þriðjudagur, september 21, 2004

Hellúú...
fórum á flóamarkað í gær...í sól, rigningu, og roki...minnti óneitanlega á Ísland :) Það fór mesti tíminn í það að finna stæði því það var þvílík mannmergð þarna. Fengum meira að segja tilboð á viðgerð á bílnum á þessum bílastæðarúnti okkar. Sagðist gera við greyjið fyrir $1800 og hann yrði eins og nýr...döh...fyrir þessa upphæð fyndist mér það nú ekki þess vert að taka það fram og vera með handapat og fingurkossa til að leggja á það áherslu. En annars veit ég nú minnst um svona bíla-viðgerða-kosnaðar-mats-dæmi, hú nós, kannski var þetta bara kostaboð. Annars var nú lítið verslað í þetta skiptið á markaðnum, eitthvað af ávöxtum jú og grænmeti. Á leiðinni heim var svo komið við í Sams Club og verslað inn, mér leið nú eins og ég væri komin útí veitingahúsabransann þarna...3 kíló af kjúklingabringum...3 kíló af hakki...jú nó ðe drill. En sú tilfinning var nú fljót að gufa upp þegar við stóðum í röðinni á eftir fólki með heilu brettin af mat, alltíeinu vorum við bara orðin lummó með innkaupakerruna okkar...hehehe
Díí...hvað varð um þennan mánuð, ég bara spyr? Það er komin 21 sept...jólin eru bara á næsta leiti. Var að telja (n.b. manually :) og það eru 94 dagar til jóla! Fékk þennan líka svaka "jóla fiðring" í gær og á eitthvað erfitt með að hrista hann af mér. Ætli jólaskrautið í öllum búðunum hafi ekki þessi áhrif á mig...jú alveg satt, það er komið jólaskraut í flestar búðir hérna og reyndar sá ég það fyrst fyrir u.m.þ.b. mánuði síðan. En annars er tíminn svo fljótur að líða að ég verð farin að baka og pakka inn áður en ég veit af...!
Bestu kveðjur í bili,
Adda jóla-grís.

Engin ummæli: