Komið þið nú sæl og bless,
Síðasta helgi var alveg frábær hjá okkur. Við skruppum til Virginiu í heimsókn til Fanneyjar, Högna og Hildar. Ohhh hvað það var nú gaman að hitta þau aftur. Vildi bara óska þess að þau ættu nú heima aðeins nær okkur. Þetta er alveg 5-6 tíma rúntur til þeirra og mesta töfin var sökum mikillar umferðar, en það væri vel hægt að fara þetta á rúmum 4 tímum ef engin umferð er. Á laugardaginn fórum við Fanney í nokkur moll og komum ekki heim fyrr en um kvöldið. Furðulegt með okkur vinkonurnar, þegar við förum í þessar 10 tíma mollferðir, við komum alltaf heim nánast tómhentar! En samt er þetta alltaf jafn gaman ;) Svo að það er ekki hægt að segja að Emmi og Högni svitni mikið þegar við ákveðum að skella okkur í mollin. Á meðan fóru Emmi og Högni með Kristófer og Hildi í Paramount: Kings Dominum, skemmtigarð sem var þarna í nágrenninu og skemmtu sér víst alveg konunglega (eins og sést á myndunum sem komnar eru inní albúmið okkar). Kristófer hitti öll helstu Idolin sín, t.a.m. Dora the Explorer, Spongebob og félaga, Fairly Odd Parents og fl. Á sunnudeginum komst Emmi svo loks í golf og stóð sig víst með príði og náði eitthvað að lækka handíkappið sitt. Það er víst komið í um 50, en skv. heimildum þá á handíkappið ekki að geta verið hærra en 36, svona eru nú golfhæfileikarnir í þessari fjölskyldu. En aðalmálið er að hafa gaman af þessu og það gerir hann. Kærar þakkir fyrir okkur!
Vikan var nú frekar tíðindalítil. Það var verið að opna flenni stóra matvöruverslun hérna rétt hjá, ímyndið ykkur Hagkaup í skeifunni, nema þarna er bara matur. Svo að maður skreppur ekkert þangar eftir örfáum hlutum. Við fundum að vísu íslenska ýsu og prins póló í þessari búð, sem er nú ekki amalegt. Einnig býður búðin uppá barnapössun sem er MJÖG stór kostur, Kristóferi líkar svo vel þar að hann er farinn að grátbiðja okkur um að fara í búðina. Það er ekki á hverjum degi sem maður heyrir hann biðja um að fara í búð, því að fara í búð er það leiðinlegasta sem hann getur hugsað sér.
Í gær var okkur boðið í grill hjá íslendingum sem búa í um klst. fjarlægð frá okkur, það var mjög fínt. Þau heita Erna og Orri og eru ættuð af skaganum og vissu auðvitað hver Gunnar sundkappi er. Þau eiga strák sem heitir Úlfur, hann er eins og hálfs árs. Þau eru búin að búa hérna meira og minna í 4-5 ár. Áður en þau áttu Úlf, bjuggu þau í NYC, svo að við vorum ekki lengi að blikka þau og plata þau með okkur í túristaferð í borgina fljótlega. Það er voða gott að vita af einhverjum íslendingum hérna. Tala nú ekki um að Orri er gamall golfari og er planið að rifja það upp fljótlega.
Í gær innrituðum við líka Kristófer í fótbolta deildina, hann er mjög spenntur yfir því að komast aftur í boltann, og var að tala um það í allan gærdag að hann væri nú að missa af boltanum, en hann byrjar nú samt ekki fyrr en í haust. Hann er líka mjög ánægður í Karate-inu og í næstu viku fær hann karate búning. Þá á hann nú heldur betur eftir að lifa sig inní þetta. En þetta er eini staðurinn þar sem honum er sagt að hann hafi ekki nógu hátt, það á s.s. að hafa mikinn hávaða þarna og öskra hátt og snjallt ”HíJa”... Það er ekki leiðinlegt fyrir krakka.
Og að lokum þá er orðið ljóst að John Kerry verður næsti forseti bandaríkjana, a.m.k. ef lesendur þessara síðu fá að ráða, en hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í skoðunarkönnun okkar, eða 65% á meðan George Bush fékk eingöngu 12%. 18% var alveg sama og 6% vita ekki hvað USA þýðir.
Hver verður næsti forseti USA?
Answers Votes Percent
1. John Kerry (11) 65%
2. George Bush (2) 12%
3. Hverjum er ekki saman? (3) 18%
4. Hvað þýðir USA? (1) 6%
Total Votes: 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli