How are you doing ?
Jæja best að fara að skrifa aðeins í bloggið sitt. Við erum búin að hafa mikið að gera síðastliðnar vikur. Kristófer útskrifaðist úr Karate síðastliðinn miðvikudag. Hann fékk gula beltið og erum við mjög stolt af hans árangri. Hann náði líka þeim persónulega sigri að vinna "Sensei Says" sem er karate útgáfan af "Símon Segir" eða "Simon says", ég er alveg búinn að gleyma hvað þessi leikur heitir heima á íslandi, en ég held þið vitið um hvað ég er að tala.
Högni og fjölskylda komu síðan til okkar á síðastliðinn föstudag og gistu hjá okkur alla helgina. Við fórum í Golf í Mercer Oaks og Scandinavian Festival, meðal annars. Og var alveg hörkustuð hjá okkur. Við hlustuðum á Jón Ólafsson Tenór syngja íslensk og norðulensk lög með mikilli innlifun. Ættjarðarstoltið skein af svipunum okkar og var stutt í gæsahúðina. Mér fannst fyndið að Kristófer þurfti að spyrja mig, "Hvort er hann að syngja á Íslensku eða Ensku?". Hann var s.s. ekki viss, þar sem hann skilur bæði.
Skólinn byrjar í dag hjá Kristófer, með 1 klst. kynningu á kennara og skólastofunni hans, hitta hina krakkana sem verða með honum í bekk og síðan á þetta að byrja á fullu á morgun, frá 08:00 til 13:00 en venjulegur skóladagur er 08:00 til 14:40 og verður það á fimmtudaginn og föstudaginn. Málið er bara þetta, hann vaknaði veikur í morgun. Þannig að hann þarf líklega að sleppa fyrstu dögunum í skólanum, nema við náum að lækka hitann með stílum og koma honum í þessa mikilvægu fyrstu daga.
Við erum ennþá að spá í að flytja og verður líklega af því í Nóvember. Við æltum um næstu helgi að skoða íbúðir í nágrenni við góða skóla og verslunarkjarna sem við vitum um í Pennsilvaníu. En meira um það seinna. Hafði það nú gott á landinu kalda, sem er víst ekki svo kalt lengur.
Einar Örn, takk fyrir kveðjuna í gestabókinni, svona kveðjur koma bæði skemtilega á óvart og hvertja mann til að halda áfram að halda síðunni við.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli