...BARA PÆLING!
189 sjónvarpsstöðvar og ekkert í sjónvarpinu! Já, þetta er oft meinið og þá sérstaklega um helgar, ótrúlegt en satt. Ég heyri marga tala um þetta. Sjónvarpsstöðvarnar tíma víst ekki að splæsa á gott sjónvarpsefni um helgar því þá eru þeir komnir í samkeppni við bíóin. Oft flikkar maður á milli allra þessara stöðva og á öllum eru auglýsingar, annaðhvort lyfja-eða bíla auglýsingar. Þetta virðast vera stærstu kúnnarnir í auglýsingabransanum, að undantöldum einstaka bjór- (þá einkum carb free bjórar, því það er "carb-craze" að tröllríða öllu hérna)eða sjampó auglýsingar, þar sem konur eru með heilu handlóðin í fléttu, til að sýna fram á hversu sterkt hárið verður við að nota viðk. sjampó.
Maður fer oft að hugsa hvort það sé e.t.v. eitthvað alvarlegt að hrjá mann, þegar lyfja auglýsingarnar telja upp hin og þessi einkenni, og oft einkenni sem ég hefði talið vera ósköp eðlileg, amk. upp að vissu marki. "Þjáist þú af verk í stóru tá, blikkar þú augunum oftar en góðu hófi gegnir eða færðu stundum náladofa í litla putta? Ef svo er, gætir þú þjáðst af adult TDF og lyfseðisskylt Strattera gæti frelsað þig undan þessum hvimleiðu-og oft félagslega einangrandi kvillum". Svo í endann á auglýsingunni sér maður "læknaðan" einstakling valhoppa berfættan á fallegu engi, og á meðan er rulla um skaðleg áhrif viðkomandi lyfs lesin upp á ógnvæglegum hraða svo það líkist Andrési önd, og oftar en ekki, eru þau mun verri og fleiri en einkennin sem við komandi lyf á að lækna. Nú eða bílauglýsingarnar sem "undir rós" segja karlmenn ekki vera sanna karlmenn, nema þeir eigi pallbíl með Hemi vél(hvað sem það nú er? Áreiðanlega eitthvað sem karlmenn einir skilja)?!
Reyndar meiga þeir nú eiga það að auglýsingarnar hérna er oft á tíðum mjög fyndnar. Og sumar jafvel lagðar þannig upp að þær eru eins og "framhalds" auglýsingar eða mini-sápuópera. Jú, og svo dúkka stundum upp einstaka "heimatilbúnar" auglýsingar sem að mínu mati eru þær allra fyndnustu, því þær stinga svo í stúf við auglýsingarnar frá RISUNUM sem virðast eiga botnlaust fjármagn til að dæla í auglýsingagerð. Og þá flýgur ein sérstaklega í höfuðbeinið sem er frá húsgagnaverslun hérna í nágrenninu og heitir The Jarons. Tveir fýrar sem óneitanlega minna mann á Steina og Olla, einn lítill og breiður, og annar hár og grannur. Svo standa þeir þarna með sína káboj-hatta, klipptir inná mynd með dansandi húsgögnum og syngja ofur falskt og dilla sér í takt við trommuheila frá '85. Svo enda þeir félagarnir á að segja..."Were the Jaron brothers And we mean serious buisness!".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli