Karate Prófið hans Kristófers
Kristófer fór í karate prófið á Miðvikudaginn og gékk alveg framúrskarandi vel. Hann fær síðan að vita hvaða belti hann fær, næsta miðvikudag, en þá verður útskrift hjá honum. Hann mun a.m.k. fá aðra rönd í hvíta beltið sitt, og ef kennarinn var mjög ánægður með hann, fær hann Gult belti. Við vonum öll að hann fái Gula beltið.
Eftir prófið var spilað smá "Sensei Says" en það er bara leikurinn "Símon segir" (Minnir a.m.k. að hann heitir það á íslandi) og hefur Kristófer ekki gengið vel í þeim leik síðan hann byrjaði, en ég hélt að ástæðan væri bara túngumálaöðruleikar. Þannig að ég æfði mig með honum hérna heima, bæði í Karate hreyfingum og í "Sensei Says". Skemmst er frá því að segja að hann stóð sig með mikilli prýði í leiknum, og var með þeim síðustu til að detta úr, en það var bara af því að hann var að þurka svitann á höndunum þegar kennaranum sýndist hann hafa kýlt eitthvað. Ég átti erfit með mig að standa ekki upp og öskra hástöfum, "SVINDL!!!", en ég sat á mér til að verða honum ekki til skammar.
Munið svo að skilja eftir pöntun fyrir þessari blaðaúrklippu, með mynd af Kristóferi, í gestabókinni. Hún kemur í blaðið hérna 7. Sept og munum við kaupa jafn mörg eintök og pantað er þar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já þetta virkar augljóslega...prufaðu bara :)
Skrifa ummæli