laugardagur, september 18, 2004

Hérna er grenjandi rigning núna, skylst að þetta séu leifarnar af honum Ívani grimma (fellibylnum). Svo að fótboltanum var aflýst í morgun og líklegt að ekkert verði spilað á morgun heldur. Við erum því bara að hangsa heima núna að reyna að finna uppá einhverju skemmtilegu til að gera í þessu leiðindaveðri.
Annars ræddum við við einn lögfræðing í vikunni sem við ætlum sennilega að ráða. Hann var alveg steinhissa að við hefðum verið dæmd í óretti af löggunni hérna um daginn. Sagði að þetta væri mjög einfalt í hans augum, hinn hefði verið í bullandi órétti því hann fór yfir stöðvunarskyldu. En ég vona að hann sé ekki bara að segja þetta svo við ráðum hann, en við ætlum amk. að ræða við einn lögfræðing til, bara svona til að fá annað álit. Svo var hann ansi heitur og vildi bara að við færum í mál við manninn prívat og persónulega...hahaha...only in America! En þetta kerfi hérna er alger frumskógur eins og t.d. fór ég til læknis í vikunni, er búin að vera eitthvað skrítin í bakinu eftir áreksturinn. En allavega ég vildi bara að þetta yrði skráð, svona eins og heima á klakanum ef maður lendir í árekstri. Læknirinn vildi nú varla kíkja á mig, sá hræðslusvipinn færast yfir andlitið á henni þegar ég sagði að ég hefði lent í árekstri. Hún sagði að ég hefði þurft að tala við tryggingarfélagið mitt fyrst til að fá eitthvað númer?! Því að hún mætti "lagalega" ekki skoða mig nema að ég hefði þetta tiltekna númer! En svo spurði hún mig hvaðan ég væri og virtist róast við það að heyra að ég væri frá Evrópu. Díísess, ég fæ á tilfinninguna að flestir séu skíthræddir við tryggingarfélögin og/eða málsóknir hérna.
Annars er er bara allt gott í fréttum héðan nema kannski það að við erum ekkert farin að finna aðra íbúð, erum barasta ekki að koma okkur í það. Fáum alveg hroll við tilhugsunina eina að þurfa að fara að dröslast með okkar hafurtask, eina ferðina enn, eitthvað annað... brrr.

Engin ummæli: