fimmtudagur, september 09, 2004

Fyrsti skóladagurinn hjá Kristófer!
Fyrsti dagurinn var nú reyndar í gær, en okkur þótti drengurinn ekki vera nógu heilsuhraustur til að mæta. Einhver ægileg kvef flensa að hrjá drenginn svo að röddin hans er nær óþekkjanleg og í kjölfarið fylgdu nokkar kommur. En spennan og eftirvæntingin er svo mikil að drengurinn tók ekki annað í mál en að mæta í skólann í dag með sína hátíðni rödd og nasasog, reyndar var hann orðinn hitalaus svo það var ekkert að vanbúnaði. Ætli nýja Spiderman taskan og nestisboxið hafi átt einhvern þátt í þessum drifkrafti? Sennilega :) Á þriðjudaginn s.l. var opið hús hjá skólanum og þó svo að Kristófer hefði verið hálf slappur ákváðum við að reka nefið inn og heilsa uppá nýja kennarann hans. Mrs. Annese tók á móti okkur, brosmild og vinaleg, spjallaði við Kristófer og lét okkur svo hafa nafnalista yfir bekkjarfélagana. Þau verða 13 saman í bekk í vetur, sem okkur þykir mjög gott, því að við bjuggumst við því að bekkirnir myndu vera töluvert fjölmennari. Á listanum var eitt nafn sem við könnuðumst við en það var bekkjarfélagi hans frá því síðasta vetur, Jared.
Mér sýnist ritara síðasta pistils hafi láðst að minnast síður en svo gleðilegra frétta frá síðustu viku, en ætli gleðivíma helgarinnar hafi ekki sljóvgað þá slæmu minningu. En við fjölskyldan lentum í áreksti á föstudagskvöldið, ég vil taka það fram að enginn slasaðist amk. ekki líkamlega. Við vorum að keyra yfir gatnamót hérna við hverfið okkar þegar bíll kemur aðvífandi, og keyrir á okkur með slíkum krafti að við snúumst í næstum hring áður en Emmi nær að stöðva bílinn. Fyrstu viðbrögð...er allt í lagi með Kristófer? Ég lít í aftursætið og sé skelfinga-og hræðslusvip skína úr andliti Kristófers en fyrir utan smá sjokk var allt í lagi með hann. Við vorum öll heil á húfi...guði sé lof segi ég nú bara. Augnabliki síðar kemur ökumaður hinnar bifreiðarinnar aðvífandi og augsjóslega sleginn, eins og við öll. Hann spyr okkur hvort við séum ekki öll heil á húfi og byrjar síðan grátklökkur að segja að þetta hafi allt verið hans sök. Síðan spyr hann okkur hvort við viljum ekki láta lagfæra skemmdirnar án þess að fara í gegnum tryggingarnar og borga fyrir viðgerðirnar úr eigin vasa, og með því, spara okkur öllum tryggingahækkanir. Hann hafði nú rétt fyrir sér með það að þetta var honum að kenna því að það var stöðvunarskylda hjá honum. En við vorum ekki alveg á þeim buxunum að fara að treysta einhverjum dúdda úti bæ fyrir því að borga tjónið. Svo við köllum lögregluna til, til að taka skýrslu. Í stuttu máli komst löggan að þeirri niðurstöðu að VIÐ hefðum valdið árekstrinum og værum í algerum óretti. Þetta var vægast sagt köld tuska í andlitið! Þessi litli löggumaður sagði að hinn ökumaðurinn hefði verið á undan okkur inná gatnamótin og væri því í rétti!!! Auðvitað var ökumaður hinnar bifreiðarinnar alltíeinu alveg innilega sammála löggunni, okkur fannst hann gefa það í skyn við löggumanninn að við hefðum komið inn götuna á svo miklum hraða að hann hefði barasta ekki séð okkur! "ég stoppaði, leit til hægri, svo til vinstri, hélt áfram út á gatnamótin og búmm þarna voru þau alltí einu....!" Sanneikurinn er sá að:
1) við "lúsuðumst" inn götuna því að það er risa hraðahindrun nokkrum metrum frá þessum gatnamótum sem gerir manni ómögulegt að vera á miklum hraða, nema maður vilji taka dágóða flugferð og brjóta allt undan bílnum.
2) þarna er hámarkshraði 10 mph. og eftir að hafa búið í götunni í 8 mánuði ætti það nú alveg að vera á hreinu hjá okkur.
3) Þegar við sjáum bílinn stíma beinustu leið á okkur tökum við bæði eftir því að maðurinn er ekkert að horfa fram fyrir sig. Svo að það útskýrir stutt bremsuför hjá honum, hann var ekkert að horfa fram fyrir sig.
En þetta getur orðið til þess að tryggingarnar okkar eigi eftir að fara "through the roof" og nógu dýrar eru þær nú fyrir. Við eigum kost að því að þræta fyrir þetta í rétti en það þýðir það að við þyrfum að fá lögfræðing í málið. Svo sagði símadaman, hjá tryggingarfélaginu okkar, okkur það að hún hefði aldrei heyrt til þess að niðurstaða lögreglu hefði nokkurntíma verið snúið í dómi. Okkur finnst þetta ansi súr biti til að kyngja, hvort sem við fáum lögfræðing í málið eða ekki, "win or loose", á þetta samt sem áður eftir að kosta okkur dágóðan skildinginn...og Emmi greyjið missir tvo punkta af öksuskírteininu og er nú stimplaður sem "reckless driver" í gagnagrunni lögreglunnar. Grrrr...ég verð svo reið þegar ég tala um þetta!





Engin ummæli: