föstudagur, maí 21, 2004

Doctor doctor can you help me...durududu :)
Jæja, við höfum núna fengið smjörþefinn af paranojunni í Ameríkananum. Já ó já, á mánudagsmorgun vaknaði Kristófer með þessa fínu frunsu. Sem væri kannski ekki í frásögum færandi nema fyrir það að Kristófer hefur verið fastagestur á biðstofu hjúkrunarkonunnar í skólanum...alla vikuna! Ég bara spyr...hellúú, þetta er ein lítil frunsa?! Já umsjónarkennaranum hefur þótt þetta ástæða til að senda greyjið Kristófer ítrekað til hjúkkunnar. Á miðvikudaginn vorum við hreinlega tekin í kennslustund hjá hjúkkunni, FRUNSA-911, þar sem hún lét okkur hafa heilan innkaupalista yfir undralyf og plástra sem eiga að halda litlu frunsunni hreinni og fínni. Í morgun dulbúum við svo frunsuna með einu af þessum undrakremum (og sendum túbuna með í töskunni)....þegar við sóttum hann síðan í skólann, var minn bara kominn með þennan heljarinnar plástur, sem náði upp að nefi og langt út á kinn. Ég hef nú barasta aldrei lent í öðru eins! Man ekki til þess að frunsur hafi nokkurn tíma verið ástæða til læknisheimsóknar...og þaðan af síður, nokkrum sinnum á dag! En við vonum bara að þetta "ógurlega skrímsli" hjaðni yfir helgina svo Kristófer fái nú frið í skólanum fyrir paranojuðum kennurum og hjúkkum, sem mætti halda að aldrei hefðu séð frunsu!

Engin ummæli: