Ha ha ha ha...kallgreyjið! Fann þessa frétt á netinu...
fimmtudagur, september 23, 2004
Jæja við erum búin að segja upp leigusamningnum hérna. Svo að við flytjum héðan 22. nóvember sama hvað tautar 0g raular. Við erum nú ennþá hálf slöpp í íbúðarleitinni, erum alveg komin með grænar á því að flytja. Reyndar er eitt hverfi sem við erum ferlega spennt fyrir, það er bara hérna hinumegin við US-1 ("hraðbrautin" sem liggur hérna í gegn). Við skoðuðum þessi hús fyrr í haust þegar við vorum að byrja að skoða í kringum okkur en okkur fannst það fulldýrt fyrir okkar smekk svo að við spáðum ekkert í það frekar. Svo var ég að skoða íbúðir á netinu í fyrradag, eins og svo oft áður, og sá að þeir voru búnir að lækka leiguna töluvert. Svo við hringjum í þá og þá sagði sú sem svaraði okkur það að þeir hefðu hækkað leiguverðið svona í sumar svo þeir gætu boðið viðskiptavinum 2 fría mánuði! ...og hún var ekkert feimin við að viðurkenna það! Svo þessi hús eru aftur komin inní myndina...kíkið á þau hérna. Málið er líka það að Lawrenceville er afskaplega lítill bær og framboðið á svona "rental-communities" er svo lítið að ég gæti talið þau á annari hendi.
Elementary skólarnir hérna í Lawrenceville eru 4 talsins svo að þó maður flytji bara yfir götuna eru miklar líkur á að það sé annað skólahverfi. Við ræddum við skólastjórann hans Kristófers og hún sagði að það væri hægt að fara fram á undaþágu fyrir flutning ef nemandinn býr enn í Lawrenceville og foreldrar tilbúnir að keyra hann til og frá skóla. Svo að hann verður að öllum líkindum áfram í Eldridge Park
Ég er sko engan veginn að fatta minn gír. Ég er í þvílíku jólaskapi! Langar að draga jólaskreytingarnar fram í dagsljósið, búa til meira, senda jólakort og punkta niður jólagjafalistann! Mig langar að setja íslenskann jóla geisladisk í spilarann og hækka í botn, skrifa jólakortin, baka smákökur og góla hástöfum með! Er þetta ekki alveg ekta ég...svo þegar jólin koma er ég búin að taka minn skammt af jólafílingnum út, allar smákökurnar sem ég bakaði í október búnar og komin með leið á öllu jólaskrautinu. En ég verð að halda í mér, þetta má ekki gerast! Það er kannski ágætt að við séum að flytja í lok nóvember, þá neyðist ég til að geyma það að taka upp jólaskrautið þar til við erum komin í nýtt húsnæði.
Já og eitt enn...við erum búin að ráða lögfræðing í málið hjá okkur og það verður tekið fyrir mánudaginn 27. september. Við erum með fingur og tær krossaðar!
Elementary skólarnir hérna í Lawrenceville eru 4 talsins svo að þó maður flytji bara yfir götuna eru miklar líkur á að það sé annað skólahverfi. Við ræddum við skólastjórann hans Kristófers og hún sagði að það væri hægt að fara fram á undaþágu fyrir flutning ef nemandinn býr enn í Lawrenceville og foreldrar tilbúnir að keyra hann til og frá skóla. Svo að hann verður að öllum líkindum áfram í Eldridge Park
Ég er sko engan veginn að fatta minn gír. Ég er í þvílíku jólaskapi! Langar að draga jólaskreytingarnar fram í dagsljósið, búa til meira, senda jólakort og punkta niður jólagjafalistann! Mig langar að setja íslenskann jóla geisladisk í spilarann og hækka í botn, skrifa jólakortin, baka smákökur og góla hástöfum með! Er þetta ekki alveg ekta ég...svo þegar jólin koma er ég búin að taka minn skammt af jólafílingnum út, allar smákökurnar sem ég bakaði í október búnar og komin með leið á öllu jólaskrautinu. En ég verð að halda í mér, þetta má ekki gerast! Það er kannski ágætt að við séum að flytja í lok nóvember, þá neyðist ég til að geyma það að taka upp jólaskrautið þar til við erum komin í nýtt húsnæði.
Já og eitt enn...við erum búin að ráða lögfræðing í málið hjá okkur og það verður tekið fyrir mánudaginn 27. september. Við erum með fingur og tær krossaðar!
þriðjudagur, september 21, 2004
Hellúú...
fórum á flóamarkað í gær...í sól, rigningu, og roki...minnti óneitanlega á Ísland :) Það fór mesti tíminn í það að finna stæði því það var þvílík mannmergð þarna. Fengum meira að segja tilboð á viðgerð á bílnum á þessum bílastæðarúnti okkar. Sagðist gera við greyjið fyrir $1800 og hann yrði eins og nýr...döh...fyrir þessa upphæð fyndist mér það nú ekki þess vert að taka það fram og vera með handapat og fingurkossa til að leggja á það áherslu. En annars veit ég nú minnst um svona bíla-viðgerða-kosnaðar-mats-dæmi, hú nós, kannski var þetta bara kostaboð. Annars var nú lítið verslað í þetta skiptið á markaðnum, eitthvað af ávöxtum jú og grænmeti. Á leiðinni heim var svo komið við í Sams Club og verslað inn, mér leið nú eins og ég væri komin útí veitingahúsabransann þarna...3 kíló af kjúklingabringum...3 kíló af hakki...jú nó ðe drill. En sú tilfinning var nú fljót að gufa upp þegar við stóðum í röðinni á eftir fólki með heilu brettin af mat, alltíeinu vorum við bara orðin lummó með innkaupakerruna okkar...hehehe
Díí...hvað varð um þennan mánuð, ég bara spyr? Það er komin 21 sept...jólin eru bara á næsta leiti. Var að telja (n.b. manually :) og það eru 94 dagar til jóla! Fékk þennan líka svaka "jóla fiðring" í gær og á eitthvað erfitt með að hrista hann af mér. Ætli jólaskrautið í öllum búðunum hafi ekki þessi áhrif á mig...jú alveg satt, það er komið jólaskraut í flestar búðir hérna og reyndar sá ég það fyrst fyrir u.m.þ.b. mánuði síðan. En annars er tíminn svo fljótur að líða að ég verð farin að baka og pakka inn áður en ég veit af...!
Bestu kveðjur í bili,
Adda jóla-grís.
fórum á flóamarkað í gær...í sól, rigningu, og roki...minnti óneitanlega á Ísland :) Það fór mesti tíminn í það að finna stæði því það var þvílík mannmergð þarna. Fengum meira að segja tilboð á viðgerð á bílnum á þessum bílastæðarúnti okkar. Sagðist gera við greyjið fyrir $1800 og hann yrði eins og nýr...döh...fyrir þessa upphæð fyndist mér það nú ekki þess vert að taka það fram og vera með handapat og fingurkossa til að leggja á það áherslu. En annars veit ég nú minnst um svona bíla-viðgerða-kosnaðar-mats-dæmi, hú nós, kannski var þetta bara kostaboð. Annars var nú lítið verslað í þetta skiptið á markaðnum, eitthvað af ávöxtum jú og grænmeti. Á leiðinni heim var svo komið við í Sams Club og verslað inn, mér leið nú eins og ég væri komin útí veitingahúsabransann þarna...3 kíló af kjúklingabringum...3 kíló af hakki...jú nó ðe drill. En sú tilfinning var nú fljót að gufa upp þegar við stóðum í röðinni á eftir fólki með heilu brettin af mat, alltíeinu vorum við bara orðin lummó með innkaupakerruna okkar...hehehe
Díí...hvað varð um þennan mánuð, ég bara spyr? Það er komin 21 sept...jólin eru bara á næsta leiti. Var að telja (n.b. manually :) og það eru 94 dagar til jóla! Fékk þennan líka svaka "jóla fiðring" í gær og á eitthvað erfitt með að hrista hann af mér. Ætli jólaskrautið í öllum búðunum hafi ekki þessi áhrif á mig...jú alveg satt, það er komið jólaskraut í flestar búðir hérna og reyndar sá ég það fyrst fyrir u.m.þ.b. mánuði síðan. En annars er tíminn svo fljótur að líða að ég verð farin að baka og pakka inn áður en ég veit af...!
Bestu kveðjur í bili,
Adda jóla-grís.
laugardagur, september 18, 2004
Hérna er grenjandi rigning núna, skylst að þetta séu leifarnar af honum Ívani grimma (fellibylnum). Svo að fótboltanum var aflýst í morgun og líklegt að ekkert verði spilað á morgun heldur. Við erum því bara að hangsa heima núna að reyna að finna uppá einhverju skemmtilegu til að gera í þessu leiðindaveðri.
Annars ræddum við við einn lögfræðing í vikunni sem við ætlum sennilega að ráða. Hann var alveg steinhissa að við hefðum verið dæmd í óretti af löggunni hérna um daginn. Sagði að þetta væri mjög einfalt í hans augum, hinn hefði verið í bullandi órétti því hann fór yfir stöðvunarskyldu. En ég vona að hann sé ekki bara að segja þetta svo við ráðum hann, en við ætlum amk. að ræða við einn lögfræðing til, bara svona til að fá annað álit. Svo var hann ansi heitur og vildi bara að við færum í mál við manninn prívat og persónulega...hahaha...only in America! En þetta kerfi hérna er alger frumskógur eins og t.d. fór ég til læknis í vikunni, er búin að vera eitthvað skrítin í bakinu eftir áreksturinn. En allavega ég vildi bara að þetta yrði skráð, svona eins og heima á klakanum ef maður lendir í árekstri. Læknirinn vildi nú varla kíkja á mig, sá hræðslusvipinn færast yfir andlitið á henni þegar ég sagði að ég hefði lent í árekstri. Hún sagði að ég hefði þurft að tala við tryggingarfélagið mitt fyrst til að fá eitthvað númer?! Því að hún mætti "lagalega" ekki skoða mig nema að ég hefði þetta tiltekna númer! En svo spurði hún mig hvaðan ég væri og virtist róast við það að heyra að ég væri frá Evrópu. Díísess, ég fæ á tilfinninguna að flestir séu skíthræddir við tryggingarfélögin og/eða málsóknir hérna.
Annars er er bara allt gott í fréttum héðan nema kannski það að við erum ekkert farin að finna aðra íbúð, erum barasta ekki að koma okkur í það. Fáum alveg hroll við tilhugsunina eina að þurfa að fara að dröslast með okkar hafurtask, eina ferðina enn, eitthvað annað... brrr.
Annars ræddum við við einn lögfræðing í vikunni sem við ætlum sennilega að ráða. Hann var alveg steinhissa að við hefðum verið dæmd í óretti af löggunni hérna um daginn. Sagði að þetta væri mjög einfalt í hans augum, hinn hefði verið í bullandi órétti því hann fór yfir stöðvunarskyldu. En ég vona að hann sé ekki bara að segja þetta svo við ráðum hann, en við ætlum amk. að ræða við einn lögfræðing til, bara svona til að fá annað álit. Svo var hann ansi heitur og vildi bara að við færum í mál við manninn prívat og persónulega...hahaha...only in America! En þetta kerfi hérna er alger frumskógur eins og t.d. fór ég til læknis í vikunni, er búin að vera eitthvað skrítin í bakinu eftir áreksturinn. En allavega ég vildi bara að þetta yrði skráð, svona eins og heima á klakanum ef maður lendir í árekstri. Læknirinn vildi nú varla kíkja á mig, sá hræðslusvipinn færast yfir andlitið á henni þegar ég sagði að ég hefði lent í árekstri. Hún sagði að ég hefði þurft að tala við tryggingarfélagið mitt fyrst til að fá eitthvað númer?! Því að hún mætti "lagalega" ekki skoða mig nema að ég hefði þetta tiltekna númer! En svo spurði hún mig hvaðan ég væri og virtist róast við það að heyra að ég væri frá Evrópu. Díísess, ég fæ á tilfinninguna að flestir séu skíthræddir við tryggingarfélögin og/eða málsóknir hérna.
Annars er er bara allt gott í fréttum héðan nema kannski það að við erum ekkert farin að finna aðra íbúð, erum barasta ekki að koma okkur í það. Fáum alveg hroll við tilhugsunina eina að þurfa að fara að dröslast með okkar hafurtask, eina ferðina enn, eitthvað annað... brrr.
sunnudagur, september 12, 2004
Vúúúhúú!
Þetta voru viðbrögðin hjá Kristófer þegar við áttuðum okkur á því að fótbolta "seasonið" væri að byrja. Við vorum nefnilega búin að skrá hann í fótboltann fyrir löööngu síðan. Okkur var bara sagt að bíða bara róleg því við myndum vera látin vita þegar það myndi byrja. En við biðum og biðum...og aldrei hringdi síminn. Svo við ákváðum að slá á þráðinn og kanna þetta mál. "Já heyrðu... það var nú eins gott að þú hringdir...við erum vitlaust símanúmer hjá þér og boltinn byrjar á morgun"! Svo að fyrsti tíminn var á laugardagsmorgun og svo er líka æft á sunnudögum. Þannig að það er óhætt að segja að drengurinn hafi nóg fyrir stafni í haust...fótbolti 2x í viku, karate 2x í viku og svo æfir hann golfið með pabba sínum 1x í viku. Svo langar okkur líka að senda hann á sundnámskeið...énnn ég held að það verði að fá að bíða betri tíma :) Kannski þegar fótboltánámskeiðið er búið. Það er alveg nauðsynlegt að við látum hann læra sund, það er nefnilega ekki skylda hérna eins og heima.
En í dag er einhver fjölskyldu skemmtum í næsta kántíi (sýslu) og þar á víst að vera svaka fjör fram á kvöld. Galdramenn, leiktæki, hestaferðir og trúðar, svo fáeitt sé nefnt, ná alltaf athygli okkar svo að ætli við tökum ekki sunnudagsbíltúr þangað í þetta sinn.
Later...
Andrea og co.
Þetta voru viðbrögðin hjá Kristófer þegar við áttuðum okkur á því að fótbolta "seasonið" væri að byrja. Við vorum nefnilega búin að skrá hann í fótboltann fyrir löööngu síðan. Okkur var bara sagt að bíða bara róleg því við myndum vera látin vita þegar það myndi byrja. En við biðum og biðum...og aldrei hringdi síminn. Svo við ákváðum að slá á þráðinn og kanna þetta mál. "Já heyrðu... það var nú eins gott að þú hringdir...við erum vitlaust símanúmer hjá þér og boltinn byrjar á morgun"! Svo að fyrsti tíminn var á laugardagsmorgun og svo er líka æft á sunnudögum. Þannig að það er óhætt að segja að drengurinn hafi nóg fyrir stafni í haust...fótbolti 2x í viku, karate 2x í viku og svo æfir hann golfið með pabba sínum 1x í viku. Svo langar okkur líka að senda hann á sundnámskeið...énnn ég held að það verði að fá að bíða betri tíma :) Kannski þegar fótboltánámskeiðið er búið. Það er alveg nauðsynlegt að við látum hann læra sund, það er nefnilega ekki skylda hérna eins og heima.
En í dag er einhver fjölskyldu skemmtum í næsta kántíi (sýslu) og þar á víst að vera svaka fjör fram á kvöld. Galdramenn, leiktæki, hestaferðir og trúðar, svo fáeitt sé nefnt, ná alltaf athygli okkar svo að ætli við tökum ekki sunnudagsbíltúr þangað í þetta sinn.
Later...
Andrea og co.
fimmtudagur, september 09, 2004
Fyrsti skóladagurinn hjá Kristófer!
Fyrsti dagurinn var nú reyndar í gær, en okkur þótti drengurinn ekki vera nógu heilsuhraustur til að mæta. Einhver ægileg kvef flensa að hrjá drenginn svo að röddin hans er nær óþekkjanleg og í kjölfarið fylgdu nokkar kommur. En spennan og eftirvæntingin er svo mikil að drengurinn tók ekki annað í mál en að mæta í skólann í dag með sína hátíðni rödd og nasasog, reyndar var hann orðinn hitalaus svo það var ekkert að vanbúnaði. Ætli nýja Spiderman taskan og nestisboxið hafi átt einhvern þátt í þessum drifkrafti? Sennilega :) Á þriðjudaginn s.l. var opið hús hjá skólanum og þó svo að Kristófer hefði verið hálf slappur ákváðum við að reka nefið inn og heilsa uppá nýja kennarann hans. Mrs. Annese tók á móti okkur, brosmild og vinaleg, spjallaði við Kristófer og lét okkur svo hafa nafnalista yfir bekkjarfélagana. Þau verða 13 saman í bekk í vetur, sem okkur þykir mjög gott, því að við bjuggumst við því að bekkirnir myndu vera töluvert fjölmennari. Á listanum var eitt nafn sem við könnuðumst við en það var bekkjarfélagi hans frá því síðasta vetur, Jared.
Mér sýnist ritara síðasta pistils hafi láðst að minnast síður en svo gleðilegra frétta frá síðustu viku, en ætli gleðivíma helgarinnar hafi ekki sljóvgað þá slæmu minningu. En við fjölskyldan lentum í áreksti á föstudagskvöldið, ég vil taka það fram að enginn slasaðist amk. ekki líkamlega. Við vorum að keyra yfir gatnamót hérna við hverfið okkar þegar bíll kemur aðvífandi, og keyrir á okkur með slíkum krafti að við snúumst í næstum hring áður en Emmi nær að stöðva bílinn. Fyrstu viðbrögð...er allt í lagi með Kristófer? Ég lít í aftursætið og sé skelfinga-og hræðslusvip skína úr andliti Kristófers en fyrir utan smá sjokk var allt í lagi með hann. Við vorum öll heil á húfi...guði sé lof segi ég nú bara. Augnabliki síðar kemur ökumaður hinnar bifreiðarinnar aðvífandi og augsjóslega sleginn, eins og við öll. Hann spyr okkur hvort við séum ekki öll heil á húfi og byrjar síðan grátklökkur að segja að þetta hafi allt verið hans sök. Síðan spyr hann okkur hvort við viljum ekki láta lagfæra skemmdirnar án þess að fara í gegnum tryggingarnar og borga fyrir viðgerðirnar úr eigin vasa, og með því, spara okkur öllum tryggingahækkanir. Hann hafði nú rétt fyrir sér með það að þetta var honum að kenna því að það var stöðvunarskylda hjá honum. En við vorum ekki alveg á þeim buxunum að fara að treysta einhverjum dúdda úti bæ fyrir því að borga tjónið. Svo við köllum lögregluna til, til að taka skýrslu. Í stuttu máli komst löggan að þeirri niðurstöðu að VIÐ hefðum valdið árekstrinum og værum í algerum óretti. Þetta var vægast sagt köld tuska í andlitið! Þessi litli löggumaður sagði að hinn ökumaðurinn hefði verið á undan okkur inná gatnamótin og væri því í rétti!!! Auðvitað var ökumaður hinnar bifreiðarinnar alltíeinu alveg innilega sammála löggunni, okkur fannst hann gefa það í skyn við löggumanninn að við hefðum komið inn götuna á svo miklum hraða að hann hefði barasta ekki séð okkur! "ég stoppaði, leit til hægri, svo til vinstri, hélt áfram út á gatnamótin og búmm þarna voru þau alltí einu....!" Sanneikurinn er sá að:
1) við "lúsuðumst" inn götuna því að það er risa hraðahindrun nokkrum metrum frá þessum gatnamótum sem gerir manni ómögulegt að vera á miklum hraða, nema maður vilji taka dágóða flugferð og brjóta allt undan bílnum.
2) þarna er hámarkshraði 10 mph. og eftir að hafa búið í götunni í 8 mánuði ætti það nú alveg að vera á hreinu hjá okkur.
3) Þegar við sjáum bílinn stíma beinustu leið á okkur tökum við bæði eftir því að maðurinn er ekkert að horfa fram fyrir sig. Svo að það útskýrir stutt bremsuför hjá honum, hann var ekkert að horfa fram fyrir sig.
En þetta getur orðið til þess að tryggingarnar okkar eigi eftir að fara "through the roof" og nógu dýrar eru þær nú fyrir. Við eigum kost að því að þræta fyrir þetta í rétti en það þýðir það að við þyrfum að fá lögfræðing í málið. Svo sagði símadaman, hjá tryggingarfélaginu okkar, okkur það að hún hefði aldrei heyrt til þess að niðurstaða lögreglu hefði nokkurntíma verið snúið í dómi. Okkur finnst þetta ansi súr biti til að kyngja, hvort sem við fáum lögfræðing í málið eða ekki, "win or loose", á þetta samt sem áður eftir að kosta okkur dágóðan skildinginn...og Emmi greyjið missir tvo punkta af öksuskírteininu og er nú stimplaður sem "reckless driver" í gagnagrunni lögreglunnar. Grrrr...ég verð svo reið þegar ég tala um þetta!
Fyrsti dagurinn var nú reyndar í gær, en okkur þótti drengurinn ekki vera nógu heilsuhraustur til að mæta. Einhver ægileg kvef flensa að hrjá drenginn svo að röddin hans er nær óþekkjanleg og í kjölfarið fylgdu nokkar kommur. En spennan og eftirvæntingin er svo mikil að drengurinn tók ekki annað í mál en að mæta í skólann í dag með sína hátíðni rödd og nasasog, reyndar var hann orðinn hitalaus svo það var ekkert að vanbúnaði. Ætli nýja Spiderman taskan og nestisboxið hafi átt einhvern þátt í þessum drifkrafti? Sennilega :) Á þriðjudaginn s.l. var opið hús hjá skólanum og þó svo að Kristófer hefði verið hálf slappur ákváðum við að reka nefið inn og heilsa uppá nýja kennarann hans. Mrs. Annese tók á móti okkur, brosmild og vinaleg, spjallaði við Kristófer og lét okkur svo hafa nafnalista yfir bekkjarfélagana. Þau verða 13 saman í bekk í vetur, sem okkur þykir mjög gott, því að við bjuggumst við því að bekkirnir myndu vera töluvert fjölmennari. Á listanum var eitt nafn sem við könnuðumst við en það var bekkjarfélagi hans frá því síðasta vetur, Jared.
Mér sýnist ritara síðasta pistils hafi láðst að minnast síður en svo gleðilegra frétta frá síðustu viku, en ætli gleðivíma helgarinnar hafi ekki sljóvgað þá slæmu minningu. En við fjölskyldan lentum í áreksti á föstudagskvöldið, ég vil taka það fram að enginn slasaðist amk. ekki líkamlega. Við vorum að keyra yfir gatnamót hérna við hverfið okkar þegar bíll kemur aðvífandi, og keyrir á okkur með slíkum krafti að við snúumst í næstum hring áður en Emmi nær að stöðva bílinn. Fyrstu viðbrögð...er allt í lagi með Kristófer? Ég lít í aftursætið og sé skelfinga-og hræðslusvip skína úr andliti Kristófers en fyrir utan smá sjokk var allt í lagi með hann. Við vorum öll heil á húfi...guði sé lof segi ég nú bara. Augnabliki síðar kemur ökumaður hinnar bifreiðarinnar aðvífandi og augsjóslega sleginn, eins og við öll. Hann spyr okkur hvort við séum ekki öll heil á húfi og byrjar síðan grátklökkur að segja að þetta hafi allt verið hans sök. Síðan spyr hann okkur hvort við viljum ekki láta lagfæra skemmdirnar án þess að fara í gegnum tryggingarnar og borga fyrir viðgerðirnar úr eigin vasa, og með því, spara okkur öllum tryggingahækkanir. Hann hafði nú rétt fyrir sér með það að þetta var honum að kenna því að það var stöðvunarskylda hjá honum. En við vorum ekki alveg á þeim buxunum að fara að treysta einhverjum dúdda úti bæ fyrir því að borga tjónið. Svo við köllum lögregluna til, til að taka skýrslu. Í stuttu máli komst löggan að þeirri niðurstöðu að VIÐ hefðum valdið árekstrinum og værum í algerum óretti. Þetta var vægast sagt köld tuska í andlitið! Þessi litli löggumaður sagði að hinn ökumaðurinn hefði verið á undan okkur inná gatnamótin og væri því í rétti!!! Auðvitað var ökumaður hinnar bifreiðarinnar alltíeinu alveg innilega sammála löggunni, okkur fannst hann gefa það í skyn við löggumanninn að við hefðum komið inn götuna á svo miklum hraða að hann hefði barasta ekki séð okkur! "ég stoppaði, leit til hægri, svo til vinstri, hélt áfram út á gatnamótin og búmm þarna voru þau alltí einu....!" Sanneikurinn er sá að:
1) við "lúsuðumst" inn götuna því að það er risa hraðahindrun nokkrum metrum frá þessum gatnamótum sem gerir manni ómögulegt að vera á miklum hraða, nema maður vilji taka dágóða flugferð og brjóta allt undan bílnum.
2) þarna er hámarkshraði 10 mph. og eftir að hafa búið í götunni í 8 mánuði ætti það nú alveg að vera á hreinu hjá okkur.
3) Þegar við sjáum bílinn stíma beinustu leið á okkur tökum við bæði eftir því að maðurinn er ekkert að horfa fram fyrir sig. Svo að það útskýrir stutt bremsuför hjá honum, hann var ekkert að horfa fram fyrir sig.
En þetta getur orðið til þess að tryggingarnar okkar eigi eftir að fara "through the roof" og nógu dýrar eru þær nú fyrir. Við eigum kost að því að þræta fyrir þetta í rétti en það þýðir það að við þyrfum að fá lögfræðing í málið. Svo sagði símadaman, hjá tryggingarfélaginu okkar, okkur það að hún hefði aldrei heyrt til þess að niðurstaða lögreglu hefði nokkurntíma verið snúið í dómi. Okkur finnst þetta ansi súr biti til að kyngja, hvort sem við fáum lögfræðing í málið eða ekki, "win or loose", á þetta samt sem áður eftir að kosta okkur dágóðan skildinginn...og Emmi greyjið missir tvo punkta af öksuskírteininu og er nú stimplaður sem "reckless driver" í gagnagrunni lögreglunnar. Grrrr...ég verð svo reið þegar ég tala um þetta!
þriðjudagur, september 07, 2004
How are you doing ?
Jæja best að fara að skrifa aðeins í bloggið sitt. Við erum búin að hafa mikið að gera síðastliðnar vikur. Kristófer útskrifaðist úr Karate síðastliðinn miðvikudag. Hann fékk gula beltið og erum við mjög stolt af hans árangri. Hann náði líka þeim persónulega sigri að vinna "Sensei Says" sem er karate útgáfan af "Símon Segir" eða "Simon says", ég er alveg búinn að gleyma hvað þessi leikur heitir heima á íslandi, en ég held þið vitið um hvað ég er að tala.
Högni og fjölskylda komu síðan til okkar á síðastliðinn föstudag og gistu hjá okkur alla helgina. Við fórum í Golf í Mercer Oaks og Scandinavian Festival, meðal annars. Og var alveg hörkustuð hjá okkur. Við hlustuðum á Jón Ólafsson Tenór syngja íslensk og norðulensk lög með mikilli innlifun. Ættjarðarstoltið skein af svipunum okkar og var stutt í gæsahúðina. Mér fannst fyndið að Kristófer þurfti að spyrja mig, "Hvort er hann að syngja á Íslensku eða Ensku?". Hann var s.s. ekki viss, þar sem hann skilur bæði.
Skólinn byrjar í dag hjá Kristófer, með 1 klst. kynningu á kennara og skólastofunni hans, hitta hina krakkana sem verða með honum í bekk og síðan á þetta að byrja á fullu á morgun, frá 08:00 til 13:00 en venjulegur skóladagur er 08:00 til 14:40 og verður það á fimmtudaginn og föstudaginn. Málið er bara þetta, hann vaknaði veikur í morgun. Þannig að hann þarf líklega að sleppa fyrstu dögunum í skólanum, nema við náum að lækka hitann með stílum og koma honum í þessa mikilvægu fyrstu daga.
Við erum ennþá að spá í að flytja og verður líklega af því í Nóvember. Við æltum um næstu helgi að skoða íbúðir í nágrenni við góða skóla og verslunarkjarna sem við vitum um í Pennsilvaníu. En meira um það seinna. Hafði það nú gott á landinu kalda, sem er víst ekki svo kalt lengur.
Einar Örn, takk fyrir kveðjuna í gestabókinni, svona kveðjur koma bæði skemtilega á óvart og hvertja mann til að halda áfram að halda síðunni við.
Jæja best að fara að skrifa aðeins í bloggið sitt. Við erum búin að hafa mikið að gera síðastliðnar vikur. Kristófer útskrifaðist úr Karate síðastliðinn miðvikudag. Hann fékk gula beltið og erum við mjög stolt af hans árangri. Hann náði líka þeim persónulega sigri að vinna "Sensei Says" sem er karate útgáfan af "Símon Segir" eða "Simon says", ég er alveg búinn að gleyma hvað þessi leikur heitir heima á íslandi, en ég held þið vitið um hvað ég er að tala.
Högni og fjölskylda komu síðan til okkar á síðastliðinn föstudag og gistu hjá okkur alla helgina. Við fórum í Golf í Mercer Oaks og Scandinavian Festival, meðal annars. Og var alveg hörkustuð hjá okkur. Við hlustuðum á Jón Ólafsson Tenór syngja íslensk og norðulensk lög með mikilli innlifun. Ættjarðarstoltið skein af svipunum okkar og var stutt í gæsahúðina. Mér fannst fyndið að Kristófer þurfti að spyrja mig, "Hvort er hann að syngja á Íslensku eða Ensku?". Hann var s.s. ekki viss, þar sem hann skilur bæði.
Skólinn byrjar í dag hjá Kristófer, með 1 klst. kynningu á kennara og skólastofunni hans, hitta hina krakkana sem verða með honum í bekk og síðan á þetta að byrja á fullu á morgun, frá 08:00 til 13:00 en venjulegur skóladagur er 08:00 til 14:40 og verður það á fimmtudaginn og föstudaginn. Málið er bara þetta, hann vaknaði veikur í morgun. Þannig að hann þarf líklega að sleppa fyrstu dögunum í skólanum, nema við náum að lækka hitann með stílum og koma honum í þessa mikilvægu fyrstu daga.
Við erum ennþá að spá í að flytja og verður líklega af því í Nóvember. Við æltum um næstu helgi að skoða íbúðir í nágrenni við góða skóla og verslunarkjarna sem við vitum um í Pennsilvaníu. En meira um það seinna. Hafði það nú gott á landinu kalda, sem er víst ekki svo kalt lengur.
Einar Örn, takk fyrir kveðjuna í gestabókinni, svona kveðjur koma bæði skemtilega á óvart og hvertja mann til að halda áfram að halda síðunni við.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)