sunnudagur, maí 16, 2004

19. sæti!
Stórglæsilegt ha? Annars vorum við öll sammála um það hérna, að Jónsi hefði verið alveg hrikalega falskur. Hvað segið þið sem horfðuð á júróið í sjónvarpinu? Var hann kannski svona því að hljóðið kom í gegn um internetið hjá okkur? En annars var svaka stuð hérna, Erna, Eyja, Orri og Úlfur voru hérna hjá okkur. Það var voða gaman að halda í gamlar hefðir og horfa á júróið í góðra manna hópi. Þau komu með rosa flott Spider man sundsett handa Kristófer og hann var ekkert smá lukkulegur með það. Strax og hann vaknaði í morgun mátaði hann græjurnar og við vorum dregin út í sundlaug...hann í rauðum sund stuttbuxum með svaka spiderman sundgleraugu, sundfit og grifflur! Okkur til mikillar furðu, var sundlaugin lokuð. Sem kom okkur á óvart því hún var opin í gær. Svo kíktum við oft við þar í dag, en aldrei opnaði hún. Kristófer var náttúrulega mjög svekktur með það.
Um kaffileytið í dag, sitjum við hjónin úti á svölum í okkar mestu makindum og heyrum allt í einu barnalegar melódíur óma hérna um allt hverfið. Við stukkum öll út til að kanna hvað hér væri nú á ferð, og viti menn, það var ísbíll hérna fyrir utan! Hann kom nú bara eins og kallaður þar sem við vorum á leiðinni út að fá okkur ís, til að kæla okkur niður. Hitinn hérna er orðinn all svakalegur.
Svo kíktum við fjölsan í keilu seinnipartinn, það var svaðalegt fjör. Kristófer náði meira að segja 3 feykjum!

Engin ummæli: