Ein mesta ferðahelgi helgin í Ameríku er að renna í garð...
Já, Memorial Day Weekend er framundan með einn af þessum alltof sjaldséðu rauðu dögum í farteskinu. Fyrsti frídagur ársins er á mánudag. Ótrúlegt að það skulu bara vera 6 frídagar á ári hérna. Hvað eru þeir annars margir heima...16 eða svo? Við vorum að ákveða rétt í þessu að húka ekki hérna í "volæði" yfir helgina, heldur bregða undir okkur betri fætinum (hann nebblega safnar bara ryki inní skáp ;) og skreppa til Virginiu!!! Já, kíkja á Fey, Hogní og Hildi. ÚÚÚlalala hlakka so til. Við ætlum að reyna að rusla okkur af stað fyrir sólarupprás, svo við vonandi náum að vera á undan umferðinni í Washington. Umferðin þar er svo svakaleg á annartímum að það getur munað 1-2 tímum ef við verðum á undan henni. Annars veit maður ekkert hvernig umferðin er yfir þessa helgi, gæti verið stappað uppúr og niðrúr því allir eru að fara eitthvað...en við vonum það besta.
Annars langar mig að stressa við ykkur að nýta ykkur nýjungina, kjafta-boxið, hérna á síðunni okkar (uppi til hægri). Ferlega sniðugt ef þið viljið koma skoðunum eða bara hverju sem er (nema kannski smá auglýsingum...hahaha)á framfæri eða taka þátt í umræðunni sem er í gangi hverju sinni(sem reyndar hef ekki verið fjörleg hingað til, en vonandi stendur það til bóta með ykkar hjálp ;) Þið getið líka, ef þið eruð spéhrædd, skrifað undir dulnefni.
Góða Hvítasunnuhelgi!
Andrea Out!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli