New York, here we come...
Við erum að fara til New York á eftir, eftir svona klst. og ætlum þar að fara í Central Park að horfa á þrjár íslenskar hljómsveitir spila þar. Jagúar, Maus og Vínil. Þetta verður sannarlega menningardagur. Morguninn lofaði nú samt ekki góðu þar sem það rigndi rosalega hérna í svona 30 mín. en sem betur fer var það bara "Hitaskúr", rignin sem kemur þegar hitinn verður of mikill. Planið er að taka upp nóg af efni á tónleikunum og setja svo inná netið strax í kvöld, þannig að þið ættuð að geta horft á það, ásamt nokkrum ljósmyndum, strax í kvöld... eða í fyrramálið. Meira um hvernig fór þegar við komum aftur.
Bless í bili, Elmar og Co.
laugardagur, júlí 31, 2004
mánudagur, júlí 26, 2004
Philadelphia
Við heimsóttum Philadelphia í gær, það var mjög gaman að skoða þá borg. Við fórum um 2 leitið af stað og vörum kominn um 2:30. Engin umferð og flott að vera svona fljótur á leiðinni. Stelpurnar voru mjög hrifnar, þarna er nefnilega verslunarhverfi eins og laugarvegurinn og víst mikið ódýrara þarna en í New York eða New Jersey. Söluskatturinn er eitthvað lægri líka þannig að það vann saman. Rúna keypti sér flotta skó á um $15 og var mjög ánægð með þá. Við sáum líka "City Hall" og einhvera kirkjur þarna, mjög flottar byggingar og miðbærinn almennt mjög hreinn og flottur. Einn munur sem ég tók mikið eftir miðað við New York, það er meira um útigangsfólk og betlara þarna. Í New York sér maður þetta fólk ekkert, þeim er líklegast skutlað í fangelsi ef þau eru eitthvað mikið að betla en þarna fá þau alveg að vera í friði. Við ætlum okkur svo sannarlega að skoða þessa borg betur, stutt að fara og ódýrt að versla... er hægt að biðja um meira ?
Við heimsóttum Philadelphia í gær, það var mjög gaman að skoða þá borg. Við fórum um 2 leitið af stað og vörum kominn um 2:30. Engin umferð og flott að vera svona fljótur á leiðinni. Stelpurnar voru mjög hrifnar, þarna er nefnilega verslunarhverfi eins og laugarvegurinn og víst mikið ódýrara þarna en í New York eða New Jersey. Söluskatturinn er eitthvað lægri líka þannig að það vann saman. Rúna keypti sér flotta skó á um $15 og var mjög ánægð með þá. Við sáum líka "City Hall" og einhvera kirkjur þarna, mjög flottar byggingar og miðbærinn almennt mjög hreinn og flottur. Einn munur sem ég tók mikið eftir miðað við New York, það er meira um útigangsfólk og betlara þarna. Í New York sér maður þetta fólk ekkert, þeim er líklegast skutlað í fangelsi ef þau eru eitthvað mikið að betla en þarna fá þau alveg að vera í friði. Við ætlum okkur svo sannarlega að skoða þessa borg betur, stutt að fara og ódýrt að versla... er hægt að biðja um meira ?
laugardagur, júlí 24, 2004
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Hæ Kristófer hér...
Langaði bara að láta ykkur vita að ég er sko komin með mína eigin heimasíðu á Barnalandinu...hvar annarstaðar, maður er ekki maður með mönnum nema eiga síðu þar er mér sagt :)
Mamma er reyndar ennþá eitthvað að stússast í henni svo að hún er kannski ekki alveg fullkláruð...en ég gat ekki haldið í mér lengur.
Endilega kíkið hérna.
Bestu kveðjur,
Kristófer Leó.
Langaði bara að láta ykkur vita að ég er sko komin með mína eigin heimasíðu á Barnalandinu...hvar annarstaðar, maður er ekki maður með mönnum nema eiga síðu þar er mér sagt :)
Mamma er reyndar ennþá eitthvað að stússast í henni svo að hún er kannski ekki alveg fullkláruð...en ég gat ekki haldið í mér lengur.
Endilega kíkið hérna.
Bestu kveðjur,
Kristófer Leó.
Allt í gúddí héðan...
Essý og strákarnir ætla að koma hérna við hjá okkur á leið sinni til Flórída. Emmi sækir þau annað kvöld á flugvöllinn í Baltimore og þau gista hérna hjá okkur eina nótt. Það er alltaf gaman að fá gesti...mættu samt alltaf vera fleiri ;) Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum fyrir jólin, fyrstir koma, fyrstir fá!
Annars er bara rólegheit hérna á okkur þessa vikuna...engin ferðalög a.m.k. Við erum búin að vera dugleg að ferðast um allar trissur þetta sumarið.
Við höfum líka öll verið mjög dugleg í gymminu, við Rúna erum nú loksins farnar að sjá smá árangur erfiðisins...amk. eru tölurnar á vigtinni farnar að síga niður á við, í stað uppá við, fyrstu vikurnar. Emmi fer líka á hverjum morgni áður en hann byrjar að vinna, komin með æfingaplan og alles, Högni gym-gúrú setti það saman fyrir hann um helgina.
Svo bíð ég bara spennt við símann því tvær vinkonur mínar eiga von á sér á næstu vikum, báðar settar á sama tíma. Arna vinkona á Íslandi og auðvitað hún Fanney í Virgininu. Gaman-Gaman!
Nú svo eru auðvitað tónleikar í NYC um þarnæstu helgi með Jagúar, Vínil og einu öðru bandi sem ég man ekki hvað heitir?! En við ætlum að reyna að komast á þá. Skylst að Íslendingar þar í borg fjölmenni á svona viðburðum.
Við erum öll orðin húkkt á mini-golfi hérna, förum amk. einusinni í viku. Ætlum einmitt að skella okkur í dag á nýjann völl hérna í nágrenninu, og hann á að vera í röð flottustu mini-golf valla í Ameríku.
En bið að heilsa í bili...
Andrea framtíðar fyrrverandi bolla ;)
Essý og strákarnir ætla að koma hérna við hjá okkur á leið sinni til Flórída. Emmi sækir þau annað kvöld á flugvöllinn í Baltimore og þau gista hérna hjá okkur eina nótt. Það er alltaf gaman að fá gesti...mættu samt alltaf vera fleiri ;) Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum fyrir jólin, fyrstir koma, fyrstir fá!
Annars er bara rólegheit hérna á okkur þessa vikuna...engin ferðalög a.m.k. Við erum búin að vera dugleg að ferðast um allar trissur þetta sumarið.
Við höfum líka öll verið mjög dugleg í gymminu, við Rúna erum nú loksins farnar að sjá smá árangur erfiðisins...amk. eru tölurnar á vigtinni farnar að síga niður á við, í stað uppá við, fyrstu vikurnar. Emmi fer líka á hverjum morgni áður en hann byrjar að vinna, komin með æfingaplan og alles, Högni gym-gúrú setti það saman fyrir hann um helgina.
Svo bíð ég bara spennt við símann því tvær vinkonur mínar eiga von á sér á næstu vikum, báðar settar á sama tíma. Arna vinkona á Íslandi og auðvitað hún Fanney í Virgininu. Gaman-Gaman!
Nú svo eru auðvitað tónleikar í NYC um þarnæstu helgi með Jagúar, Vínil og einu öðru bandi sem ég man ekki hvað heitir?! En við ætlum að reyna að komast á þá. Skylst að Íslendingar þar í borg fjölmenni á svona viðburðum.
Við erum öll orðin húkkt á mini-golfi hérna, förum amk. einusinni í viku. Ætlum einmitt að skella okkur í dag á nýjann völl hérna í nágrenninu, og hann á að vera í röð flottustu mini-golf valla í Ameríku.
En bið að heilsa í bili...
Andrea framtíðar fyrrverandi bolla ;)
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Hæ-delí-hó-delí....
helgin var alveg brill hjá okkur. Við ákváðum með engum fyrirvara að skella okkur bara til Virginiu og heimsækja gengið þar og vorum yfir helgina hjá þeim í góðu yfirlæti...eins og ávallt. Við ætluðum að drífa okkur snemma á föstudagsmorgun, þá meina ég ELD-SNEMMA. Vekjaraklukkan okkar öskraði á okkur í einn og hálfan tíma, án árangurs, áður en við rumskuðum og þá var hún orðin hálf sjö. Við erum greinilega ekkert fyrir það að vakna á svona óguðlegum tíma. En það var orðið of seint að leggja í hann (vinnan hans Emma kallaði) svo að við frestuðum ferðinni fram á laugardag. Það gekk nú svosem alveg ágætlega, en tók bara alltof langan tíma sökum umferðar...7 tíma... AÐEINS! Svo að það verður ekki farið til þeirra aftur...ALLAVEGA ekki á laugardegi ;) En heimferðin gekk nú heldur betur fyrir sig því við fórum þetta á leiftur hraða, engar umferðateppur eða vegaframkvæmdir sem töfðu fyrir okkur og allt í allt var þetta 4 1/2 tími. Annars var þetta bara sama gamla góða rútínan hjá þeim, golf hjá köllunum og búðir hjá okkur stelpunum, og svo auðvitað spilað og étið eins og maður ætti lífið að leysa. Við reyndar skruppum líka í bíó, fórum á Notebook, sem er svona 5 klúta mynd eins og Fanney lýsti henni.
Jæja við ætlum að skella okkur í mini-golf eða keilu núna.
Eitthvað af myndum var tekið og við skutlum þeim væntanlega inn í dag eða á morgun.
Until next time....
Andrea-Out! (Æl!)
helgin var alveg brill hjá okkur. Við ákváðum með engum fyrirvara að skella okkur bara til Virginiu og heimsækja gengið þar og vorum yfir helgina hjá þeim í góðu yfirlæti...eins og ávallt. Við ætluðum að drífa okkur snemma á föstudagsmorgun, þá meina ég ELD-SNEMMA. Vekjaraklukkan okkar öskraði á okkur í einn og hálfan tíma, án árangurs, áður en við rumskuðum og þá var hún orðin hálf sjö. Við erum greinilega ekkert fyrir það að vakna á svona óguðlegum tíma. En það var orðið of seint að leggja í hann (vinnan hans Emma kallaði) svo að við frestuðum ferðinni fram á laugardag. Það gekk nú svosem alveg ágætlega, en tók bara alltof langan tíma sökum umferðar...7 tíma... AÐEINS! Svo að það verður ekki farið til þeirra aftur...ALLAVEGA ekki á laugardegi ;) En heimferðin gekk nú heldur betur fyrir sig því við fórum þetta á leiftur hraða, engar umferðateppur eða vegaframkvæmdir sem töfðu fyrir okkur og allt í allt var þetta 4 1/2 tími. Annars var þetta bara sama gamla góða rútínan hjá þeim, golf hjá köllunum og búðir hjá okkur stelpunum, og svo auðvitað spilað og étið eins og maður ætti lífið að leysa. Við reyndar skruppum líka í bíó, fórum á Notebook, sem er svona 5 klúta mynd eins og Fanney lýsti henni.
Jæja við ætlum að skella okkur í mini-golf eða keilu núna.
Eitthvað af myndum var tekið og við skutlum þeim væntanlega inn í dag eða á morgun.
Until next time....
Andrea-Out! (Æl!)
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Golfæði
Um hefur gripið sig golfæði hjá fjölskyldunni. Þegar pabbi var hérna tók hann sig til og fór ekki aðeins í golf, heldur keypti hann flottasta golfsettið sem hann fann. Hann síðan dró mig á golfvöllinn (Þurfti nú ekki að grátbiðja) og hreinlega malaði mig. Hann vann mig fyrst með einu höggi og síðan með 3-4 höggum. En mér til málsbóta, þá vann ég hann í Poconos Fjöllunum með 5-6 höggum, þannig að hann verður að koma hingað aftur að ári til að halda sér við í golfinu. Hann að vísu hótaði að fara að taka þátt í mótum heima á Bolungarvík, og vona ég að hann standi við það, því hann stendur sig alveg hreint mjög vel.
Síðan eru það Rúna og Kristófer, en þau eru mjög dugleg að koma með mér á Driving Range-ið og slá kúlur þar út í bláinn. Bæði standa þau sig mjög vel og er gaman að sjá hvað þetta er fljótt að koma hjá þeim. Síðan förum við bara í míni-golf á eftir og er það í uppáhaldi hjá Kristóferi. En núna í dag fór hann fjórar holur á tveimur höggum og er það persónulegt met hjá honum. Rúna átti sem skot dagsins, en hún fór eina holuna glæsilega á holu í höggi.
Andrea er nýjasta fórnarlambið, hún er farinn að tala um að hún vilji prófa, en það er erfiðara en hjá öðrum þar sem hún er örvhent, og kvennmaður, en engin golfvöllur sem ég hef farið á hingað til bíður uppá leigusett fyrir örvhentan kvennmann.
Síðan er komið nokkursskonar heilsuæði á heimilið, stelpunar eyða að meðaltali 2-3 tímum á dag í ræktina og aðrar æfingar þegar heim er komið, þær eru líka að breyta mataræði sínum og hefur sjaldan jafn lítið nammi verið innbyrt á þessu heimili, ég er hræddur um að þær eiga eftir að hverfa fljótlega með þessu áframhaldi.
Ég fer á morgnana í ræktina, hleyp eitthvað í svona 20-25 mínutur, pumpa svo einhver járn upp og niður, fram og tilbaka. Þetta gerir manni bara gott og bætir þolið hjá mér, þannig að það verður auðveldara að ganga hringina í stað þess að keyra á golfkerrum alltaf hreint.
Um hefur gripið sig golfæði hjá fjölskyldunni. Þegar pabbi var hérna tók hann sig til og fór ekki aðeins í golf, heldur keypti hann flottasta golfsettið sem hann fann. Hann síðan dró mig á golfvöllinn (Þurfti nú ekki að grátbiðja) og hreinlega malaði mig. Hann vann mig fyrst með einu höggi og síðan með 3-4 höggum. En mér til málsbóta, þá vann ég hann í Poconos Fjöllunum með 5-6 höggum, þannig að hann verður að koma hingað aftur að ári til að halda sér við í golfinu. Hann að vísu hótaði að fara að taka þátt í mótum heima á Bolungarvík, og vona ég að hann standi við það, því hann stendur sig alveg hreint mjög vel.
Síðan eru það Rúna og Kristófer, en þau eru mjög dugleg að koma með mér á Driving Range-ið og slá kúlur þar út í bláinn. Bæði standa þau sig mjög vel og er gaman að sjá hvað þetta er fljótt að koma hjá þeim. Síðan förum við bara í míni-golf á eftir og er það í uppáhaldi hjá Kristóferi. En núna í dag fór hann fjórar holur á tveimur höggum og er það persónulegt met hjá honum. Rúna átti sem skot dagsins, en hún fór eina holuna glæsilega á holu í höggi.
Andrea er nýjasta fórnarlambið, hún er farinn að tala um að hún vilji prófa, en það er erfiðara en hjá öðrum þar sem hún er örvhent, og kvennmaður, en engin golfvöllur sem ég hef farið á hingað til bíður uppá leigusett fyrir örvhentan kvennmann.
Síðan er komið nokkursskonar heilsuæði á heimilið, stelpunar eyða að meðaltali 2-3 tímum á dag í ræktina og aðrar æfingar þegar heim er komið, þær eru líka að breyta mataræði sínum og hefur sjaldan jafn lítið nammi verið innbyrt á þessu heimili, ég er hræddur um að þær eiga eftir að hverfa fljótlega með þessu áframhaldi.
Ég fer á morgnana í ræktina, hleyp eitthvað í svona 20-25 mínutur, pumpa svo einhver járn upp og niður, fram og tilbaka. Þetta gerir manni bara gott og bætir þolið hjá mér, þannig að það verður auðveldara að ganga hringina í stað þess að keyra á golfkerrum alltaf hreint.
sunnudagur, júlí 11, 2004
Jæja þá eru Bíbí og Víðir farin...tíminn hefur hreinlega flogið á meðan þau voru hérna. Kannski ekki skrítið, því við höfum verið ansi dugleg að ferðast og skoða ýmsa áhugaverða staði. Þau fóru t.d. 3svar til NYC, Washington, Poconos í Pensylvaniu í viku, Princeton og að sjálfsögðu í ótal moll sem eru hérna á víð og dreif í N.J.
Það var heldur skrítið að vakna í morgun og enginn úti á svölum til að halda manni félagsskap yfir morgun sígarettunni. Dagurinn í dag hefur verið heldur daufur hjá okkur og lítið gert af viti, farið í laugina og svo rúntað eftir ís og svo smá rölt í parkinum, en hitinn en hitinn endaði með að flæma okkur burt (fyrsta alvöru hitabylgjan er að ganga yfir...úff). Kristófer er alveg með það á hreinu að þau komi aftur eftir tvær vikur, ekki næsta mánudag heldur þarnæsta. En við erum enn með gest hérna hjá okkur og eins gott að leggjast ekki í neitt volæði yfir þessu. Rúna verður hjá okkur til 13 ágúst ef ég man rétt, og það er ýmislegt sem við verðum að sýna henni áður en hún fer frá okkur. Eins og t.d. um næstu helgi er planið að fara til NYC og m.a. skoða Empire State Building og rölta um nærliggjandi hverfi. Svo er Six Flags skemmtigarðurinn ofarlega á óskalistanum hjá okkur, eins gott að skella sér þangað fyrst maður hefur einhvern sem kannski þorir í tækin með manni. Andrea er svo hrædd við svona rússíbana, finnst þetta bara rugl og vitleysa að hætta sér í svona apparöt.
Það var heldur skrítið að vakna í morgun og enginn úti á svölum til að halda manni félagsskap yfir morgun sígarettunni. Dagurinn í dag hefur verið heldur daufur hjá okkur og lítið gert af viti, farið í laugina og svo rúntað eftir ís og svo smá rölt í parkinum, en hitinn en hitinn endaði með að flæma okkur burt (fyrsta alvöru hitabylgjan er að ganga yfir...úff). Kristófer er alveg með það á hreinu að þau komi aftur eftir tvær vikur, ekki næsta mánudag heldur þarnæsta. En við erum enn með gest hérna hjá okkur og eins gott að leggjast ekki í neitt volæði yfir þessu. Rúna verður hjá okkur til 13 ágúst ef ég man rétt, og það er ýmislegt sem við verðum að sýna henni áður en hún fer frá okkur. Eins og t.d. um næstu helgi er planið að fara til NYC og m.a. skoða Empire State Building og rölta um nærliggjandi hverfi. Svo er Six Flags skemmtigarðurinn ofarlega á óskalistanum hjá okkur, eins gott að skella sér þangað fyrst maður hefur einhvern sem kannski þorir í tækin með manni. Andrea er svo hrædd við svona rússíbana, finnst þetta bara rugl og vitleysa að hætta sér í svona apparöt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)