föstudagur, maí 14, 2004

Vúbbs!
Það er orðið ansi langt síðan höfum dritað einhverjum fréttum hérna inn... sorrí lorrí.
Afsakanirnar eru eftirfarandi: ég (Andrea) er búin að vera með svona líka heiftarlega flensu undanfarna daga, lá uppdópuð inni í rúmi í þrjá daga og vissi vart af mér, með sæng, teppi og lak til að verjast þessum ægilega “kulda” sem geisað hefur hérna... 30 stiga hiti alla vikuna :o( Ojjj og ullabjakk, held að ég hafi tekið út 3ja ára flensu skammt í þetta skiptið...7...9...13. Það er búið að vera gríðarlega mikið að gera hjá honum Emma mínum í vinnunni undanfarið. Hann er búinn að vera að vinna heimafrá okkur sl. 3 vikur og það hefur komið alveg príðilega út. Nema kannski þegar kellan lá í rúminu ráð- og rænulaus, þurfti hann að sjá um allt frá A-Ö. Oooog svo er náttúrulega heimasíðan búin að vera voða sveiflukennd í skapinu, eina stundina er hún uppi og svo hina niðri. En mér skilst nú að það sé kominn einhver stöðugleiki á hana núna.
En vikan þar á undan var alveg sérlega ánægjuleg í alla staði. Á föstudaginn var haldið upp á mæðradaginn í skólanum hjá Kristófer með te-boði. Þar var þvílíkt stjanað við okkur mömmurnar. Svo voru þau greinilega búin að æfa það hvað væri í boði og þuldu það upp fyrir okkur eins og þjónar, og komu svo með það sem maður “pantaði”. Kristófer stóð uppi við kennaratöfluna ásamt 3 öðrum börnum og þau þuldu upp það sem þau elskuðu við mömmur sínar. M.a. sagði Kristófer: I love my mommy because she buys me books...I love my mommy beacause she plays with me...I love my mommy because she´s a good cook og þar fram eftir götunum. Ferlega sætt, fékk mann til að tárast bara...sniff sniff! Svo var hann búinn að sauma út myndir (útsaumurinn sést í mynda albúminu), búa til pappírsblóm, kort, mála stórar mynd af mér og sér og svo hafði hann fengið pening hjá pabba sínum til að kaupa handa mér 2 geraníur (held að það sé rétt nafn hjá mér). Svo að maður var heldur betur baðaður í gjöfum þarna. Takk fyrir mig elsku Kristófer minn, K&K.Á laugardeginum ákváðum við fjölsan að skella okkur í mini-golf. Það var svaka fjör. Þetta var jófrúarferð mín í mini-golf og þó ég segi nú sjálf frá, stóð ég mig nú bara nokkuð vel. Emmi var nú ekki allskosta sáttur við það að við skyldum fara síðustu 9 holurnar á sama högg fjölda...múhaha! Greyið Emmi var skotmark hungraðra flugna, sem bitu hann óspart í bak og fyrir á fótunum. Þar sem Emmi er með ónæmi fyrir svona ófögnuði, bólgnaði hann allur upp á fótunum, þegar heim var komið og hvert bit var allt í einu orðið 15-20 cm í þvermál. Skelfileg sjón! Og svo að sjálfsögðu fylgdi þessu alveg gríðarlegur kláði svo að hann var alveg friðlaus hérna þar til ónæmislyfin kikkuðu inn...og þá steiiin-sofnaði hann. Note to self: ...kaupa “none drowsy” ónæmislyf næst :o)
Daginn eftir laumuðust feðgarnir síðan aftur í mini-golf, eldsnemma um morguninn, Emmi hefur sennilega eitthvað viljað æfa sig fyrir næsta hjónamót, sem verður sennilega á sunnudaginn n.k. Annars var bara sami góði pakkinn tekinn þarna á sunnudeginum, bókasafn, park-inn og svo síðbúinn lunch.
Á morgun er svo júróvisjón og við ætlum nú að fylgjast með því á internetinu, í pínulitlum glugga sem er ekki meira en 5 cm á kant :o) En það er svo sem alltílagi á meðan við getum amk. heyrt í honum Jónsa gaula þetta og fylgst með stigagjöfinni. Ekki get ég sagt að vonin um sigursæti séu miklar á þessu heimili, mér persónulega finnst þetta lag alveg skelfilega leiðinlegt og róóleeeegt. En kannski er þetta bara vinnings formúlan, amk. höfum við ekki unnið út á hressu lögin sem komið hafa frá okkur. Hahaha, mér varð allt í einu hugsað um lagið Angel...munið þið eftir því? Með ofvirku bak dasarana? Lentum við ekki í síðasta sæti þá? Það var nú meira floppið ...ó men, nú er ég komin með það á heilann...Ó ein-djel flæ mí aveiii lalala...damn! En þetta verður gaman því að það fylgir þessu stemming, það er aðalmálið. En nóg af þessum júró pælingum hjá mér. Já og svo ætla líka Erna og systir hennar, Orri og Úlfur að kíkja hingað á morgun í heimsókn...júbbí!

Nokkrir fimm-aura brandarar sem mér finnst skondnir (segir það mikið um mig?!)

Hafið þið heyrt um gluggatjöldin sem voru alltaf svo niðurdregin?!
Sundkappann sem var alltaf svo niðursokkin?!
Eða trommarann sem sló í gegn?!
Nú eða skósmiðinn sem hringsólaði alltaf?!
Ha-ha-ha-ha!
Góðar stundir.

Engin ummæli: