakka. Þeim er kennt hvernig á að bregðast við því þegar ókunnugur kemur og reynir að tala við þau, hvað á að gera ef einhver reynir að ræna þeim, hvernig á að bregðast við hrekkjalómum og annað í þeim dúr. Auk þess kennir hann þeim undirstöðuatriðin í Karate, eins og nokkrar stöður, að verja sig með að blokka högg, kíla, sparka og annað slíkt. Hann er líka að brynna fyrir börnunum að æfa sig heima, með leyfi foreldrana. Kristófer fer í tíma einu sinni í viku og var að fá búninginn sinn núna í gær. Honum finnst þetta alveg æðislegt, hann kemur hlaupandi til mín eftir tíma og segir, "Þetta var gaman". Síðan er búið að skrá hann í fótbolta sem byrjar næsta haust. Við vorum að spá í að skrá hann í fótbolta námskeið í sumar en sleppum því væntanlega því það verður það mikið að gera í sumar hvort sem er, þar sem amma hans og afi eru að koma í heimsókn. Svo er frænka hans, Rúna, líka að koma og hann hlakka rosalega til að hitta alla.
Lokaþáttur Friends var sýndur í gær og fengum við að sjá hvernig fór fyrir þeim að lokum. Ég ætla ekki að eyðileggja þetta fyrir ykkur hinum sem eiga eftir að sjá þetta, en þetta var skemmtilegur þáttur og kannski að fjölmiðlarnir fari að fjalla um eitthvað annað núna.
Í dag er mæðradags-kaffi í skólanum hjá Kristófer og fer Andrea þangað á eftir. Það á að vera eitthvað óvænt í gangi þar. Við spjölluðum við kennarann hans aftur um daginn og sagði hún að honum gengi verulega vel, en við vorum ekki hissa að heyra það, enda kom hann heim um dagin með verkefnin sem hann var að vinna síðustu viku og það var allt skreitt í stjörnum og brosköllum. Hann er fljótur til drengurinn.
Það er búið að opna sundlaugina og er allt hérna í kring að komast í blóma, sumarið er handan við hornið en það eru ennþá nokkrar sveiflur hérna, 25 stiga hiti og sól einn daginn, og síðan 8 stig og rigning næsta dag. En þegar sumar kemur alveg þá verður gaman að komast í sund og spóka sig þar með nágrönnunum okkar.
Kristófer er, eins og fram hefur komið, byrjaður í Karate. En þetta eru mjög sniðugir tímar sem einblína á að byggja upp sjálfstraust krakka. Þeim er kennt hvernig á að bregðast við því þegar ókunnugur kemur og reynir að tala við þau, hvað á að gera ef einhver reynir að ræna þeim, hvernig á að bregðast við hrekkjalómum og annað í þeim dúr. Auk þess kennir hann þeim undirstöðuatriðin í Karate, eins og nokkrar stöður, að verja sig með að blokka högg, kíla, sparka og annað slíkt. Hann er líka að brynna fyrir börnunum að æfa sig heima, með leyfi foreldrana. Kristófer fer í tíma einu sinni í viku og var að fá búninginn sinn núna í gær. Honum finnst þetta alveg æðislegt, hann kemur hlaupandi til mín eftir tíma og segir, "Þetta var gaman". Síðan er búið að skrá hann í fótbolta sem byrjar næsta haust. Við vorum að spá í að skrá hann í fótbolta námskeið í sumar en sleppum því væntanlega því það verður það mikið að gera í sumar hvort sem er, þar sem amma hans og afi eru að koma í heimsókn. Svo er frænka hans, Rúna, líka að koma og hann hlakka rosalega til að hitta alla.
Lokaþáttur Friends var sýndur í gær og fengum við að sjá hvernig fór fyrir þeim að lokum. Ég ætla ekki að eyðileggja þetta fyrir ykkur hinum sem eiga eftir að sjá þetta, en þetta var skemmtilegur þáttur og kannski að fjölmiðlarnir fari að fjalla um eitthvað annað núna.
Í dag er mæðradags-kaffi í skólanum hjá Kristófer og fer Andrea þangað á eftir. Það á að vera eitthvað óvænt í gangi þar. Við spjölluðum við kennarann hans aftur um daginn og sagði hún að honum gengi verulega vel, en við vorum ekki hissa að heyra það, enda kom hann heim um dagin með verkefnin sem hann var að vinna síðustu viku og það var allt skreitt í stjörnum og brosköllum. Hann er fljótur til drengurinn.
Það er búið að opna sundlaugina og er allt hérna í kring að komast í blóma, sumarið er handan við hornið en það eru ennþá nokkrar sveiflur hérna, 25 stiga hiti og sól einn daginn, og síðan 8 stig og rigning næsta dag. En þegar sumar kemur alveg þá verður gaman að komast í sund og spóka sig þar með nágrönnunum okkar.
sunnudagur, maí 02, 2004
Komið þið nú sæl og bless,
Síðasta helgi var alveg frábær hjá okkur. Við skruppum til Virginiu í heimsókn til Fanneyjar, Högna og Hildar. Ohhh hvað það var nú gaman að hitta þau aftur. Vildi bara óska þess að þau ættu nú heima aðeins nær okkur. Þetta er alveg 5-6 tíma rúntur til þeirra og mesta töfin var sökum mikillar umferðar, en það væri vel hægt að fara þetta á rúmum 4 tímum ef engin umferð er. Á laugardaginn fórum við Fanney í nokkur moll og komum ekki heim fyrr en um kvöldið. Furðulegt með okkur vinkonurnar, þegar við förum í þessar 10 tíma mollferðir, við komum alltaf heim nánast tómhentar! En samt er þetta alltaf jafn gaman ;) Svo að það er ekki hægt að segja að Emmi og Högni svitni mikið þegar við ákveðum að skella okkur í mollin. Á meðan fóru Emmi og Högni með Kristófer og Hildi í Paramount: Kings Dominum, skemmtigarð sem var þarna í nágrenninu og skemmtu sér víst alveg konunglega (eins og sést á myndunum sem komnar eru inní albúmið okkar). Kristófer hitti öll helstu Idolin sín, t.a.m. Dora the Explorer, Spongebob og félaga, Fairly Odd Parents og fl. Á sunnudeginum komst Emmi svo loks í golf og stóð sig víst með príði og náði eitthvað að lækka handíkappið sitt. Það er víst komið í um 50, en skv. heimildum þá á handíkappið ekki að geta verið hærra en 36, svona eru nú golfhæfileikarnir í þessari fjölskyldu. En aðalmálið er að hafa gaman af þessu og það gerir hann. Kærar þakkir fyrir okkur!
Vikan var nú frekar tíðindalítil. Það var verið að opna flenni stóra matvöruverslun hérna rétt hjá, ímyndið ykkur Hagkaup í skeifunni, nema þarna er bara matur. Svo að maður skreppur ekkert þangar eftir örfáum hlutum. Við fundum að vísu íslenska ýsu og prins póló í þessari búð, sem er nú ekki amalegt. Einnig býður búðin uppá barnapössun sem er MJÖG stór kostur, Kristóferi líkar svo vel þar að hann er farinn að grátbiðja okkur um að fara í búðina. Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir hann biðja um að fara í búð, því að fara í búð er það leiðinlegasta sem hann getur hugsað sér.
Í gær var okkur boðið í grill hjá íslendingum sem búa í um klst. fjarlægð frá okkur, það var mjög fínt. Þau heita Erna og Orri og eru ættuð af skaganum og vissu auðvitað hver Gunnar sundkappi er. Þau eiga strák sem heitir Úlfur, hann er eins og hálfs árs. Þau eru búin að búa hérna meira og minna í 4-5 ár. Áður en þau áttu Úlf, bjuggu þau í NYC, svo að við vorum ekki lengi að blikka þau og plata þau með okkur í túristaferð í borgina fljótlega. Það er voða gott að vita af einhverjum íslendingum hérna. Tala nú ekki um að Orri er gamall golfari og er planið að rifja það upp fljótlega.
Í gær innrituðum við líka Kristófer í fótbolta deildina, hann er mjög spenntur yfir því að komast aftur í boltann, og var að tala um það í allan gærdag að hann væri nú að missa af boltanum, en hann byrjar nú samt ekki fyrr en í haust. Hann er líka mjög ánægður í Karate-inu og í næstu viku fær hann karate búning. Þá á hann nú heldur betur eftir að lifa sig inní þetta. En þetta er eini staðurinn þar sem honum er sagt að hann hafi ekki nógu hátt, það á s.s. að hafa mikinn hávaða þarna og öskra hátt og snjallt ”HíJa”... Það er ekki leiðinlegt fyrir krakka.
Og að lokum þá er orðið ljóst að John Kerry verður næsti forseti bandaríkjana, a.m.k. ef lesendur þessara síðu fá að ráða, en hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í skoðunarkönnun okkar, eða 65% á meðan George Bush fékk eingöngu 12%. 18% var alveg sama og 6% vita ekki hvað USA þýðir.
Hver verður næsti forseti USA?
Answers Votes Percent
1. John Kerry (11) 65%
2. George Bush (2) 12%
3. Hverjum er ekki saman? (3) 18%
4. Hvað þýðir USA? (1) 6%
Total Votes: 17
Síðasta helgi var alveg frábær hjá okkur. Við skruppum til Virginiu í heimsókn til Fanneyjar, Högna og Hildar. Ohhh hvað það var nú gaman að hitta þau aftur. Vildi bara óska þess að þau ættu nú heima aðeins nær okkur. Þetta er alveg 5-6 tíma rúntur til þeirra og mesta töfin var sökum mikillar umferðar, en það væri vel hægt að fara þetta á rúmum 4 tímum ef engin umferð er. Á laugardaginn fórum við Fanney í nokkur moll og komum ekki heim fyrr en um kvöldið. Furðulegt með okkur vinkonurnar, þegar við förum í þessar 10 tíma mollferðir, við komum alltaf heim nánast tómhentar! En samt er þetta alltaf jafn gaman ;) Svo að það er ekki hægt að segja að Emmi og Högni svitni mikið þegar við ákveðum að skella okkur í mollin. Á meðan fóru Emmi og Högni með Kristófer og Hildi í Paramount: Kings Dominum, skemmtigarð sem var þarna í nágrenninu og skemmtu sér víst alveg konunglega (eins og sést á myndunum sem komnar eru inní albúmið okkar). Kristófer hitti öll helstu Idolin sín, t.a.m. Dora the Explorer, Spongebob og félaga, Fairly Odd Parents og fl. Á sunnudeginum komst Emmi svo loks í golf og stóð sig víst með príði og náði eitthvað að lækka handíkappið sitt. Það er víst komið í um 50, en skv. heimildum þá á handíkappið ekki að geta verið hærra en 36, svona eru nú golfhæfileikarnir í þessari fjölskyldu. En aðalmálið er að hafa gaman af þessu og það gerir hann. Kærar þakkir fyrir okkur!
Vikan var nú frekar tíðindalítil. Það var verið að opna flenni stóra matvöruverslun hérna rétt hjá, ímyndið ykkur Hagkaup í skeifunni, nema þarna er bara matur. Svo að maður skreppur ekkert þangar eftir örfáum hlutum. Við fundum að vísu íslenska ýsu og prins póló í þessari búð, sem er nú ekki amalegt. Einnig býður búðin uppá barnapössun sem er MJÖG stór kostur, Kristóferi líkar svo vel þar að hann er farinn að grátbiðja okkur um að fara í búðina. Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir hann biðja um að fara í búð, því að fara í búð er það leiðinlegasta sem hann getur hugsað sér.
Í gær var okkur boðið í grill hjá íslendingum sem búa í um klst. fjarlægð frá okkur, það var mjög fínt. Þau heita Erna og Orri og eru ættuð af skaganum og vissu auðvitað hver Gunnar sundkappi er. Þau eiga strák sem heitir Úlfur, hann er eins og hálfs árs. Þau eru búin að búa hérna meira og minna í 4-5 ár. Áður en þau áttu Úlf, bjuggu þau í NYC, svo að við vorum ekki lengi að blikka þau og plata þau með okkur í túristaferð í borgina fljótlega. Það er voða gott að vita af einhverjum íslendingum hérna. Tala nú ekki um að Orri er gamall golfari og er planið að rifja það upp fljótlega.
Í gær innrituðum við líka Kristófer í fótbolta deildina, hann er mjög spenntur yfir því að komast aftur í boltann, og var að tala um það í allan gærdag að hann væri nú að missa af boltanum, en hann byrjar nú samt ekki fyrr en í haust. Hann er líka mjög ánægður í Karate-inu og í næstu viku fær hann karate búning. Þá á hann nú heldur betur eftir að lifa sig inní þetta. En þetta er eini staðurinn þar sem honum er sagt að hann hafi ekki nógu hátt, það á s.s. að hafa mikinn hávaða þarna og öskra hátt og snjallt ”HíJa”... Það er ekki leiðinlegt fyrir krakka.
Og að lokum þá er orðið ljóst að John Kerry verður næsti forseti bandaríkjana, a.m.k. ef lesendur þessara síðu fá að ráða, en hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í skoðunarkönnun okkar, eða 65% á meðan George Bush fékk eingöngu 12%. 18% var alveg sama og 6% vita ekki hvað USA þýðir.
Hver verður næsti forseti USA?
Answers Votes Percent
1. John Kerry (11) 65%
2. George Bush (2) 12%
3. Hverjum er ekki saman? (3) 18%
4. Hvað þýðir USA? (1) 6%
Total Votes: 17
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)